Austri


Austri - 17.12.1998, Síða 9

Austri - 17.12.1998, Síða 9
Jólin 1998 AUSTRI 9 Hallormsstaðaskógur Enginn kostur hefur verið að telja öll villt reynitré í þessum skógi. Þau eru fjöldamörg meðalstór og mjög stór, og urmull af ungum trjám og smáplöntum er að vaxa upp á allstórum svæð- um í skóginum. Ég held hvergi í íslenskum skógi einstökum finnist eins margir reyniviðir, stórir og smáir. Hér vex hæsta villta reynitré á íslandi, sem mér er kunnugt um (sjá mynd). Sem dæmi um fjölda trjáa á einstöku svæði í skóginum nefni ég, að ofarlega í skóginum beint upp af Ormsstöðum í svonefndum Flataskógi og Lýsishól og ofarlega í ysta hlutanum, Part- inum, taldi félagi minn, Einar Axelsson, um 70 reynitré, sem sáust greinilega í haustlitum í lauflausum birkiskóginum 11 .okt. 1998, er við vorum þarna í reyniviðarkönnun. Hér birtast átta myndir af reyniviðartrjám í Hallormsstaðaskógi. Skammt ofan við þjóðveginn gegnt vegamótunum niður íAtla- vík stendur hávaxnasti villti reynir á Islandi, sem mér er kunn- ugt um. Hann er þarna inni í teig af rússalerki, sem gróður- settur var 1961. Þetta eru tveir stofnar, sennilega af sömu rót. Haustið 1998 var hœð trésins 11,80 m, en krossþvermál stofn- anna 28,0-29,0 og 29,5-32,6 cm í brjósthœð (1,3 cm frá jórð). 27.sept. 1996. Út og upp af svonefndum Atlavikurstekk stendur eitt mesta reynitré skógarins inni í teig af rássalerki, sem var gróður- sett 1962. Það er mjög sérkennilegt að því leyti, að einhvern tíma áfyrri hluta œvinnar hefur það snarast á rót sinni, en stöðvast í um 45 gráða halla og síðan náð að mynda þá miklu krónu, sem myndin sýnir. Haustið 1998 var hœð þess 9,25 m, en þvermál bolsins 1,3 m frá jörðu 42 og 37 cm - krossmœlt. 14.okt. 1997. Þetta blómhvíta tré, sem er margir stofnar, er vaxið upp úr grunnum skurði utan við Neðstareitinn í Mörkinni. Það er við jaðar rjóðurs, þar sem af- greiðsla plantna úr gróðrastöðinni var fyrr á árum. Veit mjög vel við síð- degissól, sem er blómguninni hagfelld. Hœð þess hef ég ekki mcelt, skiptir enda litlu. Blómskrúðið er aðalatriðið. 4.júlí 1997. Þetta íturvaxna reynitré hefur vaxið upp í allþéttum birki- skógi rétta stefnu í austur frá austurhorni bílastœðis við grunnskólann. Fyrir tveimur árum var birkið grisjað rœki- lega frá því. Hœð þess er 8,30 m og þvermá í brjósthœð 16,0 cm. 26.sept. 1996. Skakki, beini bolurinn og neðsti hluti krónunnar. Bergrún Þorsteinsdóttir hvílir sig við öfluga grein. 14.okt. 1997. Utarlega í svonefndri Kolakinn yst og efst í skóginum rétt ofan við skógarveg í teig af ungum sitkabastarði stendur eitt affag- urvöxnustu reynitrjám skógarins, ein- stofna og beinvaxið. Haustið 1998 var það 9,80 m hátt og þvermál í brjósthœð 30 cm. 24.júlí 1996. 1 svonefndum Hólabörðum íjaðri á gömlu túni og við hliðina á livítgrenilundi beint út af Hússtjórnarskólanum er á síðustu áratugum vaxinn upp dálitiH lundur af reynitrjám. Hann var þarna inni í þéttum birkiskógi, sem myndaði skógarjaðar við túnið. I apríl 1997 var birkiðfellt, og kom þá í Ijós reynilund- urinn, sem þarna hafði dulist. Reynitrén eru vaxin af frœi, sem skógarþrösturinn hafði dritað, þegar hann sat í birkitrjánum. Berin hafði hann tínt í reynilundi, sem gróðursettur var við austurhorn skólahúss Hússtjórnarskólans um 1940. Þar er hœsta tréð nú 11,40 m. 21.maí 1997. A grasflöt rétt neðan við söluskála Skeljungs hf. stendur ákaf- lega fagurvaxið reynitré, eitt af mörgum á svipuðum aldri í skóginum kringum skálann. Ekki er loku skotið fyrir, að þarna hafi danskættaður reynir verið gróðursettur fyrir 1920, en lík- legra er þó, að þau séu vaxin af frœi, sem skógarþrösturinn dritaði þarna í skógarjaðrinum á sínum tíma. Berin hefur hann tínt af reynitrjám í kirkjugarðinum á Hallormsstað. Þetta tré ber eindreginn „danskan“ svip: Gleitt greinahorn, þráð- beinn stofn, dókkur börkur. Stœrðina má marka af barninu vinstra megin. 25.júlí 1996.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.