Austri


Austri - 17.12.1998, Blaðsíða 23

Austri - 17.12.1998, Blaðsíða 23
Jólin 1998 AUSTRI 23 Jólabækurnar 1998 Kvískerjabók Ritið er gefið út til heiðurs systkin- unum á Kvískerjum í Öræfum. Fjöldi greina er í bókinni eftir ein- staklinga sem hafa kynnst Kvískerja- heimilinu og átt samstarf við ábúend- ur þar. For- seti Islands heiðrar systkinin með ávarpi fremst í bók- inni en auk hans leggja rúmlega 30 höfundar bókinni til efni. I bókinni birtast nýjar rannsóknir á fjölmörgum sviðum. Kvískerjabók er 304 bls. í stóru broti. Bókin er myndskreytt og með fjölda korta. Ut- gefandi er Sýslusafn Austur-Skafta- fellssýslu á Höfn. Maríuglugginnn Ný skáldsaga eftir Fríðu Á. Sigurð- ardóttur ber titilinn Maríuglugginn, en fjögur ár eru nú liðin síðan Fríða sendi síðast frá sér bók. Þessi tilfinn- ingaheita og hrífandi saga fjallar öðru fremur um leitina að því lífvænlega í heimi sem virðist öðru fremur næra lygina, ótt- ann og grimmdina. Sjaldan hefur skáldlegt innsæi og stíl- gáfa Fríðu Á. Sigurðardóttur risið hærra en í þessari mögnuðu lýsingu á nútímafólki í ótta, gáska, spum - og leit. Utgefandi er bókaútgáfan Forlagið. Saga athafnaskálds - Þor- valdur Guðmundsson í Sfld og físk Þorvaldur Guðmundsson ólst upp í fátækt hjá einstæðri móður, en varð einn af mestu athafnamönnum síðari tíma og hæsti skatt- greiðandi landsins um áratuga skeið. Hann var braut- ryðjandi í ís- lensku at- vinnulífi á ótrúlega mörgum sviðum, setti t.a.m. á laggimar fyrstu rækju- og humarverksmiðju landsins. Margt mun koma á óvart í þessari viðburðaríku og skemmtilegu bók um Þorvald í Síld og fisk, en hann lést á þessu ári. Höfundur bókarinnar er Gylfi Gröndal. Útgefandi er bóka- útgáfan Forlagið. Saga af stúlku Bókin segir frá Auði Ögn Agnars- dóttur, bráðfallegri 17 ára Reykjavík- urmær sem hefur ekki hugmynd um í hvom fótinn hún á að stíga. Saga Auðar og örlög eru svo sannarlega forvitnileg og óhætt að lofa spenn- andi og skemmtilegri sögu. Höfund- urinn, Mikael Torfason, skapar hér dularfulla sögu þar sem hugtök, eins og kynhegð- un, fá nýja merkingu. Inn í sögu- þráðinn blandast höf- undarrödd sem á eftir að koma þægilega á óvart. Saga af stúlku er önnur skáld- saga höfundar, en sú fyrsta, Falskur fugl, kom út í fyrra. Útgefandi er bókaútgáfan Forlagið. Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn Guðrún Hannesdóttir myndskreytir þetta gamla ævintýri sem eins og kunnugt er segir frá karli og kerlingu í koti sínu og nágranna þeirra sem nefnist Kiðhús og er huldumaður. Hann þykir vera viðsjálsgripur og þegar gull- snælda kerl- ingar hverfur er honum kennt um hvarfið. Guðrún Hannesdóttir hefur áður sent frá sér bækumar Gamlar vísur handa nýjum bömum og Fleiri gaml- ar vísur handa nýjum börnum. Út- gefandi er bókaútgáfan Forlagið. Málfríður og tölvu- skrímslið í þessari nýju barnabók Sigrúnar Eldjám segir ffá ævintýmm Málfríðar og Kuggs, en fáar íslenskar söguhetj- ur hafa notið slíkra vinsælda meðal bama og drengurinn Kuggur og vin- konur hans, þær Málfríður og mamma hennar. I þessari nýju sögu segir frá því þegar Kuggur fær dag ein.n tölvubréf frá Málfríði sem býður hon- um að koma og lít'a á nýjan hugbúnað. Kuggur vissi ekki að gamlar kerlingar gætu lært á tölvu en kemst að því gagn- stæða, og því að Tölfríður er engin venjuleg tölva. Útgefandi er bókaút- gáfan Forlagið. Reynisstaðabræður Örlög Reynisstaðabræðra og fylgd- armanna þeirra hafa verið greypt í þjóðarsál- ina í rúmar tvær aldir. Guðlaugur Guðmunds- son segir hér sögu þeirra og styðst við allar tiltækar Guórún Hannesrlóttir Kerling viil hafa nokkuð ritaðar heimildir. Hann rekur at- burðarásina, fyllir í eyður frá eigin brjósti og skapar trúverðuga sögu. Bókin kom fyrst út árið 1968, en í þessari nýju útgáfu er að auki sögur, sagnir og ljóð sem tengjast Reynis- staðabræðrum. Freydís Kristjánsdótt- ir myndskreytti bókina. Útgefandi er Islenskur annáll. Síðasti bærinn í dalnum Þetta sígilda og magnaða ævintýri Lofts Guðmundssonar, sem kvik- myndað var á sínum tíma og sýnt hefur verið að undanfömu í leikhúsi í Hafnarfirði við miklar vinsældir, kemur út í nýrri útgáfu. Fjölmargar myndir úr leikritinu prýða verk- ið. Loftur Guðmunds- son var mik- 01 snillingur í meðferð ís- lenskrar tungu og málið á bók hans Síðasti bærinn í dalnum mjög fagurt. Unga kynslóðin sem nú vex úr grasi fær nú tækifæri til að kynnast þessu rammíslenska ævintýri og njóta töfra þess. Útgefandi er Islenska bókaút- gáfan. Fallið fram af fjalli Bókin er fimmta „Útkallsbók“ Ótt- ars Sveinssonar blaðamanns. Fjórir áhrifamiklir atburðir em efni bókar- innar þar sem spenna og tilfmninga- leg átök einkenna frásögnina. Byggt er á viðtölum við söguhetjurnar, þá sem í hremming- unum lentu, björgunar- fólk og að- standendur. Óttar Sveinsson er hraðrar frá- sagnar og mikillar spennu. Hann kemst vafningalaust beint að efninu og nær strax heljartökum á les- andanum. Hæfni höfundar til þess að skyggnast inn í hugarheim fólks, sem í nauðum er statt og þeirra sem fara til björgunar, er einstök. Útgefandi er Islenska bókaútgáfan. Jörð Ný ljóða- bók frá Ragnari Inga Aðalsteins- syni skáldi og rithöfundi frá Vað- brekku. I bókinni er að finna fág- aða, tæra og seiðandi söngva um tengsl manns og jarðar. í bókinni em 35 ljóð en þetta er sjöunda ljóðabók höfundar. Útgef- andi er Islenska bókaútgáfan. Blöndukúturinn í bókinni eru frásagnir af eftir- úru og harð- snúin yfir- völd. M.a. er sagt frá Hjalta Bjömssyni, sem fór til Þýskalands á stríðsámn- um, var sak- aður um njósnir fyrir Þjóðveija og lenti í fang- elsi í Bretlandi. Þá eru frásagnir af lífi og störfum sjómannskonunnar Herdísar Ólafsdóttur á Akranesi og frækilegum björgunarafrekum á Faxaflóa og Breiðafirði. Útgefandi er Hörpuútgáfan. Lífsgleði Kvæða hver? Bókin er fyrsta ljóðabók höfundar, sem kallar sig Lubba Klettaskáld en heitir réttu nafni Björgvin Gunnars- son. Höfundur er aðeins 18 ára gam- all og stundar nú nám við Mennta- skólann á Egilsstöðum, en er búsettur í Fellabæ. Höfundur hefur frá unga aldri verið duglegur við að semja ljóð og nú loksins er hægt að fjárfesta í af- rakstrinum. Ljóðin eru fyllt húmor en þó alvömgefm með ögn af ádeilu- brag, gott dæmi um X kynslóðina. í garði konu minnar Ný Ijóðabók eftir Guðjón Sveins- son skáld og rithöfund í Mánabergi á Breiðdals- vík. Bókin er tileinkuð öllu skóg- ræktarfólki svo og öðm er ann ræktun og óspilltu umhveríi. Bókin inniheldur 51 ljóð, bæði hefðbundin og óhefðbundin og skiptist hún í fimm kafla. Marietta Maissen, myndlistarmaður, á Hösk- uldsstöðum í Breiðdal myndskreytti bókina með 18 teikningum. Þá eru fimm ljóð á nótum með lögum eftir höfundinn, en um nótnasetningu sá Thorvald Gjerde tónlistarkennari og kórstjóri á Stöðvarfirði. Útgefandi er Mánabergsútgáfan. minnilegum atburðum og skemmti- legu fólki. Höfundurinn, Bragi Þórð- arson, bregður hér upp myndum af lífi fólks í leik og starfi, lýst er átök- um þess við óblíða nátt- vafalítið verða kærkomið ljóðaunn- endum. Útgefandi er Hörpuútgáfan. í þessari nýju bók sem Þórir S. Guðbergsson skráði riija fimm þekkt- ir Islendingar upp liðnar stundir og lífsreynslu. Þeir slá á létta strengi og þunga eftir viðburðaríka ævi og leyfa lesendum að skyggnast inn í heim minning- anna. Þeir sem segja frá eru Halldór Gröndal, fyrrverandi sóknarprestur, Jóna Rúna Kvaran, rit- höfundur og sjáandi, Rannveig Böðv- arsson, húsmóðir, Róbert Amfinns- son, leikari og Sigríður Þorvaldsdótt- ir, leikkona. Útgefandi er Hörpuút- gáfan. Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna Ljóðin í þessu úrvali mynda eins- konar ljóðsögu. Þau byrja á ljóðum um að vera bam, sem síðar vex upp, verður unglingsstúlka, kona. Ljóð geta sagt hið ósegjanlega, það sem ekki er hægt að segja og það sem ekki má segja. Konum sem yrkja er ekkert mannlegt óviðkom- andi og eitt af einkennum ljóða þeirra er einmitt dulin saga sem oft liggur að baki ljóðanna. Þetta ljóðaúrval Silju Aðalsteinsdóttur er nýstárlegt og mun Hæstvirtur forseti son frá Hriflu, Lúðvík Jósepsson, Sverri Her- mannsson, o.fl.. Höf- undamir Hér segir frá ótal nafngreindum al- þingismönnum, lífs eða liðnum, strákapörum þeirra, mistökum og glæsistundum. Má þar nefna Davíð Oddsson, Halldór Ás- grímsson, Ólaf Thors, Jónas Jóns- Guðjón Ingi Eiríks- son og Jón Hjaltason hafa áður gefið frá sér söfn af gamansögum, fyrst af íslenskum prestum og svo af íslenskum íþrótta- mönnum. Útgefandi er bókaútgáfan Hólar. Guðjón Ingi Eiríksson og jón Ujahason Hæstvirlur forscti Gamansögur af íslcnskum alþingismönnum (3s/uim« ^ (jfeói/cij/Htyó/(f ()(£/iussíulififf* á ÆomancU/ áiH. Svavar og Kolbrún Egilsstöðum

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.