Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.04.1994, Side 9
SJÓNARHORN
9
Among the Multitude
Among the men and women the multitude,
I perceive one picking me out by secret and divine signs,
Acknowledging none else, not parent, wife, husband,
brother, child, any nearer than I am,
Some are baffled, but that one is not - that one knows me.
Ah lover and perfect equal,
I meant that you should discover me so by faint indirections,
And I when I meet you mean to discover you by the like in you.
I mergðinni
Meðal manna og kvenna í mergðinni
greini ég einn sem gefur mér guðdómleg merki á laun
og þekkir engan annan, enga foreldra, eiginkonu, eiginmann,
bróður, barn sem sé nær sér en ég er,
sumir eru agndofa, en ekki þessi eini - hann þekkir mig.
Já elskhugi og fullkomni jafningi,
ég ætlaðist til að þú fyndir mig svona eftir óljósum krókaleiðum,
og þegar við mætumst ætla ég að finna þig eins í þér.
Sprek
af reka
Safn Ijóðaþýðinga eftir
Þorstein Gylfason
Fyrir síðustu jól kom út óvenjulegt
ljóðasafn á vegum bókaútgáfu
Máls og menningar. Sprek af reka
nefnist bókin og hefur að geyma
mikið og fjölbreytt safn ljóðaþýð-
inga eftir Þorstein Gylfason. Sjón
er sögu ríkari - ritnefnd Sjónar-
homs hvetur lesendur sína til að
kynna sér þessa bók því þar skín
hver perlan annarri skærar í ís-
lenskum búningi Þorsteins. I öll-
um tilvikum hefur hann kosið að
láta frumgerð ljóðanna fylgja með
svo lesendur geta skemmt sér við
að bera þær saman við þýðingam-
ar. Blaðið birtir hér með leyfi þýð-
andans tvö ljóð eftir bandaríska
skáldið Walt Whitman, úr þeim
bálki ljóðasafnsins Grasblöð (Lea-
ves of Grass) sem heitir „Kal-
musrót" („Calamus").
Við fögnum útkomu ljóðaþýð-
inga Þorsteins Gylfasonar, þökk-
um fyrir stórkostlega bók, og ósk-
um honum til hamingju með Stfl-
verðlaun Þórbergs Þórðarsonar
sem hann hlaut á dögunum.
Walt Whitman árið 1853
When I Heard at the Close ofthe Day
When I heard at the close of the day how my name
had been receiv’d with plaudits in the capitol, still it was
not a happy night for me that follow’d,
And else when I carous’d, or when my plans were
accomplish’d, still I was not happy,
But the day when I rose at dawn from the bed of perfect
health, refresh’d, singing, inhaling
the ripe breath of autumn,
When I saw the full moon in the west grow pale
and disappear in the morning light,
When I wander’d alone over the beach, and undressing
bathed, laughing with the cool waters,
and saw the sun rise,
And when I thought how my dear friend my lover was
on his way coming. O then I was happy,
O then each breath tasted sweeter, and all that day
my food nourish’d me more,
and the beautiful day pass’d well,
And then next came with equal joy, and with the next
at evening came my friend,
And that night while all was still I heard the waters
roll slowly continually up the shores,
I heard the hissing rustle of the liquid and sands
as directed to me whispering to congratulate me,
For the one I love most lay sleeping by me under the same
cover in the cool night,
In the stillness in the autumn moonbeams his face
was inclined toward me,
And his arm lay lightly around my breast
and that night I was happy.
Þegar ég heyrði að kvöldi dags
Þegar ég heyrði að kvöldi dags hvernig nafni mínu
hafði verið fagnað með lófataki í þinghúsinu, var
nóttin sem fylgdi á eftir samt ekki sæl,
og þegar ég svallaði, og ráðagerðir mínar
náðu fram að ganga, var ég samt ekki sæll,
en daginn sem ég reis í dögun úr rekkju hinnar beztu
heilsu, endurnærður, syngjandi, andandi að mér
þroskuðum gusti haustsins,
þegar ég sá fullt tungl í vestri blikna
og hverfa í dagsbirtunni,
þegar ég reikaði einn niður í fjöru, fór úr fötunum
og baðaði mig, hló með bárum hafsins
og sá sólina koma upp,
og þegar ég hugsaði um hvernig vinurinn minn góði
elskhugi minn væri að koma, já þá var ég sæll,
já þá var hver andardráttur sætari á bragðið, og allan þann dag
var meiri næring í mat mínum,
og fallegur dagurinn leið vel,
og næsti dagur kom með sömu gleði, og þar næsta dag
kom vinur minn um kvöldið,
og nóttina þá þegar allt var kyrrt heyrði ég ölduna
gjálfra hægt og bítandi við ströndina,
ég heyrði hvæsandi þyt sjávarins og sandanna eins og
þeir töluðu til mín og óskuðu mér til hamingju,
því sá sem ég elska mest lá sofandi hjá mér undir sömu
voð um svala nótt,
í kyrrðinni í tunglsgeislum haustsins vissi andlit hans
að mér,
og armur hans lá létt á brjósti mér
og þá nótt var ég sæll.