Samtökin '78 - Sjónmál - 15.05.1991, Síða 5

Samtökin '78 - Sjónmál - 15.05.1991, Síða 5
Sjónmál 5 Þorirðu að sofa hjá manni sem hóstar? Undanfarin ár hefur mikið verið rætt og skrifað um al- næmi. Hvort sem okkur líkar betur eða verr er það orðið þáttur í hversdagsreynslu okkar. Við höfum öll tekið einhverja afstöðu til veirunnar hvort sem við erum jákvæð eða neikvæð. Við högum okkur í sam- ræmi við það og orðið alnæmi veldur ekki lengur beinum hræðsluviðbrögðum. En þótt óttinn hafi þokað merkir það ekki að við höfum unnið úr hræðslunni og öðlast eðlilegt viðhorf til jákvæðis og smithættu. Hátta- lag okkar slær oft á eigin ótta en verndar ekki gegn smiti. Spyrðu góðan, neikvæðan, vin hvort hann geti hugsað sér að sofa hjá jákvæðum. Eða spyrðu hann hvort jákvæðir eigi að segja frá greiningu sinni áður en þeir fara í sex. Þá kemurðu yfirleitt af stað heilu flóði af útskýringum, málalengingum, afsökunum, hræðslu og ótta sem hann hefur ekki unnið úr. Sumt er byggt á rökum, annað er fjarri allri skynsemi. Við hefðum mörg gott af því að endurskoða viðhorf okkar og umgengni okkar við veiruna. Við byrjum þá um- ræðu með ávarpi sem Jerry Kampf, félagi í Pluss, já- kvæða hópnum í Noregi, flutti á ráðstefnu norska alnæmisfélagsins í Osló í haust. Vinakynni Fertugur maður sem hefur áhuga á útiveru og notaleg- um samverustundum óskar eftir kynnum við mann á svipuðum aldri. Skrifaðu mér í pósthólf 1262, 121 Reykja- vík og merktu umslagið „Allt er fertugum fært“. Þú færð örugglega svar til baka! 26 ára Þjóðverji í A-Berlín vill eignast íslenska bréfavini. Áhugamálin eru fjölbreytt, hann er menntaður í félags- fræðum og hefur starfað við þýska ríkissjónvarpið og við stofnanir sem vinna að fé- lagslegum könnunum. Hann segir að nýr heimur hafi opn- ast fyrir sér við sameiningu þýsku ríkjanna og upp á síðkastið hafi hann m.a. lagt lið í sjálfsstyrktarhópum homma í Berlín. Heimilis- fangið er: Jens U. Lohberger Bremestrasse 51 0-1100 Berlin Alexander er 23 ára Rússi í Síberíu og óskar eftir penna- vinum á íslandi. Hægt er að skrifa honum á ensku. Hann er læknastúdent á fimmta ári og nefnir kvikmyndir, leik- hús, tónlist, sund og bóklest- ur sem áhugamál. Bjartsýnismaður, viðkvæmur, heiðarlegur, húmoristi og ein- lægur aðdáandi myndarlegra karlmanna. Svo segir hann. Alexander Horshev RO.Box 73 Bamaul - 99 656099 USSR Jákvæðir dregnir í dilk eftir Jerry Kampf Pluss Hér eru sorgir og gleði kynlífs- ins til umræðu. Ég verð oft var við að fólk telur víst að fyrst ÉG sé jákvæður hljóti ég að lifa ömurlegu kynlífi. Það er nú ekki alveg rétt því eiginlega er eng- inn stórmunur á mínu kynlífi og þínu. Það gengur svona upp og niður rétt eins og hjá þér. Eini munurinn er sá að ég er jákvæð- ur og það setur ákveðin tak- mörk. Langoftast ert það þó ÞU sem setur nautninni takmörk því ég er alveg með það á hreinu hvers konar sex ég má stunda en það ert þú ekki. Þú ert ekki með þitt kynlíf á hreinu og þess vegna óskarðu eða krefst þess af mér að ég segi þér að ég sé já- kvæður. En hvaða máli skiptir þótt ég sleppi því að segja þér það? Ég myndi ekki þora að fara í hættulegt sex með þér þótt ég væri neikvæður. Þú vilt vita það til þess að að geta útilokað mig. Og hvers vegna viltu útiloka mig? Jú, það er vegna þess að þú stundar ekki öruggt kynlíf. Kannski gerirðu það í níu af hverjum tíu skiptum sem þú sefur hjá en ekki í tí- unda skiptið. Og það veistu. Þess vegna viltu hafa möguleik- ann á að útiloka mig. Það er sjaldan eða aldrei rætt um það að í kynlífi taka menn þá áhættu að smitast af kvefi eða flensu. Jákvæðir hafa minna mótstöðuafl svo slíkt getur haft slæmar afleiðingar en fæstir líta á málið frá þeirri hlið. Nei, við Því skyldu jákvæðir segja bólfélögum sínum frá greiningunni? Allir eiga að stunda öruggt kynlíf og þá er ekkert að óttast. eigum að segja frá og bera ábyrgðina á því að við erum já- kvæðir. Hvað um gagnkvæma ábyrgð? Þú verður að læra að taka ábyrgð á þínu eigin kynlífi rétt eins og ég geri í hvert sinn sem ég sef hjá. Hugsaðu þér að þú hafir krækt þér í virkilega álitlegan gæja eða píu, allt sé komið á fulla ferð og stefni bara í eina átt. Við þær aðstæður finnst mér ekki vera rétti tíminn til að segja að ég sé jákvæður því sú um- ræða tekur einn til tvo klukku- tíma og þá er öll spenna farin forgörðum. Þetta veldur því að ég kýs oftast að fara einn heim í bólið og þá er kynhvötin mér til ama. Það er háskalegt því kynhvötin er ein sterkasta hvöt mannsins og sjálfur met ég hana einna mest allra minna hvata. Mér þykir sex vera afar forvitnilegt fyrirbrigði, nokkuð sem maður fær aldrei kannað til fulls. Strax og maður fer að þora að leika sér með kynhvötina fer maður að kynnast sjálfum sér svolítið betur. I þeim leik gildir aðeins ein regla: Langi þig til þess er það leyfilegt. Við tölum bara svo sárasjald- an um kynlíf. Hve margir ræða um síðustu kynlífsreynslu sína, um ánægjustundir og ósigra? Við verðum að læra að taka sjálf okkur alvarlega og virða leyndar óskir án þess að óttast þær. Það sem háir okkur mest að mínu mati er það að við höfum ekki lært að tjá okkur á kynferðis- sviðinu, að þora að sýna ástvin- inum: svona er ég, þetta finnst mér gott, þetta vil ég ekki. Af eigin reynslu get ég sagt að eftir að ég varð jákvæður og fór að pæla af alvöru í kynlífi mínu hef ég líka komist að ýmsu um skapgerð mína og per- sónuleika, um ástæðumar fyrir hegðun minni og viðbrögðum. Mér óaði við sumu - það er allt að því ógnvænlegt að kynnast nýjum hliðum á sjálfum sér. Oft er það eitthvað sem maður hefur bælt niður langalengi af því að það telst öfuguggaháttur. Það er ekki til neinn öfuguggaháttur í kynlífi, það er bara orð sem þú velur og byggist eingöngu á þín- um eigin hugsunarhætti. Auðvit- að ertu ekki fyrir allt í sexi, það er ég ekki heldur, en ég kalla það ekki öfuguggahátt af því að mér líkar það ekki. Sjálfsagt finnst einhverjum það vera öf- uguggaháttur af mér að vera hommi. Það sem skiptir máli er að bera virðingu fyrir öðrum og kynlífi þeirra en allra mikilvæg- ast er þó að bera virðingu fyrir sjálfum sér og eigin kynhvöt. Úr Lovetann 2 - 1991 Munið félagsgjöld Samtakanna 78, við þurfum á stuðningi ykkar að halda!

x

Samtökin '78 - Sjónmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Sjónmál
https://timarit.is/publication/1490

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.