Samtökin '78 - Sjónmál - 15.05.1991, Síða 2

Samtökin '78 - Sjónmál - 15.05.1991, Síða 2
2 Sjónmál í Sjónmáli Um árabil hafa Samtökin 78 gefið reglulega út fjölritað fréttabréf þar sem sagðar eru fréttir af vett- vangi félagsins og birtar stuttar greinar. Okkur þyk- ir þröngur stakkur skorinn með slíkri útgáfu og förum þess vegna „á flot við ísa brot“ með frétta- blað í breyttum búningi. Við vonum að tiltækið mælist vel fyrir og verði til þess að fjölga félags- mönnum - þeir fá blaðið nefnilega sent heim til sín! Hér verða sem fyrr sagðar fréttir af starfsemi Samtakanna 78 og birtar greinar af ólíku tagi um málefni okkar, áhugamál og menningu. Ögn af borgarslúðri látum við fylgja með eins og sönnu ís- lensku fréttablaði sæmir, við birtum fréttir utan úr heimi, svo og innlendan og erlendan skáldskap eftir lesbíur og homma. Okkur er lífsnauðsyn að líta stöku sinnum upp af naflanum og öðlast víðari sjóndeildarhring - enda er margt í sjónmáli ef menn nenna að skima í kringum sig. En til þess þarf ritfæra og ritglaða fréttamenn og við lýsum því eftir fólki í ritnefnd. Það er stefna okkar að gefa í Sjónmáli allgóða mynd af því sem efst er á baugi í heimi homma og lesbía á hverri tíð. Við lifum nefnilega á merki- legri tímum en marga grunar. Svo hart sem það er að lifa í skugga alnæmis þá hefur sjúkdómurinn gert tilvist okkar sýnilega, þögnin er ekki lengur hlutskipti okkar. Á okkur er tekið meira mark í þjóðfélagsumræðunni en nokkru sinni fyrr, skemmtistaðir á íslandi gera núna í fyrsta skipti heiðarlegar tilraunir til að höfða til okkar sem við- skiptavina og þeir sigrar sem unnist hafa gagnvart löggjafarvaldinu í nágrannalöndunum munu hafa sín áhrif hér á landi - og það fyrr en margan grunar. Þetta fyrsta tölublað er ekki stórt að vöxtum. Þykktin minnir suma á Alþýðublaðið, aðra á Þjóð- viljann. Blaðsíðufjöldinn mun ráðast af efninu sem fyrir liggur hverju sinni því við erum hagsýn og sníðum okkur stakk eftir vexti á hverri tíð. Við heit- um á ykkur, ágætu lesendur, að styðja útgáfuna með ráðum og dáð. Það gerið þið ekki síst með því að gerast félagsmenn í Samtökunum 78. Sjónmál Útgefandi Samtökin 78 Félag lesbía og homma á Islandi Pósthólf 1262 - 121 Reykjavík Ritnefnd Ámi Kristjánsson Lilja Svanbjörg Sigurðardóttir Veturliði Guðnason Þorvaldur Kristinsson Ábyrgð Lilja S. Sigurðardóttir Ljósmyndir Halla Frímannsdóttir og fleiri Umbrot Þorvaldur Kristinsson og Jón Proppé Prentun Prentstofa G. Benediktssonar Merktar greinar í Sjónmáli eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og túlka ekki endilega stefnu útgefanda. Baráttan fyrir réttlátri löggjöf Framhald af forsíðu hún í einu orði sagt frábært starf. Frumvarp var síðan lagt fram á Alþingi árið 1989 en ekki tókst að koma því í gegn á því þingi. I þessu nýja frumvarpi eru öll sérákvæði varðandi samkyn- hneigða úr gildi numin, því eins og segir þar á einum stað: „Mið- að við nútímaviðhorf gagnvart samkynhneigðum er ákvæðið úrelt.“ Þá er kveðið á um 14 ára lágmarksaldur fyrir alla án tillits til kynhneigðar, en 16 ár ef viðkomandi unglingur hefur sannanlega verið tældur til makanna með blekkingum eða gjöfum. Það verður mikill sigur fyrir okkur þegar frumvarpið öðlast samþykki og við reynum að beita áhrifum okkar til að svo megi verða. Það er samt bara fyrsta skrefið fram á við. Kvennalistinn í vetur höfðu lesbískar konur innan Kvennalistans frumkvæði að því að semja sérstakan kafla í stefnuskrá flokksins fyrir kosningar þar sem kveðið er á um afnám misréttis gagnvart samkynhneigðum og hlaut þessi kafli fullan stuðning kvennanna í flokknum. Sigurborg Daða- dóttir, frambjóðandi í 2. sæti á lista Kvennalistans í Norður- landskjördæmi eystra, gerði rétt- indi okkar að einu helsta baráttumáli sínu í opinberri um- ræðu fyrir kosningar. Og á framboðsfundi Kvennalistans í vor lýsti Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir því yfir að hún væri reiðu- búin að vinna málum okkar þann framgang á þingi sem í hennar valdi stæði. Því mun hún að undirlagi Samtakanna 78 leg- gja fram þingsályktunartillögu á Alþingi í haust. Sú tillaga er í meginatriðum efnislega sam- hljóða þeirri sem lögð var fram 1985. Hvers vegna þingsá- lyktunartillaga? „Hvers vegna veljið þið þessa leið?“ er oft spurt. „Við þurfum lagaákvæði og lagabreytingar. Hvaða gagn gerir svona þingsá- lyktun ef hún verður samþykkt?“ Því er til að svara að það er sjálfsögð og eðlileg krafa lög- gjafarvaldsins að lagasetningar séu rækilega ígrundaðar og rök- studdar. Ef byrlega blæs og stjómskipuð nefnd kemst á lagg- imar, mun hún safna vitnisburð- um, draga upp eins konar „landakort" af stöðu mála á ís- landi og ljúka starfi sínu með því að senda frá sér skýrslu um misrétti það sem samkynhneigðir búa við hér á landi. Einungis með slík gögn í höndunum er hægt að leggja fram fmmvarp til laga sem vemda rétt homma og lesbía og veita þeim jafnan rétt á við aðra. Okkar ábyrgð Slíkt er mikil vinna og mun að líkindum taka sinn tíma. En við getum haft áhrif þar á - hvert eitt einasta okkar. Samtökin 78 munu í sumar kynna skipulagða gagnasöfnun sem félagið stendur fyrir. Við munum safna vitnis- „Saga okkar fer alltof leynt og sumra er harla sorgleg. En við getum gert hana að góðri sögu með því að tileinka okkur meiri sjálfsvirðingu - meira sjálfsálit.“ burðum um ólíka reynslu fólks og verður hún kynnt hér í næsta tölublaði. Við munum þar m.a. mælast til þess að þeir sem orð- ið hafa fyrir misrétti vegna kyn- hneigðar sinnar á vinnustöðum, á leigumarkaði, á skemmtistöðum segi sögu sína. Við viljum heyra frá þeim sem þurft hafa að berj- ast fyrir foreldrarétti sínum, og frá þeim sem hafa verið lagðir í einelti í skólum vegna kyn- hneigðar og jafnvel flosnað upp úr námi af þeim sökum. Við þurfum líka vitnisburði um mis- réttið sem viðgengst í „hinni heilögu fjölskyldu“ og svo má enn telja. Eðli málsins sam- kvæmt verður nafn fólks hvergi nefnt í þessum vitnisburðum. Ef við leggjumst á eitt þá get- um við flýtt ótrúlega fyrir fram- gangi mála á Alþingi. Enginn skal samt skilja þessi orð svo að í þeim felist sú trú að með lög- um tryggjum við mannréttindi okkar í eitt skipti fyrir öll. En lagabálkar eru engu að síður stefnumarkandi fyrir þá mannasiði sem hvert samfélag setur sér - fyrir það hvaða hegð- un telst leyfileg, góð og gild. Rjúfum vítahringinn „Eigum við þá að velta okkur upp úr fortíðinni?“ kann einhver að spyrja? Ó nei, aldeilis ekki. Gagna- söfnun af þessu tagi á ekkert skylt við sjálfsvorkunn og píslar- vætti. En það er skylda okkar gagnvart komandi kynslóðum homma og lesbía (og þau munu fæðast svo lengi sem þessi bless- aða þjóð heldur áfram að geta böm) að búa svo í haginn að saga liðinna áratuga endurtaki sig ekki til eilífðar. Saga okkar fer alltof leynt og sumra er harla sorgleg. En við getum gert hana að góðri sögu með því að til- einka okkur meiri sjálfsvirðingu - meira sjálfsálit og rofið víta- hringinn sem meðal annars felst í réttindaleysi okkar. Það eru einungis aular sem alltaf trítla endalaust í hring.

x

Samtökin '78 - Sjónmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Sjónmál
https://timarit.is/publication/1490

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.