Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.04.1994, Side 2

Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.04.1994, Side 2
2 S JÓNARHORN Miklir íþróttaleikar og hátíðahöld í júní New York - New York Ljóst er að New York verður mið- stöð menningarlífs homma og lesbía í sumar. Þann 18. júní hefj- ast þar alþjóðlegu íþróttaleikam- ir, Gay Games, þeir fjórðu í röð- inni, og standa í viku. Tveir þeir fyrstu voru haldnir í San Fran- cisco, þeir þriðju í Vancouver og nú eigum við von á þeim fjöl- mennustu og glæsilegustu í mið- borg New York. Gert er ráð fyrir að um 15.000 manns keppi á leikunum og mikill múgur kvenna og karla flykkist líka til borgarinnar til að njóta fjöl- breyttra. menningarviðburða á sama tíma því um leið er haldin mikil menningar- og listahátíð samkynhneigðra, sú mesta í heim- inum frá upphafi, að því að talið er. Þar er hvaðeina að finna, tónlist, dans leiklist, myndlist, ljósmynd- un, arkitektúr. í lok júní halda lesbíur og hommar í New York upp á þau tímamót að 15 ár eru liðin frá Sto- newall-uppreisninni í Greenwich village. Líklegt er að Gay Pride gangan verði skrautlegri og fjöl- mennari en nokkru sinni fyrr í borginni. Sjónarhorn mun kosta kapps um að senda fréttaritara sinn í borginni á staðinn. Randy Shilts látinn úr alnæmi „Það hræðilega bitnaði á mönnum sem skiptu mig máli“ Árið 1987 kom út í Bandaríkjun- um bók sem vakti umsvifalaust heimsfrægð. And the Band Played On nefndist hún og höfundurinn var ungur blaðamaður í Kalifom- íu, Randy Shilts. Hann hafði áður vakið athygli fyrir ævisögu Har- veys Milk, en hér fór ekki milli mála að um tímamótaverk var að ræða. Einstætt afrek Aldrei fyrr né síðar hefur einum manni tekist að safna saman á bók jafn lifandi lýsingum á hlutskipti þeirra sem sýkjast af alnæmi og varla á nokkur einn maður í banda- rískum útgáfuheimi jafn stóran þátt í því og Randy Shilts að opin- bera sögu þeirra sem urðu fómar- lömb alnæmis á síðasta áratug og upplýsa heiminn um örlög þeirra. Erfítt hlutskipti Randy Shilts kom úr felum tvítug- ur að aldri og smitaðist af HIV- veirunni tæpum áratug síðar. Síð- ustu árin vann hann að bók um sögu homma í Bandaríkjaher sem hann nefndi Conduct Unbecom- ing. Allt lífsstarfið einkenndist af skýrri meðvitund hans um hlut- skipti sitt sem homma, það var afl- vaki ritverka hans og knúði hann til ábyrgðar í verkefnavali sínu. Því eins og hann sagði... ... þegar „The Band“ kom út fyrir sex ámm: „Sérhver dugandi blaða- maður hefði getað skráð þá sögu sem mér tókst að koma á bók. En ástæðan fyrir því að einmitt ég gerði það, er líkast til sú að ég er hommi. Allt það hræðilega sem bókin segir frá bitnaði á mönnum sem mér þótti vænt um og skiptu mig máli.“ Randy Shilts lést af völdum al- næmis á heimili sínu í Guemeville, Kalifomíu í lok febrúar, 42 ára að aldri. Newsweek Útgefandi: Samtökin 78 Félag lesbía og homma á Islandi Pósthólf 1262- 121 Reykjavfk Ritnefnd: Lilja Svanbjörg Sigurðardóttir, Veturliði Guðnason, Þorvaldur Kristinsson. Abyrgð: Lilja S. Sigurðardóttir Höfundar efnis í þessu blaði: Haukur F. Hannesson, Heimir Már Pétursson, Hermann Hesse, Lilja S. Sigurðardóttir, Stella Hauksdóttir, Walt Whitman, Þorsteinn Gylfason, Þorvaldur Kristinsson. Umbrot: Þorvaldur Kristinsson og Jón Proppé Prentun: G. Ben. prentstofa hf. Merktar greinar í Sjónarhorni eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og túlka ekki endilega stefnu útgefanda. Ritnefnd áskilur sér rétt til að hafna aðsendu et'ni og stytta greinar í samráði við höfunda. Piltar frá A-Evrópu flykkjast til Amsterdam Er frelsið að fínna fyrir vestan? Óvíða á Vesturlöndum er kynlífsmarkaðurinn umfangsmeiri en í Hollandi, enda er löggjöf Hollendinga frjálslyndari í því tilliti en víðast annars staðar. Lögreglan í Amsterdam hefur nýverið séð ástæðu til að beina athygli sinni að þeim fjölda pilta frá Austur-Evr- ópu sem flykkjast til borgarinnar og hafa viðurværi sitt af vændi. Um eitt hundrað strákar þaðan eru núna við þau störf í borginni og flestir þeirra koma frá Tékklandi og Rúmeníu. Strákarnir em ólöglegir innflytj- endur í Hollandi, án vegabréfsárit- unar, og rannsóknin beinist að nokkru leyti að því hvort þeir em í Amsterdam af fúsum og frjálsum vilja eða hvort útsendarar stórbiss- nesmanna í kynlífsbransanum hafa beitt þá þvingunum, en algengt er að vændiskonur frá Austur-Evr- ópu og þriðja heiminum séu lokk- aðar til Amsterdam með öðrum at- vinnutilboðum og sitji síðan það sem eftir er ævidaganna í fangelsi hómhúsanna í Rauða hverfinu. ✓ Olöglegir í landinu Fyrir fáeinum vikum lokaði lög- reglan hómhúsi stráka í borginni eftir að hafa rekist þar á sjö unga Tékka undir lögaldri sem unnu þar án vegabréfsáritunar. Vændi er löglegt í Hollandi, en enginn undir 18 ára aldri hefur leyfi til að selja sig á hóruhúsum í landinu. Piltar úr Austur-Evrópu, sem stunda vændi í Hollandi, virðast þó yfir- leitt dvelja þar aðeins í þrjá mán- uði, en halda svo úr landi með spariféð sitt. Fáfróðir um alnæmi Dirk van der Woude, yfirmaður þeirrar lögregludeildar sem hefur eftirlit með vændi og kynsjúkdóm- um því tengdum, segir að óttinn við alnæmi meðal hollenskra Nýleg rannsókn á ofbeldi gagn- vart lesbíum og hommum í Ástr- alíu sýnir að það er lögreglan sem stendur að baki flestum lík- amsárásum á þau. Samkynhneigð er ekki bönnuð með lögum í Ástralíu, en samt fer það mjög í vöxt að okkar fólk sé áreitt þar í álfu. Misþyrmingar og tilefnislausar handtökur af hálfu vændisstráka hafi opnað útlend- ingunum leið inn á hóruhúsin. „Hollensku strákarnir eru sér mjög meðvitaðir um alnæmi og vita að vændi eru stórhættulegt. Ég efast um að strákarnir úr Austur-Evrópu viti margt um þau mál.“ En þeir sem berjast gegn al- næmi í Hollandi trúa lítið á boð og bönn, heldur senda fólk á hóruhús- in til að fræða Tékkana og Rúmen- ana um staðreyndir lífsins. AP lögreglunnar er eitt algengasta áreiti gagnvart samkynhneigðum, að því er rannsóknin leiddi í ljós. Bent er á að engin leið sé að sporna við þessu ofbeldi nema ráðast að þeim rótgrónu fordóm- um og íhaldssemi sem gegnsýra allt samfélagið. Lögreglan spegli ofbeldishneigðina sem einkennir illa menntað samfélag. PAN Löggan er langverst

x

Samtökin '78 - Sjónarhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Sjónarhorn
https://timarit.is/publication/1491

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.