Rit Búvísindadeildar - 15.09.1996, Page 54
Tilraunastöðin á Reykhólum
Rh-1965(4)-136 Tún
Sauðatað
Tilraunin sem hér verður gerð grein fyrir er ein af 5 í tilraunaseríu sem var
framkvæmd víða um land. Markmið þessara tilrauna var m.a. að ftnna nýtingu
búfjáráburðar borið saman við tilbúninn áburð. Þær niðurstöður sem verða
tíundaðar hér eru samkvæmt uppgjöri Sigfúsar Ólafssonar í Ráðunautafundi 1979
og er lesendum bent á þá grein til frekari útskýringar. Tilraunin á Reykhólum
hófst 1965 og lauk 1968 en eftirverkanir voru ekki mældar. Eftirfarandi
tilraunaliðir voru reyndir:
a) Enginn áburður
b) Grindatað 10 tonn/ha
c) Grindatað 20 tonn/ha
d) Grindatað 20 tonn/ha + 50 kg N í kjarna á ha
e) Tilbúinn áburður, jafngildi b-liðar að N, P og K
f) Tilbúinn áburður, jafngildi c-liðar að N, P og K
Taðinu var dreift að vori öll árin. Grindataðið vai' einungis einu sinni efnagreint
og reyndist efnamagnið vera 0,59 % N, 0,23% P og 0,52 % K.
Vaxtarsvörun fvrir búfjáráburð
Notagildi taðsins er metið út frá áhrifum á uppskeru samanborið við tilbúinn
áburð. Uppskerulína er dregin fyrir uppskeru af áburðarlausum reitum og reitum
með tilbúinn áburð. Er síðan gert ráð fyrir að uppskera grindataðsreitanna fylgi
sömu línu og hlutfallsleg áburðaráhrif þannig fundin. Þar sem köfnunarefni hefur
mest áhrif á uppskeru er gert ráð fyrir að uppskeruauki eftir mykjuna samanborið
við tilbúinn áburð ráðist af hlutfallslegri nýtingu köfnunarefnisins. Samkvæmt
þessari aðferð fást nýtingarstuðlar fyrir köfnunarefnið í taðinu.
Áborið Nýtingarstuðull
10 tonn grindataðs á ha 0,58
20 tonn grindataðs á ha 0,52
20 tonn grindataðs á ha + 50 kg N/ha 0,77
Nýting köfnunarefnis reyndist nokkuð góð á Reykhólum. Þegar nýtanlegt
köfnunarefni búfjáráburðarins í tilrauninni er reiknað út með nýtingarstuðla hér
44