Austri


Austri - 17.12.1998, Qupperneq 16

Austri - 17.12.1998, Qupperneq 16
16 AUSTRI Jólin 1998 ✓ Akall Ég kalla á þig Kristur, svo kvalinn og hrjáður. Hörmungum háður, því heimsins mig lokkaði tál. 1 fíkniefnin flœktur, framtíðin glötuð. Ohrein og ötuð, mín unga og ráðvillta sál. Heyr mína kveinstafi Kristur minn, kominn að þrotum ég er. An drauma og vona hver dagurinn. Drottinn Guð. Hjálpaðu mér! Minn vinur í vímunni, voninni týndi. mér sannleikann sýndi, því sjálfsvíg hann framdi um nótt. Er fall hans ég frétti, fannst mér allt hrynja. Mín brotnaði brynja og brutust fram tárin mín hljótt. Heyr mína kveinstafi Kristur minn, kominn að þrotum ég er. An drauma og vona hver dagurinn. Drottinn Guð. Hjálpaðu mér! Jólaföstublómið Blómið mitt unga, þú brosir mót skammdegisskini, skammdegisgeislinn, þó vart geti myrkrinu bifað. Þú breiðir út faðminn, sem ástmey mót elskandi vini, aldrei þú vetrarins myrkur né frost hefur lifað. Þér finnst máski veröldin full sé afbirtu og hlýju, fagnandi opnarðu krónuna hreina og bjarta. Þú veist ekki að haustmyrkrið vefur allt að sér að nýju vesalings blómið mitt, gott að þú átt ekki hjarta. Oft hefur heimurinn, myrkrið og fávísi falið, fegurstu blómin, þó vœru þau innan við glugga. Mörg hafa hjörtun í mannlífsins kuldanum kalið, kœrleikans sól þegar náði' ekki að verma og hugga. Rósins mín unga, við bíðum og brátt koma jólin, barnanna fegurstu draumar og gleðivon rœtast. Lífstrúin glœðist, á himninum hœkka fer sólin, hjartnanna samúðarstraumar á jólunum rœtast. Þó löng verði biðin, við þolgóðar verðum að þreyja, þreyja og liðnu hamingjustundanna minnast. I hœkkandi geislum má sumarið álengdar eygja, ef til vill fœrð þú að lifa og vorinu kynnast. Jónína Þorbjörg Magnúsdóttir, frá Fagrahvammi. Lœkjarsprœna í Loðmundarfirði Gott er hjá enginu grænu að ganga um mosató, líta þar litla sprœnu á leiðinni út í sjó. Létt hún við lindina talar leikur við brotin strá blíð hún við steinana hjalar og heldur sig vera á. Erla Guðjónsdóttir Ekki er alltaf allt sem sýnist. Við fyrstu sýn gœti þetta veriðfoss í kraftmiklum lcek, en er aðeins smá sytra. Mynd/Eydís Dögg Sigurðardóttir Ég bið þig í auðmýkt mér aumum að líkna. Mig syndum af sýkna, sál minni hugarró Ijá. Tak fíknina frá mér. Frelsa þú líf mitt. Leið mig í Ijós þitt. Lát engil þinn vaka mér hjá. H.G.G. Os/ium ot(fs/ity>luof/itun o/t/ta/* yytefftZetf/Htyó/a otjffu/*sœ/c/cu* á ffý/á cuh /ned/)<>/:/{//'</' oitfs/tiy>tín á á/H/ut. Endurskoðun hf. Fagradalsbraut 11 Egilsstöðum í)cfut’ þú buglcitt... ...frábærar jólagjafir Birkikransar. Skreytingar. Skreytingaefni. Kaffí, te, hnetubar, ostur. Handavinna. Gylltar greinar - grænar greinar. - Mjög fallegt jóladót. Kerti - serviettur - dúkar. Skraut - jólasnjór. Vönduð vara í skóinn Verið rclkomin 6kðikg J61 Handmennta, gjafavöru og blómaverslun IT3TJI IDAÍoj AI 1 Selási 1. Egilsstöðum, ©471-2255 Kveðja frá Gimli Með eftirfarandi greinarstúf vil ég senda vinum og vandamönnum bestu jóla- og nýárskveðju. Ég hef dvalið hér á Gimli síðan 9. október, en mun dvelja í Brandon um 200 km héðan yfir jólin. Gimli er huggulegur bær með um 1700 íbúa. Það var hér sem hópur íslendinga settist að haustið 1875. Þeir komu hér að löngu nesi sunnan við bæinn (Víðines ) 21. október og þá var vetur genginn í garð. Þetta var mjög harður vetur, fólkið hafði í fyrstu aðeins tjöld en um jól var búið að byggja smá bjálkakofa fyrir alla og var þá þröngt setið, stundum 10-15 manns í 15 fermetra húsi. Þessi hús voru byggð um 3 km norðan við Víðinesið ög nefndu þeir staðinn Gimli. Nú hefur sá siður komist á að 21. október hvert ár ganga íslenskættað- ir íbúar Gimli suður á Víðines, þar er stór steinn, White Rock með minningarplötu um landnemana. Þessi ganga var fyrst farin 1975. Hér hef ég hitt marga vel talandi á íslensku, fólk allt niður í fimmtugt. Það er ákaflega gaman að bera sam- an þessa vesturíslensku við hina sem töluð er heima. Hér fara menn á karinu niður í bæ, ef þá vantar að höndla og prísarnir eru góðir. Menn brúka hér orð sem ég hef ekki heyrt Sendum starfsfólfei ofebar og viðsfeiptavinum hugheilar ósfeir um gleðileg jól. í 50 ár. Ég hef farið hér nokkuð um. Hef komið á Arborg ( 1200 íbúar ) og Riverton ( 500 íbúar ), ekið um Mikley, þar sem áður var fjölmenn Islendingabyggð en nú eru íbúar þar mjög fáir. Bændabýlin heita íslensk- um nöfnum. Hér eru Finnsstaðir og Fljótsbakki, Árskógur og Grund, svo eitthvað sé nefnt. Ég heyrði mann um sextugt segja að hann hefði farið heim í sumar, það er til Islands. Hér á Gimli er matvörubúð sem hefur á boðstólum íslenskan mat, rúllupylsu, lifrarpylsu, harðfisk og skyr, sem er heimatilbúið og hér gera margir mysuost úr mysudufti. Hann er mjög líkur mysingi. Það sem kemur mér þó mest á óvart er áhugi manna á ættfræði og flestir vita hvaðan afi og amma komu á Islandi, nefna bæði bæjar- nafn og hérað. Ég endurtek óskir mínar um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Sigrún Björgvinsdóttir White Rock á Víðinesi 21. okt. 1998. Mynd/Sigrún C\s/tit/fi i/)(ti(/ft J/()f'<f(tfHyst/i<s t ty()(}/'(( (Hy//((i<s(c//((y ó/((. < i/cyi fuytt ((/*/(('/*(( ty/t/tíu* ((y((’//( ({y /i(((y<s(c/(/ , Pö/t/tttffi <s(mt<s/tiy)fift á ((/*i/k(. SYÆÐÍSVIMUMIÐLUIV AUSTURLAIVDS V V

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.