Safnablaðið Kvistur - 2019, Side 49

Safnablaðið Kvistur - 2019, Side 49
49 Safnaráð - safnasjóður · Gimli · Lækjargötu 3 · 101 Reykjavík Sími 534 2234 · safnarad@safnarad.is · www.safnarad.is Opnað verður fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs 2019 og í aðalúthlutun safnasjóðs 2020 í lok október. Fylgist með á vef safnaráðs www.safnarad.is. Frétt um fjárlögin: Safnasjóður vex Rétt um það leyti sem Kvistur fór í prent birtist fjárlagafrumvarp ársins 2020 á vefnum. Þar kennir að venju ýmissa grasa en það sem líklega gleður safnmenn um land allt er umtalsverð hækkun framlaga til safnasjóðs. Samkvæmt frumvarpinu mun sjóðurinn hafa 250 milljónir á árinu 2020 sem er hækkun um 100 milljónir frá árinu í ár. Kvistur vonar að ekki hafi verið um innsláttarvillu að ræða og sú leiðrétting sem lengi hefur verið beðið eftir á framlögum til sjóðsins sé orðin að veruleika. Ríkið lagði með safnalögum auknar skyldur á herðar viðurkenndra safna án þess að leggja þeim til fé á móti. Þessi hækkun er því mikið fagnaðarefni og liður í að koma til móts við fjárþörf safnanna svo þau geti staðið við skyldur sínar.

x

Safnablaðið Kvistur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.