Harmonikublaðið - 01.12.2015, Síða 2
Ávarp formanns
Ágæti harmonikuunnandi
Nú líður að jólum og stutt í að árið 2015
kveðji.
Með hækkandi sól og nýju ári er það von mín
að starf harmonikufélaganna innan sam-
bandsins verði enn öflugra og að okkur tak-
ist að sækja fram og gera enn betri hluti en
síðustu ár.
Starfsár sambandsins hefur verið með hefð-
bundnum hætti og má segja að stjórn sam-
bandsins hafi reynt eftir megni að hrinda
þeim verkefnum sem henni hefur verið falið
í framkvæmd. Þó verður að viðurkennast að
ekki tókst að halda æfingabúðir fyrir ung-
mennin okkar síðastliðið vor, vegna ónógrar
þátttöku. Er það mín skoðun að þarna þurfi
að verða breyting á og held ég að þetta verk-
efni þurfi að leggja í hendur harmoniku-
kennaranna í landinu. Fá þá til samstarfs við
sambandið og að þeir skipuleggi þetta verk-
efni í framtíðinni.
Harmonikan í leikskólum landsins er verkefni
sem enn er í fullum gangi, en með þeim
breytingum að nú eru allir forstöðumenn
leikskólanna meðvitaðir um verkefnið og það
er þeirra að leita til okkar ef þeir óska eftir að
fá harmonikuleikara í sinn leikskóla. Þetta
hefur tekist með ágætum og er töluvert um
að óskað sé eftir að fá spilara í heimsókn í
leikskólana. Geisladiskurinn Harmonikan í
leikskólanum, sem sambandið gaf út er enn
að seljast og eru einhverjir diskar óseldir
ennþá.
RÁðalfundur sam-
bandsins var að þessu
sinni haldinn 19. sept-
ember á Hótel Stracta
á Hellu á Rangár-
völlum. Það var Harm-
onikufélag Rang-
æinga sem bauð til
þessa fundar í
tengslum við 30 ára
afmæli félagsins. Það er ánægjulegt að segja
frá því að allur undirbúningur og framkvæmd
hjá félögum í HFR hafi verið þeim til mikils
sóma. Fyrir hönd S.I.H.U. vil ég þakka öllum
félögum í HFR og sérstaklega formanni þeirra
Haraldi Konráðssyni fyrir frábærar móttökur
og fyrir skemmtilega nýbreytni, þar sem
öllum þátttakendum á aðalfundinum og
mökum var boðið í skoðunarferð um Rangár-
þing. Aðalfundurinn var með hefðbundnu
sniði og verð ég að segja að þetta er einn sá
besti aðalfundur sem ég hef tekið þátt í. I
upphafi fundarins var Jóhanns Bjarnasonar
minnst, en Jói Bjarna var árum saman ómis-
sandi sem fundarstjóri á aðalfundum sam-
bandsins. Hans er sárt saknað. Fundurinn
var málefnalegur og ýmis mál rædd sem lágu
fyrir fundinum. Ákveðið var að setja á lagg-
irnar nefnd til að endurskoða lög sambands-
ins, en það má segja að þau séu barn síns tíma
og þurfi að færa nær nútímanum. I þessa
nefnd voru kjörnir, Björn Olafur Hallgríms-
son formaður og með honum munu starfa
Sigurður Eymundsson og Pétur Bjarnason.
Á fundinum var ákveðið að falla frá fjáröfl-
unardansleik, en þess í
stað að efna til harm-
onikutónleika.
Varaformaður sam-
bandsins, Elísabet H.
Einarsdóttir gaf ekki
kost á sér til endur-
kjörs og var Jónas Þór
Jóhannsson kjörinn í hennar stað. Að öðru
leyti er stjórn sambandsins óbreytt. Fund-
inum lauk með kvöldverði, þar sem fundar-
gestir fögnuðu þrjátíu ára afmæli með
félögum í Harmonikufélagi Rangæinga.
Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar var ákveðið að
efna til harmonikutónleika í Salnum í Kópa-
vogi, 5. mars 2016 og var formanni, Guðrúnu
Guðjónsdóttur og Sigurði Eymundssyni falið
að sjá um framkvæmdina. Þarna munu koma
fram flestir af bestu harmonikuleikurum
landsins. Það er von okkar í stjórn sambands-
ins að tónleikarnir verði vel sóttir og að
aðildarfélögin komi skilaboðum til sinna
félagsmanna um að gera sitt besta til að mæta
á tónleikana. Miðasala er þegar hafin á salur-
inn.is.
Senn gengur jólahátíðin í garð og af því tilefni
vil ég senda öllum harmonikuunnendum
mínar innilegustu óskir um gleðileg jól og
farsæld á nýju ári. Stjórn sambandsins og
formönnum aðildarfélaganna þakka ég gott
samstarf á liðnu ári.
Gleðilega jólahátíð,
Gunnar Kvaran, formaður.
Sagnabelgurinn
Árið 1998 stóð SÍHU fyrir fjáröflun með því
að fá hingað spilara frá Svíþjóð. Fyrir valinu
urðu þrír harmonikuleikarar frá Kristianstad
á Skáni. Þetta voru þeir Arne Fárm, bróðir
hans Börje og sonur Börje, Frederik Fárm.
Þetta voru Nya Brödrana Fárm. Hugmyndin
var að þremenningarnir færu í ferð um landið.
Undirritaður tók að sér að skipuleggja ferðina
með þáverandi formanni SÍHU, Sigrúnu
Bjarnadóttur, í samvinnu við aðildarfélögin á
landinu. Haldnir voru tónleikar í Reykjavík,
Þingborg fyrir austan Selfoss, Isafirði, Búðar-
dal, Varmahlíð í Skagafirði, Akureyri og
2
Breiðumýri í Reykjadal. I Þingborg og Reykja-
vík, á Breiðumýri og Akureyri voru einnig
haldnir dansleikir. Ferðin var hin skemmti-
legasta, en auk Svíanna, undiritaðs og Guð-
nýjar konu hans voru með í ferðinni Sigrún
formaður, Valur eiginmaður hennar auk bíl-
stjórans Stefáns Leifssonar. Heimamenn víðs-
vegar um landið útveguðu gistingu hjá félags-
mönnum og allt var gert til að ferðin yrði sem
ódýrust. Gamall, kraftlaus skólabíll var leigður
hjá bónda vestur á Mýrum. Stefán Leifsson
vildi nú meina að bíllinn hafi verið notaður í
gripaflutninga, miðað við útganginn á honum.
Allt var gert til að auglýsa þetta sem best og
meðal annars var farið með þremenningana í
útvarpið. Á þessum tíma var Lísa Páls með
þátt eftir hádegi á föstudögum og tók vel í það
að kynna Svíana. Að sjálfsögðu var þetta í
beinni útsendingu. Þegar kom að kynningunni
sagði Lísa, að hingað væru komnir til að leika
fyrir útvarpshlustendur þrír Svíar, bræðurnir
Arne og Börje Fárm og sonur þeirra Frederik.
Þá urðu margir langleitir.
Friðjón Hallgrímsson