Safnablaðið Kvistur - 2019, Blaðsíða 7
7
Hilmar J. Malmquist
1.a. Ég tel að nýja skilgreiningin
bæti fremur litlu við fyrir starfsemi
safna 21. aldar miðað við gildandi
skilgreiningu. Sumt í nýju skilgrein-
gingunni er góð viðbót, einkum
atriði sem snúa að samfélagslegri
ábyrgð og umhverfismálum. Nýja
skilgreiningin er hins vegar mun
lengri en sú fyrri og flóknari og
álitamál hvort hægt sé að kalla þetta
skilgreiningu, fremur yfirlýsingu
um stefnu og gildi. Ég er einnig
ósáttur við það hvernig nýju viðbæt-
urnar eru orðaðar, t.d. varðandi um-
hverfismálin þar sem segir á ensku
efnislega að: museums contribute
to planetary wellbeing. Þetta er að
mínu mati of veikt og óljóst orðað.
Nær hefði verið að lýsa yfir að söfn
stuðli með starfsemi sinni að aukn-
um skilningi á menningu, náttúru
og umhverfi og tengslum þar á milli
og takist á við ógnir og aðkallandi
vandamál sem snerta mannkyn og
náttúru, þ. á m. hlýnun jarðar vegna
loftslagsbreytinga, plastmengun o.fl.
Þá er ég mjög ósáttur við íslensku
þýðinguna á nýju skilgreiningunni,
sem er allt of hástemmd og tyrfin.
Orðanotkun þar er undarleg og
óskiljanleg á köflum, samanber
„Söfn eru fjölradda, innigildandi
rými“ og síðar „Söfn viðurkenna og
ávarpa átök og áskoranir“. Hér þarf
að vanda betur til íslenskrar tungu
þannig að lesandinn skilji með auð-
veldum hætti hvað átt er við.
1.b. Nýju kröfurnar lúta einkum
að því að starfsemi safna skuli
beinast í meira mæli en áður að sam-
félagslegum þáttum líðandi stundar
– að söfn verði virkari þátttakendur
í og standi vörð um þætti á borð
við menningarlega fjölbreytni og
jafnrétti hvers konar, sem er tví-
mælalaust af hinu góða. Ég tel að
líta beri á söfn sem lýðræðislegar
þjónustustofnanir, grunnstoðir í
mennta– og upplýsingakerfi þjóða
í þágu almennings. Söfn búa yfir
mannauði og faglegri þekkingu sem
má að mínu viti nýta betur til að
taka þátt í samfélags– og þjóðmálar-
umræðunni.
2.a. Ég tel að söfn hér á landi geti og
eigi almennt að hafa sig í frammi
þegar um er að ræða umfangsmikil
og/eða þýðingarmikil málefni sem
snerta almannahag, svo sem hnatt-
rænar áskoranir á borð við hlýnun
jarðar, plastmengun i höfunum,
eyðingu búsvæða og rýrnun líffræði-
legs fjölbreytileika. Þetta eru mál-
efni sem Náttúruminjasafn Íslands
vinnur með og þekkir til. Þetta gild-
ir einnig um staðbundin málefni og
ágætt dæmi um það er ágreiningur
hér á landi um hvalveiðar. Áskoranir
af þessu tagi eru þess eðlis að söfn
á öðrum sviðum geta einnig unnið
með þær út frá sínum sjónarhóli og
sérþekkingu. Þátttaka safna í þessu
samhengi felst þá í því að halda til
haga gögnum og upplýsingum sem
hvíla á faglegum, vísindalegum
grunni, sem og að gæta að jafnræði
og kynna til sögunnar ólík sjónar-
mið og skoðanir.
2.b. Það held ég ekki. Þetta helst
í hendur, þ.e.a.s. að virk þátttaka
og framlag í mikilvægum sam-
félagslegum málum er afleiðing
og grundvallast bæði á öflugri og
vandaðri rannsókna– og safnastarf-
semi, þ.m.t. varðveislu á munum og
vitnisburði. Opið aðgengi að menn-
ingar– og nátúruarfinum er einnig
snar þáttur í því að halda starfsemi
safna virkri. Hætt er við að safn sem
hefur ekki bolmagn til rannsókna og
akademískrar vinnubragða hafi ekki
mikið til málanna að leggja sem
hægt er að reiða sig á. Á hinn bóginn
geta þau og eiga ekki að sinna öllum
málum sem eru efst á baugi hverju
sinni. Þátttakan veltur m.a. á eðli
og gerð málsins sem um ræðir og
tengslum við sérsvið safnanna.
Hilmar J. Malmquist
er forstöðumaður
Náttúruminjasafns Íslands
Núverandi skilgreining:
Safn er varanleg stofnun opin
almenningi, sem ekki er rekin í
hagnaðarskyni heldur í þágu þjóð-
félags og framþróunar og hefur
það hlutverk að safna efnislegum
heimildum sem snerta manninn og
umhverfi hans, standa vörð um þær,
rannsaka þær, miðla upplýsingum
um þær og hafa þær til sýnis, svo
að þær megi nýtast til rannsókna,
fræðslu og skemmtunar.