Samtökin '78 - Hýraugað - okt 2010, Qupperneq 2

Samtökin '78 - Hýraugað - okt 2010, Qupperneq 2
VIÐTAL STONEWALL 27. júní 1969 er merkur dagur í sögu hinsegin fólks. Þann dag reis hópur fólks upp gegn reglulegum ofsóknum lögreglu og yfirvalda. Í kjöl far upp þotanna mynduðust hópar hin segin aðgerða- sinna í New York og um allan heim. Dag blöð voru stofnuð til að tala fyrir mann- réttindum hin segin fólks. Fyrsta Gay pride var 27.06.70. SNARÖFUG KEPPNI Í KÖLN Ekkert hinsegin óviðkomandi Hvað er IGLA? Alþjóðleg Sundsamtök Hinsegin fólks (Igla.org) Hafdís Erla Hafsteinsdóttir,var kjörin í stjórn alþjóðafélagsins á síðasta aðalfundi. Sundíþróttamót IGLA er í Reykjavík 2012 Dagana 31. júlí til 7. ágúst voru haldnir Hinsegin leikar eða Gay Games í Köln. Íþróttafélagið Styrmir sendi hýran hóp til þátttöku sem náði stórkostlega góðum árangri. Sundhópurinn kom heim með 19 gullpeninga, 3 silfur og 4 brons en auk hans fóru blaklið og þónokkrir fótboltamenn til keppni. Hýraugað hitti sundkappana Hafdísi Erlu Hafsteinsdóttur og Andrés Watjanarat til að komast að því hvernig upplifun þetta hafi verið. „Ég get ekki útskýrt það, þetta var bara ógeðslega gaman“ segir Andrés en hann fór í fyrsta skipti á alþjóðlegt stórmót, aðeins 10 mánuðum eftir að hann lærði að synda. Ef við gefum okkur að lesendur séu almennt ekki með augu í hnakkanum þá ertu nú með Hýraugað fyrir framan þig, nýtt fréttabréf Samtakanna ‘78. Hugmyndin að fréttabréfinu komst á flug eftir opinn trúnaðarráðsfund Samtakanna í vor þegar nokkrir verðandi blaðamenn gáfu sig fram við stjórn og lýstu áhuga á að starfa á þessum vettvangi. Undirritaður tók að sér að leiða vinnuna og titlar sig því nú ritstjóra og skrifar fyrsta ritstjórnarpistil lífs síns. Fyrst um sinn stefnum við á að fréttabréfið komi út 3–4 sinnum á ári á rafrænu formi og verði sent til allra á póstlista S’78, auk þess sem nokkur eintök verða prentuð og látin liggja frammi á bókasafni og í Regnbogasal. Hýrauganu er ekkert hinsegin óviðkomandi og ætlum við að fjalla um hver þau málefni sem okkur finnst eiga erindi við les- endur með fjöl- breytileikann að leiðarljósi. Auk þess hvetjum við fólk til þess að hafa samband ef það lumar á góðu efni. Fróðleikur og skemmtun, allt í sama pakka, framreitt af því fólki sem talið er upp hér að neðan. Njótið vel! ÚTGEFANDI OG ÁBM: Samtökin ‘78 RITSTJÓRI: Guðmundur Helgason RITSTJÓRN Ásta Kristín Benediktsdóttir Atli Þór Fanndal Sigurður Júlíus Guðmundsson Hafsteinn Sverrisson HÖNNUN OG UMBROT Atli Þór Fanndal LJÓSMYNDIR Eva Ágústa hyraugad@samtokin78.is Allur réttur áskilinn. Allar tilvitnanir og önnur notkun efnis úr blaðinu, þar með talin afritun, birting, fjölföldun og hvers kyns dreifing, er háð leyfi ritstjóra.2 RITSJÓRNARSPJALL Guðmundur Helgason, ritstjóri Hýraugans Andrés segir að það hafi verið mjög gaman að sjá hvað íslenski hópurinn stóð vel saman en mikill og góður liðsandi var hjá íslensku keppendunum sem fékk verðskuldaða athygli í Köln. Hafdís, sem vann til 5 gullverðlauna á mótinu, segir að upplifunin hafi verið alveg frábær. „Það er hvað mest heillandi að sjá allra þjóða kvikindi á öllum aldri og öllum kynjum, allt samankomið í einni súpu“. Sunddeild Styrmis, sem þjálfar nú tæplega 20 manns, setur stefnuna á Havaí á næsta ári og að sjálfsögðu Reykjavík 2012. Öllum er velkomið að taka þátt og breytir engu hvort um vant sundfólk er að ræða eða algjöra byrjendur. „Við erum oftast á braut 5,“ segir Hafdís, en æfingar eru haldnar í Laugardalslaug. En hvað er svo næst á dagskrá hjá Styrmi? „Slappa af“ segir Hafdís með vott af glensi, en mánaðarfrí var tekið frá reglulegum æfingum eftir Hinsegin leikana. >>> HORFA Á VIÐTAL Í FULLRI LENGD Það er hvað mest heillandi að sjá allra þjóða kvikindi á öllum aldri og öllum kynjum >>> Heimasíða Styrmis

x

Samtökin '78 - Hýraugað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Hýraugað
https://timarit.is/publication/1500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.