Samtökin '78 - Hýraugað - Oct 2010, Page 1
HÝRAUGAÐ
hinsegin fréttabréf
FRÉTTABRÉF SAMTAKANNA ‘78 FÉLAGS HINSEGIN FÓLKS Á ÍSLANDI
// október 201001. TÖLUBLAÐ 01. ÁRGANGUR
FERÐAIÐNAÐUR
Hýraugað talar
við Ómar Inga
Magnússon
um hinsegin
ferðaiðnað ...
Bls. 3
FORDÓMAR
Erum við sjálf
með fordóma?
Hýrauganu beint
að innhverfum
fordómum ...
Bls. 5
MENNING
Drottningar, ást
og drama.La
Cage aux folles
sem nú er sýnt á
Broadway...
Bls. 2
DREIFT FRÍTT Á RAFRÆNU FORMI TIL FÉLAGSMANNA SAMTAKANNA ‘78 OG ÁHUGAFÓLKS UM HINSEGIN MÁLEFNI
UNGLIÐASTARF
Ungliðahreyfingin sjálfstæð
eining innan S’78
Eins og fólk hefur
eflaust tekið eftir
er félagsmiðstöð
Samtakanna ‘78 lokuð.
Regnbogasalurinn hefur
verið nær óbreyttur
frá opnun fyrir rúmum
áratug og því þótti
kominn tími til að fríska
upp á húsnæðið.
Ákveðið var að nota sumarið
til þessa, enda rólegur tími
og lítil starfsemi hefur verið á
sumrin. Nær eingöngu hefur
verið treyst á sjálfboðaliða við
framkvæmdirnar. Stjórn S’78
kann öllum þeim sem hafa lagt
hönd á plóg bestu þakkir.
Formleg opnun Regnbogasals
verður auglýst síðar.
Nýverið voru gerðar
breytingar á fyrirkomulagi
ungliðahóps Samtakanna
‘78 í þá átt að gera hann að
sjálfstæðari einingu undir
hatti Samtakanna.
Ungliðar þjóni hinsegin
táningum til 18 ára aldurs.
Til þessa hafa ungliðarnir tekið
á móti ungu fólki upp að 20 ára
aldri en nú er stefnt að því að
lækka þetta aldursþak niður í
18 ár. Síðustu ár hefur þróunin
orðið sú að sífellt yngri krakkar
hafa sótt fundi ungliðanna sem
eiga fátt sameiginlegt með
eldri krökkunum. Starfsemi
ungliðanna í framtíðinni er
ætlað að styðja betur við þessi
ungmenni en stefnt er að því að
fá fjárveitingu til þess að ráða
ungmennafulltrúa sem myndi sjá
um þetta starf og leiða hópinn.
ENDURBÆTUR Á REGNBOGASAL
Nýkjörin stjórn Ungliðahreyfingar S’78. Frá vinstri: Guðmundur Helgi
Arnarson (alþjóða- og samskiptafulltrúi), Grímur Ólafsson (varaformaður),
Steina Daníelsdóttir (formaður) og Linda Andrea Mikaelsdóttir Persson
(ritari). Mynd frá Gender Bender-kvöldi Ungliðanna.
Samtakanna 78
Þríréttuð máltíð :: Dansleikur
Búrdívurnar úr La Cage aux Folles
Allur ágóðu rennur til starfs S'78
>>> Upplýsingar & miðapantannir<<<
Galakvöldverður & ball
ÍÞRÓTTIR
FRÁBÆR
ÁRANGUR
19 gull, 3
silfur og
4 brons.
Hýraugað
hittir
hýrasta
íþróttahóp
landsins ...
Bls. 2
SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE