Austri - 17.12.1998, Page 20
20
AUSTRI
Jólin 1998
Teflt um líf og dauða
- Saga af sjóferð
/ ____ _______
- Ur safni Einars Sveins Friðrikssonar. Skrifað af Bjarna Sigurðssyni frá Vattarnesi
Bjami Sigurðsson og Guðmundur
Jónsson gerðu út bát í félagi haustið
1902. Þá var einnig Jón Þorsteinsson,
vinnumaður Guðmundar á bátnum.
Guðmundur var formaður. I lok októ-
bermánaðar árið 1902 fór Bjarni á
uppboð hjá Axel Tuliníusi, sýslu-
manni að Vík í Fáskrúðsfirði. Þar
hafði strandað skip, erhét “Jaðar”, og
þótti líklegt, að ýmsir munir úr því,
svo sem segl, er nota mætti sem veij-
ur við fiskþurrkun mundi fást á við-
unandi verði. Þegar Bjami kom heim
að uppboði loknu bárust honum skila-
boð frá Guðmundi formanni um að
hann ætti að koma í róður kl. 4 að
morgni. Hann segir svo frá:
“Ég lét þess þá getið við konuna
mína, að ég mundi hvergi fara, því
loftvogin á Kolfreyjustað hefði spáð
stormi. Þess vegna sofnaði ég rólega
og alveg áhyggjulaus. En um morg-
uninn kl. að ganga 5, kom Jón Þor-
steinsson, háseti Guðmunda, og vakti
mig og kvað þá bíða eftir mér. Ég
klæddi mig í snatri, en vegna þess að
ég mundi eftir því, hve alvarlega sr.
Jónas varaði mig við sjóferðinni
þennan dag, vildi ég ganga úr skugga
um, hvemig loftvogin hjá tengdaföður
mínum, Eiríki Þórðarsyni, stæði. En
þar var þá enginn kominn á fætur og
ég hliðraði mér við að vekja fólkið.
Sjálfur átti ég enga loftvog þá, en eft-
ir sjóferðina eignaðist ég hana og hefi
átt hana síðan. Hún var það fyrsta,
sem ég keypti að sjóferðinni lokinni,
þó fjárhagur væri þröngur.
Um leið og ég kom niður að sjón-
um til Guðmundar formanns míns,
sagði ég honum hve illa loftvogin
hefði staðið kveldinu áður og við
mundum þurfa á allri gætni að halda.
Annars var ég ávallt hvetjandi til sjó-
ferða, en aldrei letjandi og fannst helst
alltaf sjóveður, ef ekki var rok eða
haugabrim. Formaðurinn svaraði mér
með því, sem satt var, að veðrið væri
gott, logn og rigning. Brim væri að
vísu mikið og alda frá suðaustri, en
það mundi lægja. Var þá þriggja-
mannafarinu okkar hrint á flot og lagt
í róðurinn úr höfninni á Vattamesi, í
von um farsæla ferð og mikinn afla-
feng, til að bæta úr þörfum fátækra
heimila.
Þegar við vorum komnir út á rúm-
sjó, kom brátt í ljós, að suðaustan alda
var mikil og foráttu brirn. Ætlunin var
sú að róa til fiskjar í þetta sinn út að
Seley, sem er út af Reyðarfirði norðar-
lega. Er þangað um 3/4 klukkutíma
róður, eða tæpa kl.st. frá Vattamesi í
logni. Þar áttum við von á því að fiska
vel. Ég hafði enn orð á því við for-
manninn, að aldan væri mikil og því
hættulegt ef hann skyldi hvessa af
norðri beint í móti öldunni, en við ætt-
um þá að sækja á móti veðrinu heim.
Það var einhver uggur í mér, sem ég
gat þá ekki gert mér fulla grein fyrir
hvað olli. Einmitt þegar ég hafði orð
á þessu, komu smá vindgámr frá
norðaustri og nú var hætt að rigna.
Formaðurinn benti þá á, að við gæt-
um verið rólegir, þar sem þessar vind-
gárur ykju grun okkar um það, að
vindur mundi verða frá norðaustri, en
það væri okkur hagstætt. Féllst ég á
það.
Skömmu síðar, er við vomm komn-
ir á fiskimiðið inn og suður af Seley
og formaðurinn fleygði út uppihald-
inu (belgnum) og við Jón Þorsteins-
son vorum að byrja að róa úr uppi-
stöðunni, hafði ég ennþá orð á því, að
hann otaði þokuna fram af Suðuríjöll-
unum, sem benti til að áttin mundi
verða af norðvestri, en það var versta
áttin fyrir okkur. Nú var næstum orðið
bjart og sást vel til fjalla. Samt héld-
um við nú áfram að róa út uppistöð-
una. Að því loknu tók formaðurinn
eitt bjóðið með beittri línu og hnýtti
saman til að leggja hana í sjóinn. Bað
ég hann þá að hætta við það, því mér
sýndist ég sjá hvassa vindbrún inn í
firði. Hann dokaði við augnablik og
hætti við að leggja línuna og leit inn í
fjörðinn. En það skipti engum togum.
A næsta augnabliki skall á hvassviðri
af norðvestri, sem varð á skömmum
tíma að ofviðri. Formaðurinn dró þá í
snatri inn uppistöðuna, en við háset-
arnir byrjuðum á meðan lífróður á
móti veðurofsanum í áttina til lands.
Þegar formaðurinn var búinn að draga
inn uppistöðuna, settist hann einnig
undir árar. Utlitið var nú ekki glæsi-
legt. Lítið veikbyggð þriggjamannafar
veltist í mikilli haföldu og ofsaroki,
með þrjá menn undir árum, en beint á
móti ofvirðinu var að sækja. Sjólag-
inu þarf ekki að lýsa fyrir sjómönn-
um, þar sem hafaldan reis gegn fár-
viðrinu. Þó heyrðist ekkert æðruorð.
Þöglir rérum við af öllu atli og stefnd-
um kinnungshallt við vindinn, utan
vert við Krossanes, sem er ysta nes
norðan Reyðarfjarðar. Ætlunin var sú,
að ná svonefndri Vatnsfjöru, sem er
sunnan vert yst á nesinu. Það var eng-
inn ágreiningur um neitt meðal mann-
anna á bátunum. Allir lögðu fram þá
krafta, sem þeir áttu til. Verst var hve
oft formaðurinn varð að leggja upp
árar til að ausa. Agjöfin var mikil. Ég
reri á fremstu þóttu og öldumar (sjó-
amir) steyptust hvað eftir annað yfir
mig. Þegar ég sá hve oft formaðurinn
lagði upp til að ausa, kallaði ég til
hans og bað hann að ausa aðeins með
skjólunni en ekki með austurstroginu
og gera það ekki fyrr en sjór væri í
miðjan legg á bátnum. Eftir það jós
hann sjaldnar og við vomm allir leng-
ur undir ámm, en ella mundi.
Þegar við stóðum í þessu stríði við
hamfarir náttúmaflanna, kviknaði allt
í einu vonarneisti um lífgjöf. Við
sáum reyk úr gufuskipi norður af
Gerpi og vissum, að það var strand-
ferðaskipið Hólar, sem mundi vera á
leið til Eskifjarðar, er var meða ann-
arra hafna viðkomustaður þess. Ég
sagði félögum mínum á bátnum, að ef
okkur tækist að ná inn á mið, sem
nefnist Súlur, yrðum við í vegi fyrir
skipinu og það mundi taka okkur. Um
borð í skipinu væri margt af sunn-
lenskum sjómönnum, stéttabræðrum
okkar og þeir mundu vafalaust stuðla
að því, að okkur yrði bjargað. Þetta
varð til þess að auka lífsvonina og
einnig fjörið. Rémm við nú af öllu afli
og tókst að verða í vegi fyrir Hólum
þegar það nálgaðist. Ég veifaðii þá
sjóhattinum og kallaði einnig, en allt
reyndist það árangurslaust. Skipið
beygði inn fyri rokkur og hélt áfram
ferð sinni og skipti sér ekkert af okkur
Þetta vom fyrstu vonbrigðin og þau
vom mikil og átakanleg. Við þögðum
allir um sinn og svo leit út, að enginn
vildi ijúfa þögnina. Lödega hefir eng-
inn treyst sér til að telja kjark í annan.
Ég mun fyrstur hafa tekið til máls og
sagt að nú væri ekki annað en róa
áfram og ná Vatnsfjöru, eins og við
höfðum ætlað okkur í upphafi. Um
leið leit ég inn í Reyðarfjörðinn og sá
að særokið náði upp í mið fjöll. Ég
hafði ekki orð á þessu, en það fór um
mig hrollur, því á móti þessu ofviðri
áttum við að halda og á ámnum ein-
um saman ná landi. Seinna mun ég
geta um hver áhrif þetta hafði á taugar
mínar, en enginn má taka þetta svo, að
ég hafi orðið hræddur. Þó þessi hroll-
ur færi um mig, fann ég ekki til ótta.
Ég var sannfærður um, að við mund-
um ná landi og bjargast. Þess vegna
var ég ömggur og algerlega óttalaus.
En ósjálfrátt varð nú ofarlega í hug
mínum hin stutta en kjamyrta, fagra
bæn, er dugmikill og gáfaður formað-
ur á Vestfjörðum norðarlega, eða á
Homströndum bjó til fyrir sig og há-
seta sína, er svo hljóðar: “Báturinn er
lítill. Hafið er stórt. Hjálpa þú oss
Drottinn.”
Það mun hafa átt mikinn þátt í því,
að við náðum landi, að rokið var öllu
minna út af Krossanesinu og sjávar-
fallið (straumurinn) lá inn og suður.
Þessvegna bar bátinn að landi sunnan
við nesið, þó við rérum ávalt kinn-
ungs hallt við vindinn og stefndum
fyrir utan það. Vegalengdin, sem við
vomm á róðri til lands, mun vera sem
svar til hálftíma róðri á þriggjamanna-
fari í logni og miðstraum. En nú vor-
um við að róa þetta nálægt 8 klukku-
stundum, af því kappi og afli, sem af
lífshættu leiðir og hún á þátt í að auka.
Nú fannst okkur að við hafa unnið
talsvert afrek, þegar sýnt var, að okkur
tókst að ná upp undir land eftir 8
klukktuíma róður. Nær lagi mundi þó
að segja, að við hefðum leyst af hendi
þrekraun. En kálið var ekki sopið, þó í
ausuna væri komið. Nú urðum við
fyrir miklum vonbrigðum í annað
sinn. Það reyndist algerlega ómögu-
legt að komast að Vatnsfjömnni fyrir
brimi, því það braut fyrir alla víkina,
sem hún var í. Við urðum því þarna
frá að hverfa, lamaðir og vonsviknir.
Héldum við þá inn með landinu,
uns við komum að þverhníptir klöpp,
sem lá nokkuð frá landi, beint út í sjó-
inn og heitir Naumugilsklöpp. Þar var
nokkurt hlé fyrir norðanvindinum og
þar gátum við andæft í hægðum okkar
og kastað mæðinni. Jafnframt gátum
við nú í næði ráðið ráðum okkar og
reynt að finna úrræði til bjargar. En
hér var ekki margra kosta völ. Ennþá
var þó talsvert eftir af þreki okkar og
kjarki og það varð úr að reyna að róa
inn með landinu og freista að komast
þangað, þar sem unnt yrði að lenda.
Nokkurt hlé var þar fyrir vindinum. I
raun og vem var nú horfið að þessu
ráði, af því ekkert annað var fyrir
hendi. Þegar við rérum fyrir
Naumugilsklöppina, segir miðþóttu-
maðurinn Jón Þorsteinsson: “Mundi
ekki hægt að skjóta hér upp manni?”
Svo mikil fjarstæða fannst okkur
Guðmundi þessi uppástunga að við
svöruðum henni engu orði. Öldur
sjávarins virtust stöðugt gagna yfir
alla klöppina upp að grösum, svo að
engum manni mundi stætt á henni og
bilið milli brimkálfanna var stutt.
Róðrinum var því haldið áfram inn
með landinu af kappi, en þó með þög-
ulli rósemi. þarna var dálítið hlé af
tanga, sem gengur frá norðurströnd
Reyðarfjarðar, beint suður í fjörðinn
og heitir Haugatangi. Suður af þess-
um tanga, í beinni stefnu, eru tveir
boðar. Heitir annar Grunnboði, en
hinn Djúpboði. A milli boðanna og
lands em tvö sund, venjulega fær
smábátum. En núna var brimið svo
mikið, að það braut á milli beggja
boðanna og lands. Við hefðum því
þurft að fara langt suður í fjörðinn,
eða út í mesta veðurofsann til þess að
krækja fyrir boðana. Til þess treystum
við okkur ekki. Þetta urðu því þriðju
vonbrigðin okkar og nú vom góð ráð
dýr, því hvergi var lendandi fyrir
brimi.”
Þeir Bjami, Guðmundur og Jón létu
bátinn reka austur með landinu til
Naumugilsklapparinnar. Í skjóli fyrir
vindinum ræddu þeir framhaldið. All-
ir vom þeir holdvotir og því vissir um
að þeir myndu ekki lifa nóttina af
vegna kulda ef þeir létu fyrir berast í
víkinni. Að lokum urðu Þeir Bjami
og Guðmundur Jóni sammála um að
eina von þeirra væri að skjóta manni
upp á klöppina, sem síðan hlypi heim
að Krossanesi og leitaði hjálpar við að
koma bátnum og hinum tveimur á
land upp. Var afráðið að Bjami reyndi
að komast upp á Klöppina en gekk
illa. Þá var afráðið að Jón reyndi að
komast upp. Tókst honum það með
naumindum en litlu mátti muna, því
þegar Jón var kominn upp á græn
grös, reið ólag yfir alla klöppina og
engum var þá stætt þar.”
Jón hljóp eins hratt og hann gat
heim að bænum Krossanesi og bað
um hjálp. Farið var að kvölda og má
gera ráð fyrir að þeir Bjami og Guð-
mundur hafi rýnt vongóðir út í
rökkrið í átt að landi. Innan tíðar birt-
ist Jón aftur og stuttu síðar átta menn
af bænum Krossnesi. Bjami segir svo
frá:
“Þrautum ótta og erfiðið var lokið.
Mennimir átta frá Krossanesi, undir
stjóm bóndans Eiríks Þorleifssonar,
hlífðu sér ekki. Þeir óðu út í sjóinn á
móti bátnum og fengu vemdað hann,
svo að hann brotnaði ekki að ráði.
Hann laskaðist þó eitthvað, en ekki
meira en það, að formanninum, sem
var lagtækur, tókst að gera við hann
morgunin eftir til bráðgabirgða, svo
að við gátum komist heim á honum,
er veðrið lægði. Ég skal geta þess, þó
það skipti ekki máli, að ég varð að
smeygja árahlummunum úr lofanum.
Fingumir vom krepptir utan um þá og
réttust ekki fyrr en eftir miðnætti.”
Þeir Bjarni, Guðmundur og Jón
gistu að Krossanesi um nóttina þar
sem þeim var hjúkrað með mikilli
umhyggju og nákvæmni. Morgunin
eftir var komið gott veður og sjóinn
hafði lægt. Ákváðu félagamir því að
róa af stað á ný þrátt íýrir átök dagsins
á undan. Heimkomunni í höfnina að
Vattamesi lýsir Bjami svo:
“Margir menn voru staddir í fjör-
unni til þess að taka á móti okkur og
fagna heimkomu okkar. Þurftum við
ekki að snerta við því að setja bátinn,
því eins margar hendur og að honum
komst, færðu hann í naust fyrir okkur.
Þeir sögðu okkur, að hver einasti
maður á fimm bæjum á Vattarnesi,
hefði talið víst að við hlytum að hafa
farist. Því var ekki trúað, að nokkur
smábátur mundi standast þann veð-
urofsa og stórsjó, sem þá var í Reyð-
arfirð og Vattarnesálum. Þeir sögðu
mér einnig, að konan mín Þómnn J.
Eiríksdóttir, hefði ekki haft fótavist.
Svo nærri henni hefði sorfið sorg og
hugarstríð og dapurlegar framtíðar-
horfur hennar og sonanna fjögurra,
sem vom ungir og sinn á hverju ári.
En jafnframt þessu lýstu þeir hinni
miklu gleði, sem gagntók alla, þegar
sást til bátsins. Þá hefðu konur og
karlar hlaupið á milli bæjanna og kall-
að til þeirra, er þau sáu: “Þeir hafa
ekki farist. Þeir em að koma”: Og
einn galgopinn sagði, að þessar fréttir
hefðu hvað eftir annað verið endur-
teknar, eftir að þær vom öllum kunn-
ar.
Um heimkomuna til eiginkonu og
bama er ekki hægt að skrifa. Ég kann
það ekki. Næmustu tilfinningar liggja
svo djúpt, að lýsingarorðin ná ekki til
þeirra. En það mun ekki hægt að
gleyma því, þegar ástrík eiginkona og
móðir, með augun full af támm, legg-
ur höfuð sitt að bijósti mannsins, sem
hún hefir heimt úr helju.”
Texta þessum er við hæfi að ljúka
með ljóði eftir Einar Svein Friðriks-
son: Til konu minnar:
Ungur þér ég unni mest
á því síst varð þurrðin.
Gamall nú þér get ég best
gefið vitnisburðinn:
Þú hefir mig um lífsveg leitt
ljúfa afbragðs kvinna,
án þín hefði ég aldrei neitt
orkað þarft að vinna.
Mér þú allt í öllu varst,
aldrei það sér leyndi.
Með mér allar byrðar barst
og best, er mest á reyndi.
Bjami Sigurðsson, frá Vattamesi
Sendum starfsfólki og viðskiptavinum
bestu jóla- og nýársóskir
Með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári.
Búðin
F E L L A B Æ 701 Egilsstöðum
Sími 471-1700 & 471-1329