Rit Búvísindadeildar - 15.09.1996, Side 148
Áhrif lífræns áburðar á umhverfið er margs konar. Þegar búfjáráburður gerjast,
myndast m.a. lofttegundin metan (CH4), sem talið er að hafi gróðurhúsaáhrif.
Þetta virðist vera töluvert magn. í Danmörku er t.d. álitið að 10 - 30 % af öllu
metani, sem rýkur upp í loftið þar í landi, myndist við gerjun í búfjáráburði
(Husted, 1992). Auk þess kemur metan frá lifandi jórturdýrum.
8.8 HAGKVÆM NOTKUN LÍFRÆNS ÁBURÐAR
Ef að verð á köfnunarefni hækkar, miðað við verð uppskeru, er sjálfsagt að
athuga hvort ekki svari kostnaði að byggja loftþéttar þvaggryfjur við fjós. Það er
trúlega besta aðferðin til að varðveita köfnunarefnið í þvaginu. Geymslur fyrir
búfjáráburð eru dýrar, svo ekki sé talað um ef þær eiga að vera loftþéttar. Það er
því nauðsynlegt að velta því fyrir sér hvernig unnt er að byggja fullnægjandi
geymslur á sem ódýrastan hátt. Þegar um geymslu á mykju er að ræða verður að
taka það með í reikninginn hve langt þarf að vera á milli útakstursdaga, t.d. 6, 8
eða 12 mánuðir.
Það er vert að athuga hvort það sparar bændum fjármuni að líta á búfjáráburð
sem aðaláburð, en tilbúinn áburð sem uppfyllingu og gera áburðaráætlanir
samkvæmt því.
8.9 ÁBURÐUR UNDAN LOÐDÝRUM, SVÍNUM OG
HÆNSNUM
Á undanfömum ámm hafa svína- og hænsnabú verið að stækka. Það verður
væntanlega til þess að oft veldur það vanda að koma skítnum frá sér, þannig að
það sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða. Ekki síst ef búin em í nálægð
þéttbýlis, en ekki í venjulegri sveit. Að sjálfsögðu er unnt að nota áburðinn úr
svínum, hænsnum og loðdýrum til uppgræðslu á söndum og melum. Ef það er
gert verður að gæta þess að afrennsli af landinu mengi ekki vatnsból manna og
dýra. Salmonellagerlar geta verið í saur allra dýrategunda (Claesson S. og
Steineck S., 1991 ), en ekki síst í þeim sem hér um ræðir.
Það er æskilegt og e.t.v. nauðsynlegt, að rannsaka hvernig á að nýta áburð frá
áðurnefndum dýrategundum, þannig að ekki skaði heilsu manna og dýra og valdi
138