Rit Búvísindadeildar - 15.09.1996, Qupperneq 112
Köfnunarefnissamböndin virtust lítið ummynduð. Köfnunarefni í
ammoníumsamböndum var aðeins 0,16% af taðinu loftþurrkuðu eða 6,78 % af
öllu köfnunarefninu. Ekki verður greint hér frá mælingum á hitagildi taðsins.
Þessarar efnagreiningar er getið í skýrslu Guðmundar Jónssonar frá árinu 1930
(sjá heimildaskrá hér aftar). Efnagreiningartölum ber ekki saman í töflu 4.1 og
heimild Guðmundar, en þær eru eftirfarandi:
Sauðatað ÞE % 30,64 0,82 % N 0,092 % P 0,75 % K
Ásgeir Torfason. 1911. Frá Rannsóknastofunni. Búnaðarrit 25:286-288.
Guðmundur Jónsson. 1930. Efnarannsóknir - Efnagreiningar er snerta íslenskan landbúnað til
ársloka 1929. Skýrslur Búnaðarfélags íslands nr. 3:68.
Guðmundur Tónsson. 1930 Kúamykja, sauðatað
Stjóm Búnaðarfélags íslands ákvað á fundi 22.mars 1928 að fela Guðmundi
Jónssyni að safna saman og samræma efnagreiningar er snertu íslenskan
landbúnað og gera um þær heildarskýrslu. Hér verður gerð grein fyrir þeim
efnagreiningum sem snerta búfjáráburð og annan lífrænan áburð.
Hér er um að ræða 5 efnagreiningar á kúamykju, þar af 4 frá Hvanneyri í
tengslum við tilraun sem Bændaskólinn á Hvanneyri stóð fyrir 1913. Þar var
mælt magn kúamykju sem safnaðist undan kú. Þvag og mykja var aðskilið.
Tilraunina er að finna á blaðsíðu 110, og er þar að finna 12
köfnunarefnismælinga á kúaþvagi. Eitt kúamykjusýnanna var frá Reykjavík. Á
Hvanneyri var auk þess köfnunarefni ákveðið í 8 sýnishornum af kúaþvagi.
Tafla 4,2 Meðal efnamagn tilrauna. Miðaða við % N, P, K af sýnishorni.
Tegund búfjáráburðar % af sýnishomi N P K Þurrefni % Fjöldi efhagreininga
Kúamykja 0,45 0,035 0,29 4
Kúasaur 0,37 0,057 0,09 5
Kúaþvag 0,63 0,004 1,13 4
Sauðatað 0,82 0,092 0,75 30,64 1
Halldór Vilhjálmsson. 1914. Tilraunir með þvag og mykju. Freyr 11: 65-72.
Guðmundur Jónsson. 1930. Efnarannsóknir - Efnagreiningar er snerta íslenskan landbúnað til
ársloka 1929. Skýrslur Búnaðarfélags íslands nr. 3:24-27.
102