Austri - 17.12.1998, Side 24
24
AUSTRI
Jólin 1998
Náttúrudjásn
á Austur-Héraði
Höfundur þessarar greinar hefur
nýlega lokið við ritverk er nefnist
“Náttúrumæraskrá og náttúrulýsing
Fljótsdalshéraðs”, og byggist á
skoðunarferðum hans síðastliðin 10
sumur, auk tiltækra heimilda.
I skránni er getið fjölmargra
staða og svæða (náttúrumæra), sem
skara fram úr hvað snertir landslag
eða lífríki, og því er talin sérstök
ástæða til að halda verndarhendi
yfir. Reynt er að áætla verndargildi
hvers staðar, og í samræmi við það
hafa þeim verið gefnar einkunnir
eða “stjörnur”. Þetta mat er per-
sónulegt og getur oft orkað tvímæl-
is. Ber því að skoða það sem tillög-
ur fremur en endanlegar niðurstöð-
ur. Einnig eru lagðar fram uppá-
stungur um stærri verndarsvæði,
sem nefnd eru griðlönd í skránni, og
innifela þau oftast nokkur náttúru-
mæri.
Hér á eftir verður stuttlega greint
frá þeim stöðum sem taldir eru í
hæsta verndarflokki í hinu nýja
sveitarfélagi sem kallast Austur-
Hérað. Staðirnir verða raktir eftir
sveitum og byrjað út við sjóinn.
Eintak af skránni er á Héraðsskjala-
safni Austurlands, Egilsstöðum og
væntanlega verða viðkomandi hlut-
ar hennar á skrifstofum hreppanna.
Hj altastaðaþinghá
Margir telja Hjaltastaðaþinghá
fegurstu sveit Héraðs. Þar hafa ýms-
ir frægir landslagsmálarar dvalið,
svo sem Asgrímur og Kjarval. Víst
er að landslag í sveitinni er óvenju
fjölbreytt, og miðhluti sveitarinnar
er vaxinn birkikjarri. Mikið er um
votlendi (blár), vötn og tjarnir. Til-
laga er gerð um eftirfarandi grið-
lönd: Unaósgriðland, Dalagriðland,
Kóreksstaðagriðland, Hj altastaða-
griðland, Eyjagriðland, Glámu-
griðland, Ketilsstaðagriðland og
Hrjótargriðland (að hluta í Eiða-
þinghá). Sum þeirra eru samliggj-
andi og stutt á milli þeirra flestra,
svo að sveitin má raunar skoðast
sem eitt samfellt verndarsvæði.
Verulegur hluti hennar er nú þegar á
opinberri náttúruminjaskrá. Sveitin
tengist Borgarfjarðarhreppi, sem
einnig er mjög fjölbreyttur að lands-
lagi og vinsælt ferðamannaland. Sex
staðir eru skráðir í 1. flokki og
fimmtán í 2. flokki í sveitinni.
Stapavík. Afar sérkennileg vík í
sjávarbjörgum við Héraðsflóa að
austanverðu, með klettabríkum og
stöpum, þar á meðal háum og mjó-
um drangi, er minnir á egypskan
obeliska. Lækur fellur í fossi ofan í
víkina. Þar eru leifar af löndunar-
búnaði frá fyrri hluta þessarar aldar.
Innan við víkina eru sérkennilegir
klettabásar, en utan við hana eru Ós-
flug, með fagurlega grónum syllum
og fuglavarpi. Um klukkustundar
gangur er í víkina frá Unaósi.
Stórurð í Urðardal vestan undir
Dyrfjöllum, er tungulaga urðar-
dyngja, með gríðarlegu stórgrýti,
sem er mestmegnis úr þursabergi,
og hefur borist sem urðarjökull ofan
úr fjöllunum. Víða eru lækir, tjarnir
og grasblettir á milli steina, sem á
hinn bóginn eru vaxnir mosa og
skófum. Urðin þykir sérkennilega
fögur. Gengið er í Stóruð af Borgar-
fjarðarvegi ofan við Unaós eða af
Vatnsskarði, og er það um tveggja
stunda gangur. (Sjá Austfjarðafjöll
Hjörleifs Guttormssonar, bls. 186).
Dyrfjöll eru tignarlegust fjalla í
Austfjarðafjallgarðinum, séð frá
Héraði eða Borgarfirði. Þau eru
landsþekkt, og hafa fá fjöll oftar
verið viðfangsefni málara. Steinþór
Eiriksson mun hafa málað meira en
hundrað myndir af þeim. Dyrfjöll
eru leifar af mikilli eldstöð frá tertí-
ertíma jarðsögunnar, og þar er að
finna fjölbreytt-
ar berggerðir og
tegundir. Aðal-
tindarnir eru
tveir, Ytri- og
Innri-Dyrfjalla-
tindur (1136 og
1074 m y.s.), en
milli þeirra er
djúpt skarð,
með þverhnípt-
um veggjum,
sem eru Dyrnar.
(Lúðvík Gúst-
afsson hefur
rannsakað fjöll-
in og samið
doktorsritgerð
um þau á
ensku).
Kóreksstaða-
vígi er fagur-
mótaður kúpu-
laga stuðla-
bergsklettur, um
10 m hár, sem
rís upp af sléttu
mólendi, stutt
fyrir utan bæinn
(eyðibýlið)
Kóreksstaði.
Kollur hans er
kjarri vaxinn,
og þar er
smátótt.
Þjóðsagan segir
að Kórekur hafi
varist á klettin-
um og sé þar
heygður. Vígið
er hluti af
stuðlabergslagi
miklu, er liggur
um Hjaltastaða-
þinghá þvera,
en sjór hefur víða myndað kletta-
belti í lagið, þegar hann lá hærra en
nú í lok Isaldar. (Nánar í grein
minni í Glettingi, 1. árg. (1), 1991).
Stuðlaklettar við Selfljót hjá
eyðikotinu Litlu-Jórvík eru hluti af
sama stuðlabergslagi, afar falleg
klettaþil og básar meðfram fljótinu,
sem rennur þar lygnt og breitt. A
einum stað vex reynihrísla út á milli
stuðlanna. Fornar rústir eru í Litlu-
Jórvík. Um klukkustundar gangur er
frá Kóreksstöðum til vesturs að
þessum stað, þvert yfir móa og lága
ása.
Bjargið hjá eyðibænum
Hrollaugsstöðum er þriðji stuðla-
bergsstaðurinn í þessu sama lagi, og
gefur hinum ekkert eftir hvað feg-
urð snertir. Austan í bjargið gengur
hvolf, er líkist hóffari að lögun.
Heima við bæinn eru sérkennilegir
drangar, er kallast Strípar.Hægt er
að aka gamlan veg að bænum, eða
ganga af þvert austur af þjóðvegi
innan við Ásgrímsstaði, sem tekur
um hálftíma hvora leið.
Eiðaþinghá
Eiðaþinghá er ekki eins fjölbreytt
að landslagi og Hjaltastaðaþinghá.
Þar er þéttari byggð og meiri rækt-
un. Athyglisverðasta svæðið er
Eiðavatn og umhverfi þess, sem
talið er í öðrum flokki. í vatninu er
Eiðahólmi, skógi vaxinn, sem á sér
merkilega sögu. í Ásunum innan og
neðan við vatnið hefur vaxið upp
nýr Eiðaskógur með sjálfgræðslu.
Við Húsatjörn neðan við Eiða, er
mjög fagurt umhverfi, og tjörnin er
óvenju lífrík. Lagt er til að land
jarðanna Grafar, Eiða, Fljótsbakka
og Snjóholts, neðan vegar, myndi
Eiðagriðland. Auk þess er Gilsárgil í
2. flokki. (Olnbogafoss í Gilsá ætti
kannski að vera í 1. flokki).
Egilsstaðir
I umdæmi Egilsstaðahrepps
(gamla) eru Eyvindarárgil og Ey-
vindardalur, sem hafa til jafnaðar
hátt verndargildi, og eru að hluta til
á opinberri náttúruminjaskrá. Þrír
staðir eru skráðir í 1. flokki, og 12 í
öðum flokki. Lagt er til að allur Ey-
vindardalur með afdölum verði Ey-
vindardalsgriðland, sem gæti tengst
Áreyjagriðlandi í Reyðarfirði. Auk
þess er lagt til að Egilsstaða- og
Finnsstaðanes myndi Nesjagriðland
og Egilsstaðaskógur verið sérstakt
griðland.
Eyvindarárgil (Ranar) við Ey-
vindarárbrú. Mjög sérstakur staður,
þar sem áin hefur brotist í gegnum
margfalda bergganga, og skógur
vex ofan í gilið. Þangað er örstutt
ganga af þjóðvegi innan við brúna.
(Annar álíka sérstakur staður er í
gilinu ofan við Prestakershöfða, en
þar er smáfoss í ánni).
Fardagafoss í
Miðhúsaá. Al-
kunnur foss, sem
sést víða af Hér-
aði. Hægt er að
ganga á bak við
hann um hellis-
hvelfingu, og
horfa þaðan í
gegnum vatns-
bununa niður yfir
þéttbýlið. Um
hálftíma gangur
er að fossinum frá
Seyðisfjarðarvegi
neðan við gilið.
(Nánar í grein
minni í jólablaði
Austra 1987, og í
grein Gunnars
Hersveins í Morg-
unblaðinu 28. 8.
1997).
Dalhúsahólar
eru malarhólar og
hryggir, ákaflega
formfagrir, sem
myndast hafa af
framburði jökul-
vatns í lok Isaldar.
I hólunum er tjöm
og lækir liðast í
gegnum þá. Dal-
húsaskógur vex
fast að þeim að
ofanverðu, og á
milli þeirra, og á
þeim vex mikið af
melasól. Hólarnir
blasa við af þjóð-
vegi hinum megin
í dalnum, en til að
komast í þá þarf
að vaða yfir ána,
eða ganga utan frá
Miðhúsum, sem er um klukkutíma
gangur. (Nánar í grein Eddu Björns-
dóttur í Snæfelli 1992).
Austur-Vellir
Þessum sveitarhluta svipar til
Eiðaþinghár að landslagi, en þó er
fjallshlíðin fjölbreyttari, bæði að
landslagi og gróðurfari, enda má
svo kalla að hún sé öll skógi vaxin
neðantil. Er lagt til að hún myndi
samfellt griðland, Austurvalla-
griðland. Innan marka þess er m.a.
Eyjólfsstaðaskógur og sumarhúsa-
þorpið þar. I skóginum er náttúrleg-
ur “Laufskáli”, myndaður af gömlu,
margstofna reynitré. Auk þess er
stungið upp á Vallanesgriðlandi á
ytri hluta Vallaness, og strönd Lag-
arfljóts út að Hrafnavík. Ekkert
svæði er skráð í fyrsta flokki á Aust-
ur-Völlum, en 4 í öðrum flokki.
Þeirra merkast er Grímsárgil, sem
gæti að hluta til fallið í 1. flokk.
(Þannig hefði Grímsárfoss líklega
flokkast, ef hann hefði ekki verið
skemmdur).
Skriðdalur
Skriðdalur er einn hinna þriggja
megindala Héraðs, en þeir eru hver
öðrum ólíkir. Landslag í Skriðdal er
sérstætt og þar eru fögur og rismikil
fjöll. Austurfjöllin einkennist öðru
fremur af ljósu líparíti, og eru hlutar
af mikilli eldstöð, er þarna var á ter-
tíertíma, fyrir milljónum ára. Inn í
hlíðina skerast nokkrir afdalir, sem
víða eru sérlega litskrúðugir, og
fram úr þeim liggja marglit gil og
aurar. Austurhlíðin er víða vaxin
kjarrskógi. Dalurinn skiptist um
Múlann í Suður- og Norðurdal. I
Suðurdal er stöðuvatn og þar er
óvenju mikið um berghlaup. Líta
má á Suðurdal sem samfellt
griðland, og hann er að hluta til á
opinberri náttúruminjaskrá. Þrír
staðir eru skráðir í 1. flokki og 10 í
öðrum flokki. Tillaga er gerð um
eftirfarandi griðlönd: Hjálpleysu-
griðland, sem nær yfir austurfjöllin
frá Hetti að Þórudal, Haugagriða-
land, Þingmúlagriðland, Geitdals-
griðland, Hjallagriðland og Sauð-
hagagriðland (sem tilheyrði Valla-
hreppi).
Jókugil er farvegur árinnar Jóku,
sem kemur af Þórudal. Það er frem-
ur þröngt og hrikalegt í dalsmynn-
inu, skógi vaxið að utanverðu, en
neðan við dalinn breikkar það og
verður ákaflega litskrúðugt, með
svörtum bergbríkum, sem mynda
“dyr” á nokkrum stöðum, en milli
þeirra eru gular, grænar og rauðar
líparítskriður, sumsstaðar þaktar af
grænu birkikjarri. Stutt er að ganga í
gilið af þjóðveginum, og má bæði
fara eftir botni þess eða meðfram
því.
Haugahólar eru geysmikið hóla-
hrúgald, innan við bæinn Hauga í
Suðurdal Skriðdals, sem virðist vera
berghlaup úr Haugafjalli, og mun
vera með stærstu og efnismestu
berghlaupum í landinu, þekur um
450 ha svæði. Það er víða mjög
stórgrýtt, með ýmsum bergtegund-
um, og myndar áberandi hryggi og
hóla neðantil, sem minna á Vatns-
dalshóla í Húnavatnssýslu. Nokkur
kjarrgróður er um alla hólana. Þjóð-
vegurinn (Hringvegur 1) liggur
þvert í gegnum hólana, meðfram
Langahrygg. Undan hólunum
sprettur Háugakvísl, lindá, sem
aldrei leggur. Fomar bæjartættur eru
neðst í hólunum. Hlaupið er talið
um 4 þúsund ára gamalt. (Nánar í
grein Árna Hjartarsonar í Náttúru-
fræðingnum 60. árg. 1990, og í
grein minni í Snæfelli 1994).
Múlakollur og Hraun. Múlakoll-
ur er mjög sérkennilegt fjall, 538 m
y.s., sem rís upp af ytri enda Múl-
ans, er skiptir Skriðdal í tvennt. í
efri hluta fjallsins er afar þykkt
kubbabergslag, sem klofnar í risa-
stóra og flatvaxna stuðla, en ofan á
því eru þynnri lög af stuðlabergi.
Undir þeim eru setlög með stein-
„Úr Stapavík. Afar sérkennileg vík ísjávarbjörgum við Héraðsflóa að austanverðu,
með klettabríkum og stöpum, þar á meðal háuin og mjóum drangi, er minnir á
egypskan obeliska. ”