Alþýðublaðið - 24.01.1998, Page 3

Alþýðublaðið - 24.01.1998, Page 3
Janúar1998 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Að gera góða bovg betri Bryndís Kristjánsdóttir Fólk úr ijórum stjómmálaflokkum tók fyrir ijórum ámm höndum saman og ákvað að starfa saman að stjómun borgarinnar. í upphafi vom margir vantrúaðir á að samstarfið gengi og biðu óþreyjufullir eftir að allt spryngi í loft upp. En viti menn; þetta fólk gat starfað saman og verið svo samstíga að glæsi- legur árangur hefur náðst í að gera góða borg betri. En hver er lykillinn að baki þessum glæsta árangri og þessari góðu sam- stöðu? Jú, einstaklingamir sem að Reykja- víkurlistanum standa að ógleymdum borgarstjóranum, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Fyrir síðustu borgarstjóm- arkosningar vom fulltrúar Hstans valdir af fólkinu í flokkunum sjálfum, auk þess sem fulltrúum óháðra vom ætluð þar ákveðin sæti. Reykjavíkurhstinn var tilraun flokkanna ijögurra til að starfa saman - tilraun sem farið gat á hvaða veg sem vera vildi. Val flokk- anna á einstaklingum til að skipa sæti á listanum skipti afar miklu máli og væntanlega hefur þar verið lögð áher- sla á að velja fólk sem treysta mátti til að efla þá liðsheild sem krafist var í þessu viðkvæma samstarfi. Alþvðuflokkur fái tvo borgarfulltrúa Fulltrúar Alþýðuflokksins hafa þar að sjálfsögðu lagt hönd á plóginn en vegna þess að við höfðum ekki nema einn borgarfulltrúa á móti tveimur hinna íiokkanna, auk þess sem borgar- stjóri kemur frá KvennaHsta svo segja má að fulltrúar þeirra hafi verið þrír, þá tel ég að rödd jafnaðarmanna hafi ekki hljómað nógu sterkt og ákveðið. Það þarf ekki að tíunda hér þau góðu mál og jafnaðarstefnu sem við Alþýðu- flokksfólk aðhyllumst; góður jafnaðar- maður mun að sjálfsögðu starfa í þeim anda. Til að okkur takist að koma málum sem við vilj- um leggja áherslu á þá tel ég að það skipti sköpum að prófkjörið skili Alþýðu- flokknum tveimur borgar- fulltrúum. I prófkjörinu er hvom tveggja kosið á milli flokka og fólks. Allir kosn- ingabærir borgarbúar geta nú valið það fólk sem þeir vilja fá til borgarstjómar- starfa og er það vel. En vilji Alþýðuflokksfólk fá tvo borgarfulltrúa í þetta sinn þá verða stuðningsmenn flokksins að taka þátt í prófkjörinu. Sá flokkur sem hlýtur flest atkvæði fær að kjósa borgarfulltrú- ann sem skipar fyrsta sæti Reykjavíkurlistans en sá sem hlýtur fæst atkvæði fær ekki nema einn borgar- fulltrúa. Verðmæt reynsla af borgarstörfum Nokkur okkar sem starfað höfum að stjómun borgar- innar þessi fjögur ár emm nú að leggja vinnu okkar fyrir dóm kjósenda. Mörg okkar gefa kost á sér til áframhaldandi starfa og vonum þá að þau góðu verk sem við höfum stuðlað að á tímabilinu veiti okkur brautargengi í komandi próíkjöri. Sjálf hef ég starfað sem vara- borgarfulltrúi og formaður umhverfis- málaráðs Reykjavíkur, auk ýmissa annarra nefndarstarfa. Að vísu kom ég ekki ókunnug að þessum störfum því á áranum 1986-1990 var ég fulltrúi Al- þýðuflokksins í umhverfismálaráði en í Alþýðuflokknum hef ég starfað síðan 1986 og gegnt fyrir flokkinn marg hátt- uðum trúnaðarstörfum. Borgarkerfið er afar flókið og erfitt í fyrstu að henda reiður á hveijir gera hvað og hvert eigi að leita eftir upplýs- ingum eða framkvæmdaaðilum. Nýtt fólk í borgarstjóm á því oft erfitt uppdráttar í fyrstu og gengur hægar en ástæða væri til að koma málum áfram. Það er því mikill kostur að verð- andi borgarfulltrúi hafi reynslu af borgarmálum. En víðtæk reynsla á sem flestum sviðum er einnig mjög góður kostur. Slíka reynslu tel ég mig hafa öðl- ast á lífsleiðinni, bæði hér heima og erlendis þar sem ég hef búið og verið við nám. Fjölskylduhagir og störf mín hafa gefið mér innsýn og reynslu af um- önnun bama, málefnum aldraðra, skóla- og leik- skólamálum, heilbrigðis- og félagsmálum sem og viðskiptaheiminum en sjálf rek ég fyrirtæki ásamt eig- inmanni mínum. A kom- andi kjörtímabili tel ég að við þurfum m.a. að leggja áherslu á málefni aldraðra og þá á þann hátt að aldrað- ir taki sjálfir þátt í ákvarð- anatökum þar að lútandi. Borgin þarf að stuðla að nýsköpun í atvinnulífinu - ekki síst til að tryggja kon- um og ungu fólki framtíð- arstörf. Við þurfum að hlúa að menntastofhunum borg- arinnar svo þær uppfylli kröfur sem nútíminn, og breyttir lífshættir fjöl- skyldna, gera til slíkra stofnana. Og síðast en ekki síst þurfum við að leggja enn meiri áherslu á að Reykjavíkurborg sé rekin í anda sjálfbærrar þróunar, og að borgar- búar temji sér þannig lífshætti, svo að bömin okkar taki við enn betri, grænni og vistvænni borg. Karlar í 80 ár Að lokum langar mig að nefna það að sagt hefur verið í mín eyru að komin sé kvennaþreyta í Reykjavíkurlistann - og Alþýðuflokkinn! Þeir sem þetta segja eiga við að kon- ur séu þama of ráðandi - nú sé röðin komin að körlunum. Það er varla hægt að svara svona löguðu; hvað mættu konur þá segja varðandi undanfarin 80 ár! Þó býr hér nokkur alvara undir. A flokksstjómarfundi í október sl. var samþykkt eftirfarandi ályktun Sam- bands Alþýðuflokkskvenna og vomm við konur í Alþýðuflokknum svo bjart- sýnar að telja að hún myndi skila okkur konum bættri stöðu í komandi sveitar- stjómarkosningum. „Flokksstjóm Alþýðuflokksins- jafnaðarmannaflokks Islands skorar á fulltrúaráð og stjómir flokksfélaga að við uppröðun eða val á fólki til að skipa sæti á framboðsUstum flokksins við komandi kosningar verði tryggt að jafnræði ríki á milli kynjanna og að konur jafnt sem karlar skipi efstu sæti á framboðslistum sem Alþýðuflokkur- inn á aðild að.“ Skoðanir karla í flokknum, eins og þær sem að ofan greinir, rífa þessa bjartsýni í tætlur. Hvenær ætla karlar í flokknum að skilja að konur em líka menn og þær ber að meta að verðleik- um sem slíkar. Alþýðuflokksfólk - tak- ið þátt í prófkjörinu 31. janúar og kjós- ið fulltrúa Alþýðuflokksins; jafnt kon- ur sem karla! Bryndís Kristjánsdóltir Höfundur erformaður Sambands Alþýðuflokk- skvenna, varaborgarfulltrúi ogformaður um- hverfismálaráðs Reykjavíkur Helgi Pétursson markaðsstjóri Helgi Pétursson. Varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans undanfarin fjögur ár. Jafnaðarmaður. Fjölmiðlafræðingur frá American University í Washington DC. Tónlistarmaður. Starfar við markaðs - og kynningarmál hjá Samvinnuferðum Landsýn. Varaformaður Atvinnu - og ferðamálanefndar Reykjavíkur, fulltrúi í menningarmálanefnd. Fulltrúi , Reykjavíkur í framkvæmdastjórn Ferðamálaráðs íslands, í stjórn Ráðstefnuskrifstofu íslands og Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Reykjavík. Kvæntur fjögurra barna faðir. Fjölskyldumál eru forgangsmál. 1100 ný heilsdagspláss hafa bæst við í dagvistun og 18 af 29 grunnskólum borgarinnar eru einsetnir. Nú er komið að því að stórefla tengsl heimils og skóla. Munum að forvamir hefjast á heimilinu. Höldum áfram! Framtíðarsýn stefnumótunar í ferðaþjónustu er að Reykjavík verði þekkt sem hreinasta höfuðborg Evrópu og að tekjur af ferðaþjónustu í borginni árið 2002 verði 17 milljarðar króna. Vinnum að breytingum á skipulagi ferðamála og leggjum mun meira fé til markaðsmála. Bygging ráðstefnu - og tónlistarhúss yrði gríðarleg lyftistöng í atvinnu - og menningarmálum. Höldum áfram! Þrátt fyrir minnsta atvinnuleysi síðan 1993 sitja tveir hópar eftir, ungt fólk og konur. Starfsþjálfunarnámskeið Hins hússins eru spor í rétta att, verkefnið Gangskör er ætlað langtímaatvinnulausum konum og Vinnuklúbburinn er að koma langtímaatvinnulausu fólki aftur út á vinnumarkaðinn. Það er rífandi gangur í Brautargengi - námskeiðum fyrir konur í viðskiptum og nýsköpun. Höldum áfram! Nú getum við fjárfest í framtíðinni. Ný virkjun á Nesjavöllum mun efla atvinnulíf á öllu höfuðborgarsvæðinu. Umsóknir um lóðir fyrir atvinnustarfsemi hafa aldrei verið fleiri. Það er líka góðæri í Reykjavík. Höldum áfram! Festu hefúr verið náð í fjármálum borgarinnar og skuldasöfnun borgarsjóðs stöðvuð. Munum að skuldir Sjálfstæðismeiri- hlutans er þyngsti skatturinn á okkur öll. Kerfi hentistefnu og fyrirgreiðslu hefur verið afnumið. Utsvar er hvergi lægra en í Reykjavík. Höldum áfram! / Eg bið um stuðning þinn í eitt af efstu sætum á framboðslista Reykjavíkurlistans. Taktu þátt prófkjörinu 31. janúar n.k. ' ,í- ' ■' ,-w . .Ti; HOLDIM ÁFRAM!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.