Harmonikublaðið - 01.12.2015, Síða 8
Harmonikuball á Egilsstöðum
Þingeyskir ferSafélagar d Egilsstöíum. Mynd: SigurSur Ólafison
Fjörið komst ífína lag
furðu er Davíð keikur
afturgenginn í sitt fag
ekki mikið veikur. - Fía
Þegar hér var komið sögu sáum við ekki betur
en Grímur á Rauðá væri sofnaður.
Þetta fannst sumum fast skotið en Davíð
svaraði.
Osköp var það illa gert
þó engan gerði skaða.
Sumt er ekki svara vert
sem er látið vaða. - Davíð
Þann 29. ágúst hélt hópur kátra félaga úr
Harmonikufélagi Þingeyinga ball í Valaskjálf,
í samvinnu við Harmonikufélag Héraðsbúa.
Þar mættu á þriðja hundrað manns og döns-
uðu við frábæra tónlist heimamanna og Þing-
eyinga. Flytjendur voru margir, því heima-
menn skörtuðu m.a. söngtríói og í okkar hópi
voru tvær ungar söngkonur, sem nýlega gengu
til liðs við félagið. Samkvæmt venju ferðuðu-
mst við með í rútu austur. A Egilsstöðum
bættist Arndís Þorvaldsdóttur leiðsögumaður
í hópinn og fylgdi hún okkur Fljótsdals-
hringinn. Arndís fræddi okkur um sögu svæð-
isins, bændur og búalið og fór með kveðskap.
Á Skriðuklaustri beið hádegisverður. Þar
skoðuðum við húsið og uppgröft á fornu
klaustri. Eftir mat ókum við gegn um Hall-
ormsstaðaskóg og fengum okkur göngutúr
um trjásafnið. Á Gistihúsinu Egilsstöðum
snæddum við kvöldverð áður en við fórum á
ballið.
Allar ferðir okkar eru skemmtiferðir frá upp-
hafi, hvernig sem viðrar. Fylgja hér nokkrar
stökur sem segja ferðasöguna.
Fljótlega fóru konurnar að syngja meðal
annars Litlu fluguna, en karlar vildu heldur í
staupinu, en „kyrja sálma“.
Okkar sálmur ei mun duga
er í honum lítiðgrín.
Efég vœri orðin fluga
ekki þyrfti ég mikið vín. - Fía
Fía vœrifluga góð
ogfidl í anda sönnum,
efhún sýgur aðeins blóð
úr útúrfullum mönnum. - Friðrik
Frækinn hópurfer um storð
ftörgast vísnaleikur.
Davíð segir ekki orð
œtli hann sé veikur. - Fía
Afóvarkárni oft ég hegg
og óvild kannski sœki,
en vtzri Fía fluga á vegg
égflugnaspaðann tœki. - Friðrík
Flugnaspaðinn fengi kast
í Friðriki er kraftur.
Efþú lemur Fíufast
hún fer að ganga aftur. - Davíð
Grími leiðist gálaust flím
góðra Ijóða að saknar.
Við attum bara aðyrkja um Grím
þá eflaust karlinn vaknar. - Fía
Árla morguns lögðum við af stað heim og
voru menn misjafnlega upplagðir.
Kjartan dræver orðinn er
er það gott að heyra,
því Pálmi ífriði Siggu sér
svo hún yrki meira. - Friðrik
Osköp slappir eru þeir
eftir ball og geim.
Bestþeir stýri bara tveir
og bjargi okkur heim. - Fía
Minn er andinn ekkifrjór
amorsgetan þrotin.
Að krönkumfeti kreppir skór
kiðfiettur og lotinn. - Þorgrímur
Misjöfri fésin maður sér
myndastríð er hafið,
þessi gráa gufa er
greinilega Davíð. - Friðrik
Ýmsir setja allt í rím
oftþví margan hryggja.
Spara hvorki spott néflím
og sparka íþá sem liggja. - Þorgrímur
Davíð sjaldan flaturfer
fram það vil ég taka,
þaðgóða viðþann gamla er
hann gefur spark til baka. - Friðrik
Á heimleiðinni áðum við í Möðrudal í svo
fögru veðri að ekki var hnoðri á Herðubreið.
Lifnaði þá yfir mönnum sem fóru jafnvel að
daðra.
Lauslæti er sjálfsagt synd
samtþað margir kanna.
I eigin sök er ástin blind
eins og dcemin sanna. - Þorgrímur
Fleira var ort og skrafað og þakka ég öllum
fyrir skemmtunina.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir