Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.04.1994, Side 12
12
SJÓNARHORN
Hommum í Bretlandi mismunað fyrir lögum
Ekkert hálft jafnræði
Hópar homma stóðu fyrir utan breska þinghús-
ið síðasta mánudagskvöld í febrúar og hlustuðu
á útvarp frá þinginu. Niðurstaðan var skýr:
Þingið hafði fellt tillögu um að lækka lágmarks-
aldur kynmaka meðal karla úr 21 ári í 16, en
sættist þess í stað á 18 ár. Hommarnir eru þar
með dregnir sérstaklega í dilk, nú sem fyrr, því
lágmarksaldur fyrir lesbíur og gagnkynhneigða
er 16 ár.
Framan af kvöldi var stemmningin
fyrir utan þinghúsið þrungin eftir-
væntingu, en þegar tilkynnt var um
úrslit atkvæðagreiðslunnar, braust
út reiði, margir viðstaddra tóku að
öskra og gera atlögu að rúðum
þinghússins, og sumir heyrðust
kalla nöfn þingmanna sem taldir
eru vera hommar í felum. Sumir
Stjórnarskipti á aðalfundi í lok mars
Nýr formaður Samtakanna 78
Alnæmisfræðsla Rússa í molum
Samkynhneigð
lífshættuleg
Áður var samkynhneigð glæpur
í Rússlandi. Nú er hún ekki leng-
ur talin refsiverð - en kannski
lífshættulegri en nokkru sinni
fyrr. Þetta segir baráttufólk í
röðum rússneskra lesbía og
homma um þessar mundir. Þau
óttast meira en nokkru sinni
fyrr að alnæmi breiðist út á
komandi árum svo ekkert verði
við ráðið.
„Hér hefur orðið bylting í við-
horfum og hegðun hvað snertir
kynlíf og kynhegðun,“ segir Julie
Stachowiak, sem stýrir forvarnar-
starfi í Rússlandi. „Aðstæður eru
þannig að þegar minnst varir getur
alnæmi breyst í plágu sem ekkert
verður við ráðið.“
Hún bendir á að vændi hefur
aukist gífurlega og sýfilistilfellum
fjölgað mjög á síðustu árum. Um
leið riðar allt heilbrigðiskerfið til
falls og rússnesk yfirvöld hafa lítið
til málanna að leggja í fræðslu um
alnæmisvarnir. „Fáfræðin er
verst,“ segir Julie Stachowiak, „al-
menningur veit ekkert um AIDS,
fólki er bara sagt að forðast kyn-
mök við útlendinga og hórur. Hér
er engin almenn fræðsla." I febrú-
ar var þó opnuð forvarnarmiðstöð
í Moskvu, AESOP, sem er ætlað
að skipuleggja fræðslu og styðja
alnæmissamtök og hópa HlV-já-
kvæðra um allt land.
Sú einangrun sem Rússar
bjuggu við til skamms tíma varð
þó til að seinka útbreiðslu alnæmis
til mikilla muna og til ársins 1991
varð alnæmis sjaldan vart í land-
inu. Opinberar tölur telja einungis
rúmlega 700 HlV-jákvæða í þessu
fjölmenna landi, þriðjungur þeirra
eru börn sem smituðust á sjúkra-
húsum á árunum 1988-1989, og
sögðu yfirvöld að þann farald
mætti rekja til manns sem smitað-
ist í Afríku.
Talsmenn samtaka homma og
lesbía leggja þó engan trúnað á
þessar tölur. Rússnesk yfirvöld
hafa langa æfingu í snotrum talna-
leikjum. Dmitri Lychov, sem rit-
stýrir útbreiddu hommatímariti í
Moskvu, lýsti því yfir nýlega að
sennilega væri tala HlV-jákvæðra
í landinu um 35.000. AP
Aðalfundur Samtakanna 78 var
haldinn 26. mars sl. Þar lét Lana
Kolbrún Eddudóttir af for-
mennsku í félaginu eftir að hafa
gegnt embættinu í eitt ár, en við
tók Margét Pála Ólafsdóttir. Hún
hefur um árabil tekið virkan þátt í
pólítísku starfi félagsins og sat
meðal annars á síðasta ári í þeirri
nefnd sem endurskoðaði og samdi
Sú nefnd sem ríkisstjórnin skip-
aði á síðasta ári til að kanna
stöðu samkynhneigðra hér á
landi og leggja á ráðin um úr-
bætur, situr enn að störfum en
hyggst skila skýrslu sinni til rík-
isstjórnarinnar í vor, að sögn
Guðna Baldurssonar sem er
annar fulltrúi Samtakanna 78 í
nefndinni.
Starfið hefur að miklu leyti
falist í því að gera rækilega grein
fyrir réttarstöðu homma og lesbía í
nágrannalöndunum og benda á
nauðsynlegar úrbætur hér á landi í
ljósi þess samanburðar. I greinar-
gerð sinni fyrir stöðu mála á Is-
landi hefur nefndin stuðst við fjöl-
breytt safn vitnisburða sem fulltrú-
ar Samtakanna 78 í nefndinni hafa
lagt fram.
Að sögn Guðna hefur þing Evr-
ópusambandsins nýverið sam-
ný lög félagsins, þau sem sam-
þykkt voru á aðalfundi 1993.
Með henni í stjórn sitja: Halla
Frímannsdóttir, Percy B. Stefáns-
son, Reynir Baldursson, Stella
Hauksdóttir, Sveinn V. Jónasson
og Þórhallur Vilhjálmsson.
Sjónarhorn óskar Margréti Pálu
og liðsmönnum hennar allra heilla
á nýju starfsári - þau lifi!
þykkt ályktun þess efnis að sam-
kynhneigðir skuli njóta réttar til að
ættleiða börn á borð við aðra
þegna. Ályktunin er ekki bindandi
fyrir aðildarlönd, en með hana í
höndum má búast við að léttara
verði í næstu framtíð að knýja
fram breytingar í Danmörku og
Noregi á lögum um skráða sambúð
fólks af sama kyni. Það fordæmi
sem Evrópusambandið gefur mun
eflaust líka létta íslenskum lesbí-
um og hommum róðurinn þegar
þar að kemur. Um leið má benda á
að lesbíum er lögum samkvæmt
ekki meinað að nýta sér tækni-
frjóvgun á löggiltum sjúkrastofn-
unum í þessum löndum, né heldur
á Islandi. Það eru læknarnir sjálfir
sem hafa sett sér eigin siðareglur
án þess að njóta neins stuðnings af
lagabókstafnum. Þetta þýðir að
danskar lesbíur hafa í seinni tíð
reyndu að klifra upp veggina á
þinghúsinu og nokkrir voru hand-
teknir.
Skör lægra öðrum
körlum
„Skilaboðin eru skýr,“ sagði Dav-
id Allison frá Outrage, róttækum
baráttusamtökum homma í Bret-
landi. „Hommar eru enn settir skör
lægra öðrum karlmönnum. Þetta
gerir ekkert annað en að næra þær
hugmyndir samfélagsins að við
hljótum að vera „slæmir“ í einum
eða öðrum skilningi.“
Og Edwina Currie frá íhalds-
flokknum sem barðist fyrir 16 ára
lágmarksaldri sagði: „Þessi mála-
miðlunartilaga er rugl, það er ekk-
ert til sem heitir hálft jafnræði.
Annað hvort er jafnræði með
þegnunum eða ekki.“
Bretland var síðasta land Evr-
ópu til að standa á 21 árs lág-
marksaldri til kynmaka. Annars
staðar í Vestur-Evrópu er hann
miðaður við 12 ár þar sem hann er
lægstur og 18 ár þar sem hann er
hæstur og ekki gerður munur á
samkynhneigðum og gagnkyn-
hneigðum. Á íslandi er lágmarks-
aldurinn 14 ár fyrir alla. Nýlega
neyddi Mannréttindadómstóll
Evrópu Þýskaland og írland til að
samræma lágmarksaldur í þessum
löndum þannig að eitt gengi yfir
alla.
Sjá nánar um atburði og þróun
mála í Bretlandi á bls. 10
getað leitað uppi þá spítala sem
veita tæknifrjóvgun en sniðgengið
aðra.
Þegar skýrsla íslensku nefndar-
innar liggur fyrir er boltanum þar
með varpað til ráðherra viðeigandi
málaflokka. Að sjálfsögðu kemur
þá aftur til kasta Samtakanna 78 að
knýja á um skjótar aðgerðir.
Auk Guðna sat Guðrún Gísla-
dóttir í nefndinni á síðasta ári en þá
tók Lana K. Eddudóttir sæti henn-
ar. Aðrir nefndarmenn eru Drífa
Pálsdóttir frá dómsmálaráðuneyt-
inu, Margrét Harðardóttir frá
menntamálaráðuneytinu, Ingi Val-
ur Jóhannsson frá félagsmálaráðu-
neytinu, en formaður er Sigurður
Júlíus Grétarsson, dósent í sál-
fræði.
Af nefndarstarfínu