Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.04.1994, Síða 11
SJÓNARHORN
11
PENNAVINIR
Our names are Alexander
(25) and Victor (30). We
live in St. Petersburg, and
we are looking for friends
in Iceland, to know your
country better, your people
and gay life there. We are
hoping to get in touch with
some Icelandic guys.
Could you please help us
with good, serious con-
tacts? Write to:
Alexander Stabenkov
P. O. Box 245
RU-198 215
St. Petersburg 215
Russia
Hi, my name is Eric, I’m 34
years old gay guy from
Germany. After staying a
few times in Iceland I like
your country very much
and I would like to find an
Icelandic gay pen-friend.
Are you interested?
Eric Pfefferle,
D 3, 4
D-68159 Mannheim
Deutschland
I’m looking for pen-friends
in Iceland. I’m 34 years old
and living in the northern
part of Poland. Among my
interests: Film, tennis,
swimming, meeting the
friends, cinema, ballet. I’m
also interested in foreign
affairs. Please write to:
Roman Morawski
Kopemika 1
81846 Sopot
Poland
Félagsmiðstöð
Á Lindargötu 49 er opið hús
tvisvar í viku, mánudaga og
fimmtudaga milli kl. 20-23.
Einnig er opið á laugardags-
kvöldum, leitið nánari upplýsinga
í símatíma félagsins. Og síminn er
2 85 39.
AA fundir
AA fundir eru haldnir í hverri
viku á Lindargötu 49, á þriðju-
dagskvöldum kl. 21 og á sunnu-
dögum kl. 10:30 (sporafundir). Á
þessum tíma fer engin önnur starf-
semi fram í húsinu. Þar hittast al-
kohólistar á batavegi til að miðla
reynslu sinni, styrk og vonum. Hér
koma þeir sem eiga við áfengis- og
vímuefnavandamál að stríða og
eru þreyttir á því oki sem víman
leggur á menn. Löngunin til að
hætta neyslu er eina skilyrðið fyrir
þátttöku í AA og AA-félagar svara
í síma Samtakanna 78 klukkutíma
fyrir fund.
AST
Áhugahópur samkynhneigðra um
trúarlíf efnir til helgistunda í húsi
Samtakanna 78 næstsíðasta sunnu-
dag í hverjum mánuði kl. 16.00
Tilgangur hópsins er að rækta
trúarlíf á forsendum lesbía og
homma og allir eru velkomnir. Að
lokinni helgistund eru síðan um-
ræður og ætíð er boðið upp á kaffi-
veitingar.
Ungliðahreyfing
Ungliðar félagsins undir 26 ára
aldri hittast fyrsta miðvikudags-
kvöld í mánuði á Lindargötu 49.
Nánari upplýsingar eru veittar í
síma félagsins á mánudags- og
fimmtudagskvöldum. Hringið í
síma 2 85 39.
Bókasafn
Bóka- og myndbandasafn félags-
ins er opið á mánudags- og
fimmtudagskvöldum milli kl. 20-
23. Þar er að finna góðan bóka-
kost, skáldskap og fræðirit. Einnig
aðstoða starfsmenn bókasafnsins
fúslega nemendur framhaldsskóla
og háskóla sem koma þangað í
gagnasöfnun og efnisleit. Stöðugt
bætist við bóka- og myndbanda-
kostinn, kannið málin hjá bóka-
verðinum.
Þá halda Konur með konum -
KMK, og MSC-ísland reglulega
kvenna- og karlakvöld í húsnæði
félagsins. Leitið upplýsinga í hús-
inu á Lindargötu 49.
Klæðskiptingar!
Höldum hópinn - Stöndum saman
Við höfum myndað hóp í Reykja-
vík til að sameinast um áhugamál
okkar og þarfir. Styðjum hver
annan og hver aðra!
Fyllsta trúnaðar er gætt. Utanáskriftin er:
Elísa Alfreðsdóttir
Pósthólf 5279
125 Reykjavík
Þrjú þrep til að komast út úr skápnum
- án þess að lenda í endalausu hugtakaþrugli og sjálfsmyndar-
kreppupælingum
1. Gakktu út frá því sem gefnu að allir viti að þú sért gay.
2. Gakktu út frá því sem gefnu að allir aðrir séu gay þangað til annað sannast.
3. Gakktu út frá því sem gefnu að allir aðrir gangi út frá því sem gefnu að allir aðrir séu
gay þangað til annað sannast.
Hugsaðu svo ekki meira um það en vertu ekki með kjaft við gagnkynhneigt fólk, þú ert ekkert
merkilegri þótt þú sért gay. Enginn veit hvað veldur gagnkynhneigð, kannski er hún meðfædd og
þetta fólk á rétt á að njóta lífsins rétt eins og aðrir. Stundum finnst manni óviðkunnanlegt að gagn-
kynhneigðir séu að flíka samböndum sínum við gagnstæða kynið, en líklega eru það bara fordómar.
Stella
Hauksdóttir
Fjögur Ijóð
Lystarlaust hungur
eldhúsborðið
fullt af krásum
gærdagsins
Brúðarvalsinn
þagnaður
Vélrænar hendur
gæla við
brúðargjafapostulínið
frá Bing & Grpndal
Árin bíða
þolinmóð
á næsta homi.
osnsð
Við eldinn
logar löngunin
Teygi mig í þig
En þú hrædd
við gluggann
Enginn sér
hvísla ég
inn í logann
Jú, flugurnar
hvíslar þú
og breiðir sængina yfir.
GS'SÐ
Finn óttann í þér
um að ég viti
það sem þú veist
Ég veit
en segi ekkert
Bíð betri tíma
Drekk kaffibolla
með leyndarmálinu
horfi út um gluggann
á fuglana
dansa ástarvalsinn
og bjóða nýja lífið
velkomið í slaginn
Finn óttann
og veit
hvað þú hugsar
En segi ekkert.
gSvSð
í dag gerist það
Silfraðir vængir
kljúfa himininn
og þú lendir
í hjarta mínu
Yrkjum ástaróð
á hvítu lakinu
Ástareld
í frímínóttum.