Samtökin '78 - Hýraugað - Oct 2010, Page 3

Samtökin '78 - Hýraugað - Oct 2010, Page 3
fær í gegnum alla þá þjónustu sem þeir kaupa á meðan dvölinni stendur. Á Íslandi eru kjöraðstæður til þess að gera eitthvað svipað þessu. Hérna eru réttindi samkynhneigðra með þeim bestu sem gerist og í raun ekkert því til fyrirstöðu að byrja strax á svona átaki.“ Nú er ljóst að alþjóðlegt sundmót á vegum IGLA (International Gay and Lesbian Aquatics) verður haldið á Íslandi í maí 2012. Ómar sér mikla möguleika sem tengjast þeim viðburði en telur að ferðaþjónustuaðilar verði að undirbúa sig vel. „Það er ekki nóg að skófla öllum upp í flugvél og til Íslands, það verður að vera eitthvað fyrir þá að gera hérna. Þetta sundmót er góð landkynning en það þarf að fylgja þessu vel eftir og helst að reyna bjóða upp á eitthvað meira. Ef mikill fjöldi gesta kemur er hægt að vera með eins konar „mini pride“ bara í kringum mótið.“ Erlendir ferðamenn sem koma til Íslands sækjast ekki allir eftir því sama og einn markhópur sem huga þarf að eru hinsegin ferðamenn. Hýraugað spjallaði við Ómar Inga Magnússon sem skrifaði BS-ritgerð við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst er ber heitið „Möguleikar Reykja- víkur sem ákjósanlegur áfangastaður fyrir samkyn- hneigða ferðamenn“. „„Bleika pundið“ eða „bleika efnahagssvæðið“ eru hugtök sem ferðaþjónustan hefur lengi notað yfir þá umfram peninga sem samkynhneigðir eiga og nota í annað en barnauppeldi og slíkt, en barneignir eru hlutfallslega færri hjá þeim en gagnkynhneigðum. Þessir fjármunir eru oft notaðir í munað eins og ferðalög og aðra afþreyingu,“ útskýrir Ómar. Á Íslandi hefur lítið verið stílað inn á að fá hinsegin ferðamenn til landsins en ljóst er fyrirtæki gætu grætt mjög á því að komast inn á bleika efnahagssvæðið. „Það sem hægt er að gera, og á að gera, er að höfða beint til samkynhneigðra sem markhóps,“ segir Ómar. „Sá sem ætlar sér að ná til samkynhneigðra þarf að þekkja þarfir þeirra og væntingar og koma með góðar lausnir til þess að uppfylla þær þarfir.“ Ómari finnst að Reykjavíkurborg ætti að taka beinan þátt í slíku verkefni, enda gæti hún stórgrætt á því til lengri tíma. „Ef við tökum sem dæmi Manchester í Englandi, þá markaði sú borg sér stefnu í þessum málum fyrir ca. 15 til 20 árum síðan. Þeir tóku fyrir ákveðið hverfi og settu þau skilyrði að allur rekstur þar skyldi vera „gay related“. Með árunum jókst straumurinn til borgarinnar svo mikið að þangað koma margar milljónir samkynhneigðra ferðamanna á ári. Þú getur rétt ímyndað þér tekjurnar sem borgin Fast ak únn ar Ston ew all Inn til- heyrð u lág stétt, jafn vel með al sam kyn hneigðr a. Drag drottn ing ar, stelp ustr ák ar, ung ir menn, transgend- er og heim il is- laus ir ung ling ar. Mynd af for síð u N.Y.D.N.29.06.1969 Stonewall Inn, 27. júní 2010, á 41 árs af mæli upp þotanna og 40 ára af mæli fyrstu Gay pride- göngunnar. Hópur fólks safnast þar árlega saman á af- mæli upp þotanna. Stonewall er einn þekktasti staður réttinda bar áttunnar. HINSEGIN FERÐAÞJÓNUSTA Á ÍSLANDI Alþjóðlegt hinsegin sundmót í Reykjavík 2012 Árlegt sundíþróttamót IGLA verður haldið í Reykjavík árið 2012 en það var ákveðið á ársfundi IGLA í lok júlí. Búist er við allt að 1000 erlendum keppendum ásamt fylgdarfólki og mun verða keppt í garpasundi, víðavatnssundi, sundknattleik, dýfingum og samhæfðri sundfimi. Mótið, sem stendur í viku, verður haldið í lok maí og er stærsta sundmót sem haldið hefur verið á Íslandi til þessa. Íþróttafélagið Styrmir mun sjá um að halda mótið með dyggri aðstoð frá Sundsambandi Íslands og Íþróttasambandi Íslands. Mótið mun koma Íslandi og Styrmi rækilega á kortið og draga fjölda erlendra sundkappa og aðra ferðamenn til landsins. Gríðarmikil vinna er fram undan við undirbúning og framkvæmd mótsins en sundhreyfingin á Íslandi hefur gott orð á sér og góða reynslu af framkvæmd sundmóta sem mun nýtast vel fyrir þessa leika. Reykjavík mun svo sannarlega verða hýr á brá sumarið 2012 þótt vert sé að taka fram að ekki er nauðsynlegt að vera hinsegin til að taka þátt í keppninni. Það er ekki nóg að skófla öllum upp í flugvél og til Íslands, það verður að vera eitthvað fyrir þá að gera hérna. 3 BLEIKAR KRÓNUR ÍÞRÓTTIR >>> Ritgerð Ómars má lesa hér

x

Samtökin '78 - Hýraugað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - Hýraugað
https://timarit.is/publication/1500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.