Harmonikublaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 4
Muna og minjasafn harmonikufélaga
Þegar ég undanfarið hef verið að fara yfir safn
af gömlum fundargerðum, bréfum, félaga-
skrám, starfsáætlunum, munum og skráðum
viðburðum, sem til eru, allt frá því að félagið
okkar H.U.V. var stofnað 1979, þá hefir sú
hugsun orðið nokkuð áleitin hjá mér nú,
þegar starfsemi okkar er orðin svo lítil sem
hún er og endurnýjun félaga engin. Hvað
verður um sögu, muni og minningar, sem
það starf skilur eftir sig þegar upp verður
staðið og félög hverfa af vettvangi? Þessar
spurningar hljóta að vakna þegar svo illa árar,
eins og er hjá okkur að minnsta kosti. Allir
sem til þekkja vita um hið stórmerka átak
Asgeirs Sigurðssonar, sem fellst í söfnun og
varðveislu aldinna hljóðfæra af ýmsum
gerðum harmonikuflórunnar og veita þeim
framhaldslíf. Hugsið þið ykkur ef þetta fram-
tak hefði ekki verið. Eg efast ekki um að þá
væri margur gimsteinn glataður sem nú er í
tryggri vörslu. Þökk sé Ásgeiri fyrir þetta
björgunar stórvirki.
Hjá harmonikufélögunum hverju fýrir sig er
löng saga skráð og hefst gjarnan á stofn-
fundargerð og undirbúningi hans. Þar koma
efalaust fram ástæður þess að af stað var farið,
hverjir voru upphafsmennirnir á hverjum stað.
Lágu þar að baki einhverjir tónmenntaðir
aðilar, eða var þetta aðeins áhugasamt fólk
með litla sem enga tónlistarlega kunnáttu, en
fékk á þeim tíma brennandi áhuga á þessu
litla, létta og hljómfagra hljóðfæri, er síðan
má líta á sem einn stærsta þáttinn í fábreyttu
skemmtanalífi fyrri daga. Þegar menn í
sveitum (meira að segja ég á yngri árum),
lögðu upp með hljóðfærið á bakinu gangandi
misjafnar leiðir eftir að gegningum lauk, leika
síðan á hljóðfærið lengi nætur, en vera komnir
heim til gegninga næsta morgun. Eða barst
þessi áhugi til okkar með sjómönnum frá
öðrum löndum. Og þá kannske hljóðfærin
líka. Eða kannske er harmonikan e.t.v. eins-
konar arftaki orgela sem víða voru til. Meira
að segja ferðaorgel sem menn báru á milli
bæja. Afi minn átti slíkt orgel sem hann bar
á milli bæja, hvað varð um það veit ég ekki,
en ég sá það eitt sinn í geymslu hjá föðursystur
minni þegar ég var unglingur. Það er einnig
athugunarvert að þar sem ekki voru sam-
komuhús fýrir hendi, var leitað til þeirra sem
mest höfðu húsa- og hjartarými. Færð voru
til húsgögn og skapað rými til að fólk gæti
dansað og glaðst af hjartans lyst. Þá má ekki
heldur gleyma að minnast gömlu litlu fund-
arhúsanna sem urðu til í mörgum hreppum
á landsbyggðinni og hvernig þau stuðluðu að
auknu félagslífi á hverjum stað. Þessi litlu
hús eru flest horfin, en nöfn þeirra og
skemmtanagildi muna margir enn. Lítil hús,
flest án bekkja og stóla. Kassi úti í horni til
að sitja á með harmonikuna, timburgólf sem
dúaði er gengið var um það, en var gott til að
stappa hælnum í til að festa taktinn. Og alltaf
var það harmonikan sem skapaði gleðina og
þótt húsrýmið væri knappt var vel við unað.
I nokkrum var kaffirými í kjallara undir dans-
gólfinu. Allri þessari sögu má ekki gleyma og
færi vel á því að S.H.I.U. tæki sér forystu-
hlutverk og beindi því til aðildarfélaga að huga
vel að söguskráningu og minjavörslu hvert á
sínu svæði, ásamt því að leita upplýsinga hjá
hverjum þeim sem kunna að búa yfir vitneskju
um störf félaga og einstaklinga. Hvort unnt
verður síðan að koma upp sameiginlegum
stað til varðveislu slíkra gagna er seinni tíma
mál. Aðalatriðið nú er að ekki glatist neitt af
því sem verðugt er að minnast. Nú þegar eru
til skráðar margar og góðar upplýsingar og er
þar m.a. átt við hina merku útgáfu þeirra
Hilmars Hjartarsonar og Þorsteins Þorsteins-
sonar á blaðinu Harmonikan. Seinna kom
svo að útgáfu Harmonikubiaðsins á vegum
S.I.H.U. En á heimaslóðum félaganna er
eflaust margt enn að finna sem bjarga má frá
glötun ef brugðist er við í tíma. A sýningu hjá
Safnahúsinu í Borgarnesi nú í sumar 2015 sá
ég mjög gamla harmoniku sem hafði verið í
eigu merkrar konu, Þórunnar R. Sívertsen,
húsfreyju í Höfn í Melasveit. Ekki hef ég séð
slíka áður. Hvort hljóðfærinu fýlgir einhver
saga veit ég ekki. Fyrir tæplega sjötíu árum
var ég við störf í Dalasýslu. Þá var þar kona
sem menn sóttust eftir að fá til að spila á
dansleikjum. Hún var kölluð Inga, að mig
minnir og var frá Skarði á Skarðsströnd. Til
er saga frá þeim tíma, er hún eitt sinn á heim-
leið eftir dansleik, var farþegi í bíl sem festist
í vatnavöxtum í á, en hún bjargaðist við illan
Gestur Friðjónsson
leik úr þeim háska. Þannig sögum og við-
burðum er rétt að halda til haga. Gömul
skopvísa úr Strandasýslu má gjarnan fýlgja,
en harmonikan sú mun hafa slitnað í með-
förum hraustmennis:
A ballinu skeði skoplegt undur.
Skellti uppúr margurþundur.
Er harmoniku svifti í sundur.
Sver og digur Ingimundur.
Ekki má heldur gleyma því að harmonikan
var og er tryggur förunautur á útihátíðum og
fýlgir mönnum gjarnan í skemmtiferðalögum.
Minnist ég margra ánægjulegra ferða þar sem
hún var með í för. Þessvegna varð mér eitt
sinn að orði eftir fjölmennt og ánægjulegt
harmonikumót í Þrastaskógi:
77/ að Ijúfir tónar svelli,
tendri yl oggleði nóg.
Harmonikan haldi velli,
hljómi títt um Þrastaskóg.
Ég hef þessi orð ekki fleiri að sinni, en hvet
hvern og einn til þess að skrá þá vitneskju sem
hann kann að búa yfir svo hún sé tiltæk verði
farið að tillögu minni sem hér birt
Akranesi í september 2015,
Gestur Friðjónsson félagi í H. U. V
4
Munið myndasíðuna á netinu: www.harmoniku-unnendur.com