Safnablaðið Kvistur - 2019, Blaðsíða 25

Safnablaðið Kvistur - 2019, Blaðsíða 25
25 listasafna. Listasafn Íslands á rætur í hugmyndastraumum í evrópskri menningu á 18. og 19. öld en stofn- un þess tengdist trú á göfgandi áhrifum fagurra lista og menntun- arhlutverki almenningssafna. Tilurð Vatnasafnsins er nátengd umræðu nú á dögum um náttúrubreytingar af mannavöldum og þar er beinlínis unnið með safnrýmið, eiginleika og sögu safnsins sem slíks, til að skapa ákveðið andrúmsloft sem virkjar safngesti til þátttöku. Vatnasafnið tengist frjórri umræðu á sviði safna- fræði undanfarna áratugi þar sem virkni og hlutverk safna og söfnunar hefur verið tekið til gagnrýninnar endurskoðunar. Ekki fer mikið fyrir safnafræðilegri greiningu og efnis- tökum í umfjöllun bókarinnar nema í greinunum um Listasafn Íslands og Listasafnið á Akureyri, þótt stöku höfundar setji umræðu sína stundum í stærra samhengi safnamála á Íslandi, til dæmis varðandi Safnaráð, Safna- sjóð, Íslandsdeild ICOM og menningar- sögulega skráningarkerfið Sarp. Mjög mikilvægt er að fá fram umræðu, eins og þá sem birtist í fyrrnefndum tveim- ur greinum, um menningarstefnu yfirvalda, um áhrif ferðamennsku og hugmyndafræði nýfrjálshyggjunar í safnastarfi, viðhorf til minnihluta- hópa í safnastarfi og svo framvegis. Slík umræða gefur lesandanum færi á að skynja stóra samhengið. Virðist það fara mjög eftir bakgrunni greinarhöf- undanna hverjar áherslurnar eru: umfjöllun sumra er byggð á hlutlægu sjónarhorni þess sem nálgast sögu safnsins utanfrá meðan aðrir hafa verið þátttakendur í safnastarfinu til lengri tíma og þekkja vel innra starfið. Gott hefði verið að láta stutta kynningu á öllum greinarhöfundum fylgja í bókinni. Atriðisorðaskrá hefði einnig verið vel þegin. Helsti ljóður bókarinnar er vöntun á ítarlegum inngangi ritstjóra með yfirliti og greinandi samantekt á efni bókarinnar. Aðfararorð Sigurjóns eru rýr (meginmálið er innan við tvær blaðsíður) og þar er látið nægja að benda í örstuttu máli á helstu safna- fræðilegu álitamál í tengslum við efni bókarinnar. Á hinn bóginn er ljóst að útgáfan myndar mikilvægan grundvöll frekari rannsókna. Ritstjórn hefði í sumum tilvikum mátt vera markvissari varðandi frá- gang greina (og raunar einnig efn- isyfirlitsins). Þá vekur lengd greina spurningar um það vægi sem sum minni söfn fá í samanburði við stærri söfn, auk þess sem áherslur og efnistök eru afar mismunandi. Á móti kemur að saga hvers listasafns er sérstök og mikilvæg á sinn hátt: að baki býr oft ástríða og hugsjón en líka bakslag og von- brigði. Umræða um fagmennsku í safnastarfi, húsnæðisvandræði, undirfjármögnun og skilnings- eða áhugaleysi yfirvalda gengur eins og rauður þráður í gegnum greinarn- ar, með tilheyrandi útlistunum á rekstarvanda, skipulagsbreytingum og tilfæringum í starfinu. Öll söfnin stríða við undirfjármögnun eða skort á einhverju sviði og eiga oft erfitt með að rækja lögbundið hlutverk sitt til fullnustu. Sum glíma við stöðnun og sum ná ekki að hljóta viðurkenn- ingu Safnaráðs. Margþætt saga listasafna hér á landi er samofin samfélagsþróun. Hún fjallar um breytingar í átt til faglegrar umgjarðar og viðhorfa til listasafnsins sem lifandi samfélags- vettvangs og þjónustustofnunar í samræmi við kröfur samtímans. Sumum liststofnunum hefur vissu- lega vegnað betur en öðrum og má ætla að safnrit þetta gefi tilefni til samanburðar og að aðstandendur safnanna geti í mörgum tilvikum dregið lærdóm af starfi annarra. Að lokum má segja að það sé ekki aðeins safnasamfélagið sem dregið getur gagnlegar ályktanir af yfir- gripsmiklu inntaki bókarinnar, heldur þjóðfélagið allt. Saga íslenskra listasafna endurspeglar öflugt listalíf – í senn listsköpun og listáhuga – og jafnframt frumkvæði og nýskapandi menningariðju um allt land en bendir um leið á mikilvægi þess að hlúð sé að umgjörð slíkrar iðju. Þar gegna listasöfnin lykilhlutverki.

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.