Rit Búvísindadeildar - 15.09.1996, Síða 107
Tilraunastöðin á Sámsstöðum
Sá-1936(3)-kt Kúamykja
Tilraunin var gerð á mólendi sem hafði verið forræktað í tvö ár. Notað var
kartöfluafbrigðið Kerrs pink með vaxtarrými 30x60 sm. Við val áburðarskammta
var ekki leitað eftir samræmi milli næringarefna í einstökum tilraunaliðum og því
eru uppskerutölur ekki sambærilegar hvað það snertir. Leitað var eftir hvaða
skammtar gæfu besta raun eftir árferði.
Tafla 3.1.10 Kartöfluaíbrigið Kerrs pink.
Áburður kg/ha 1936 & 1938 Meðalsumur 1937 Kalt sumar
a) Áburðarlaust 113,5 36,6
b) Mykja lOOt 224,0 117,6
c) Mykja 100t+N-33 P-14,4 K-35,7 239,0 149,5
d) Mykja50t + N-66 P-28,8 K-71,4 246,0 142,1
e) N-132 P-57,7 K-142,8 214,0 143,2
(Sá-1936(3)-kt)
Það virðist hafa svarað kostnaði að bæta tilbúnum áburði við 100 t af kúamykju
og ekki síst í köldu sumri. Að öðru leyti virðist áburðarskammtur í d lið gefa
bestan árangur í góðum sumrum en ekki eins góðan í slæmum árum og c-liður.
Tilraunin gefur því til kynna að gott sé að nota 50-100 t/ha af kúamykju að
viðbættum skammti af tilbúnum áburði til öryggis.
Rit landbúnaðardeildar B-flokkur nr. 4:90-91.
Sá-1941(l)-dt Sfldarmjöl
Tilraunin var gerð á móajarðvegi sem hafði verið forræktaður í tvö ár með komi
til þroska. Borið var á reikningslega jafnmikið af köfnunarefni á alla liði, en b-
liður fékk jafn af kalí og fosfór og a-liður en í c-lið var kalí og fosfór sleppt.
Notað var kartöfluafbrigðið Ben Lomond með vaxtarrými 30x60 sm. Vaxtartími
var 122 dagar og veður var hagstætt.
97