Rit Búvísindadeildar - 15.09.1996, Side 126
efnafræðilegum eiginleikum á skamasýnum og kúamykjusýnum. Gerð er grein
fyrir efnainnihaldi kúamykjusýna í kafla um efnagreiningar á blaðsíðu 108.
Þorvaldur Öm Ámason. 1976. Skarnarannsóknir. Fjölrit RALAm. 1: 1-29.
Guðmundur .Tóhannesson 1993 Kúamykja - efnamagn og
efnahringrás á kúabúi
Hér er um að ræða aðalritgerð við Búvísindadeildina á Hvanneyri veturinn 1993.
Ritgerðin fjallar um efnamagn í kúamykju og magn hennar eftir grip á ári. Einnig
er gerð grein fyrir efnahringrás á kúabúi, til að mynda hve mikið kernur inn með
aðföngum og hvar og hvenær efni tapast út úr hringrásinni. Stuðst var við
mælingar á kúabúinu Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi og aðrar heimildir erlendar sem
og innlendar.
Efnamagn í kúamvkju
Allnokkuð var tekið af sýnum í þessu verkefni, í haughúsi, á velli eftir
yfirbreiðslu mykju með mislöngu millibili frá dreifingu, fersk þvag og saursýni
og sýni úr gerjuðum saur.
Taíla 5.7 Efnamagn í kúaþvagi og kúasaur og þuiTefnisprósenta. Staðalfrávik er gefið upp f
sviga aftan við efnagreiningatölur.
Þvag % af þe. Saur % af þe.
Sýnafjoidi 3 6
Þurrefni % 12,56 (1,01)
Köfnunarefni N 16,55 (5,12) 2,59 (0,22)
Ammóníak NH3-N 0,15 (0,04) 0,09 (0,04)
Fosfór P 0,04 (0,00) 1,03 (0,20)
Kalíum K 10,29 (1,51) 2,10 (0,83)
Kalsíum Ca 0,14 (0,13) 1,19 (0,36)
Magnesíum Mg 1,00 (0,24) 0,53 (0,07)
Natríum Na 1,53 (0,57) 0,29 (0,11)
116