Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.04.1994, Page 6
6
SJONARHORN
Samkynhneigðir og börn
Blessað barnalán
eftir Þorvald Kristinsson
Um allan hinn vestræna heim
ræða sjálfskipaðir verðir sið-
gæðis og réttarfars um það af
ákafa hvort lesbíur og hommar
eigi að njóta réttar til að fæða og
ala upp börn. Umhyggjan fyrir
velferð barnanna er sett á odd-
inn, en umræðan er í rauninni á
misskilningi byggð. Því flestir
tala eins og börn samkyn-
hneigðra foreldra séu ekki til,
eins og börn okkar lesbía og
homma séu fyrst og fremst hug-
mynd í kollinum á okkur, og að
barneignum sé hægt að stjórna
með lagaboðum.
En í heiminum er að finna millj-
ónir bama sem eiga yfirlýsta lesb-
íu að móður eða opinn homma að
föður, og fjöldi bama elst upp hjá
tveimur lesbíum eða tveimur
hommum. Þegar „fræðingar" og
fjölmiðlar ræða um hlutskipti
þessara barna, þá er þeim stillt upp
að vegg sem hverju öðru vanda-
máli og þau fá oftar en ekki að
heyra að foreldrar þeirra séu eðli
sínu samkvæmt óæðri og ófull-
komnari öðrum foreldmm. Þessi
umræða er ekkert annað en gróf
móðgun við börn okkar og stjúp-
börn.
Þeim mikla fjölda bama, sem á
homma eða lesbíu að föður eða
móður, ber sami réttur og öðrum
börnum til að vera stolt af foreldr-
um sínum. Þau eiga rétt á að
sleppa við illar glósur fullorðinna
um það hvort þau verði nú sam-
kynhneigð eða gagnkynhneigð
þegar þau vaxa úr grasi, hvernig
það sé að eiga pabba sem heitir
Sigríður eða hvort maðurinn hans
pabba hafi nokkurn tíma þuklað
„dónalega“ á stjúpsyni sínum.
Rannsóknir sýna að um 20%
homma og 35% lesbía á Vestur-
löndum nútímans hafa á einhverju
skeiði ævinnar lifað í hjónabandi
eða sambúð með gagnstæðu kyni
og af þeim hafa 25%-50% slíkra
homma og um 50% kvennanna
eignast barn í þessum sambönd-
um. Þá eru ótalin öll þau börn sem
samkynhneigðir eignast án þess að
nokkurn tíma kæmi til hjónabands
eða eftir að þeir hafa horfst í augu
við tilfinningar sínar og tekið fulla
ábyrgð á þeim.
Þeir streitast á móti
En sú staðreynd að börn eru lifandi
þáttur í lífi fjölmargra lesbía og
homma varð mönnum ekki ljós
fyrr en við urðum sýnileg heimin-
um á 8. og 9. áratug aldarinnar. Og
þá var ekki að sökum að spyrja, í
leit okkar að jafnræði fyrir lögum
hefur löggjafarvaldið reynt að
leggja hömlur á það hvort samkyn-
hneigðir fái að njóta þess réttar að
ala upp börn - að vísu með litlum
árangri. í hjúskaparlögum sam-
kynhneigðra á Norðurlöndum er
rétturinn til að ættleiða börn þess
vegna ekki enn til staðar þótt sýnt
sé að það muni breytast fyrir áhrif
Evrópusambandsins.
Og ekki skortir „rök“ þegar
spurt er um hvað sé svona óhollt
afkvæmum okkar, bornum og
óbornum. Menn bera fyrir sig
hættuna á að bömin verði fyrir að-
kasti, einnig heyrist sagt að öll
börn þurfi bæði móður og föður að
fyrirmynd (en enginn virðist hafa
áhyggjur af föðurlausum börnum
einstæðra gagnkynhneigðra
mæðra), og látið er í veðri vaka að
kynímynd bamanna geti brenglast,
svo fátt eitt sé talið. Allt er þetta
mál vafið í orð sem eiga að sýna
fram á visku, fordómaleysi og um-
hyggju fyrir ungviðinu. En annað
liggur að baki. Það er sjaldan sagt
beinum orðum nema í hita umræð-
unnar þegar menn missa niður
grímu skinhelginnar. Þá kemur
þetta í ljós:
- Samkynhneigð er óeðlileg og
þessum öfuguggum er það
mátulegt að eignast ekki börn.
- Samkynhneigðir, og þá sérstak-
lega hommarnir, hafa enga
stjórn á greddu sinni og eru eins
líklegir til að misnota börnin
kynferðislega.
- Börnin verða samkynhneigð og
þá margfaldast öfuguggaháttur-
inn uns ekkert verður við ráðið.
Vísindin svíkja sið-
gæðisverðina
En í opinberri umræðu missa sið-
gæðisverðir og sérfræðingar sam-
félagsins sjaldan grímuna. Það er
nú einu sinni hluti af fagmannlegri
þjálfun þeirra. Þetta fólk kemur
sárasjaldan beinum orðum að
hómófóbíu sinni. Vísindin verða
þá helsta von þeirra sem hylla lífs-
stíl og gildismat hinnar hefð-
bundnu kjarnafjölskyldu sam-
kvæmt skilgreiningunni pabbi,
mamma, börn og bíll (og kötturinn
Brandur). Við háskóla heimsins
starfa vísindamenn sem á liðnum
árum hafa að undirlagi yfirvalda
eytt ómældum kröftum í að rann-
saka hlutskipti barna sem alast upp
með tveimur feðrum, tveimur
mæðrum eða eiga sér helgarpabba
og helgarmömmu sem býr með
sínu eigin kyni. Ekki eru þó þessar
rannsóknir gerðar að frumkvæði
okkar homma og lesbía eða barn-
anna okkar. Samt bregður svo und-
arlega við að þeir sem tala harðast
gegn rétti okkar og friði til að ala
upp böm, vitna sárasjaldan í þess-
ar kannanir. Það skyldi þó aldrei
vera að vísindin hafi „svikið“ sið-
gæðisverðina.
í heitri umræðu um hjúskapar-
rétt homma og lesbía í Svíþjóð á
liðnum ámm tóku tveir sálfræð-
ingar við Háskólann í Gautaborg
sig til og söfnuðu saman þeim
könnunum sem þeir komust yfir
víðsvegar að úr heiminum um líf
og hlutskipti bama sem alast upp
með samkynhneigðum foreldrum.
Þeir Kurt Ernulf og Sune Innala
gerðu úttekt á rúmlega sextíu um-
fangsmiklum rannsóknum sem
gerðar hafa verið síðastliðin
fimmtán ár. Þær taka mið af börn-
um sem alast ýmist upp með sam-
kynhneigðum eða gagnkynhneigð-
um foreldrum.
Það er skemmst frá að segja að í
niðurstöðum þeirra félaga er öllum
staðhæfingum vísað á bug um