Harmonikublaðið - 01.12.2015, Qupperneq 9

Harmonikublaðið - 01.12.2015, Qupperneq 9
Einu sinni á ágústkvöldi Frd vinstri: Jón Sigfusson, Ragnar Eymunds, Sveinn Vilhjdlms, Andrés Einarsson og Pdlmi Stefánsson Hinn árlegi harmonikudansleikur Harmon- ikufélags Héraðsbúa var haldinn í Valaskjálf laugardagskvöldið 29. ágúst. Góðir gestir gerðu sér ferð austur yfir fjöllin, þar sem voru vinir okkar Þingeyingar. Spilarar voru bæði margir og flottir. Fyrstir stigu á svið þeir Sveinn Vilhjálmsson og Jón Sigfusson harm- onikuleikarar. Fengu þeir fínar undirtektir, en ásamt þeim léku Andrés Einarsson gítar- leikari, Pálmi Stefánsson bassaleikari og Ragnar Eymundsson trommuleikari. Þessir sömu skipuðu rythmasveitina nánast allt kvöldið með örfáum undantekningum, enda valinn maður í hverju rúmi. Næst var komið að harmonikuprinsessunum Hildi Petru Frið- riksdóttur og Vigdís Jónsdóttur. Ekki dró það úr fjörinu, en þær stöllur rífa upp stemningu hvar sem þær koma. Sömu hjálparkokkar studdu við þær. Þriðja sveit á svið var Stráka- bandið, skipað Jóel Friðbjörnssyni og Kristjáni Kárasyni að þessu sinni. Þeir hafa áður haldið fólki á dansgólfi og gerðu það vandræðalaust. Þá var komið að Aðalsteini Isfjörð, en með honum lék Grímur Vilhjálmsson bassaleik- arinn góðkunni, sem ekki telur eftir sér að skjótast á milli landshluta sé þörf á aðstoð við dansspil. Þá var röðin komin að Sigurði Gylfa og hans mönnum. Gylfi og Jón léku á harmonikur Guðlaugur Sæbjörnsson sá um bassa og söng, Andrés Einarsson lék á gítar og söng og Pálmi Stefánsson lék á trommurnar. Lokasyrpuna tóku saman AIli fsfjörð, Hildur Petra og Vig- Þau dttu lokahnykkinn, Vigdís Jónsdóttir, Alli Isjjörð og Hildur Petra dís. Fjörið var mikið og ósvikið og gólfið fullt til síðasta lags klukkan hálf þrjú. Mæting var mjög góð, yfir 200 manns. Fullt dansgólf frá fyrsta til síðasta lags. Eg vil fyrir hönd HFH þakka öllum hljóðfæraleikurum og gestum fyrir frábært kvöld. Eg vil þakka Harmo- nikufélagi Þingeyinga fyrir að mæta með fulla rútu af gleðigjöfum. Sérstakar þakkir fær Aðalsteinn ísfjörð, en hann hefur spilað á flestöllum harmonikuböllum HFH síðan félagið var stofnað 1984. Takk Alli fyrir frá- bært samstarf. Nú er vetrarstarf HFH komið í fullan gang. Spilað í Hlymsdölum öll mið- vikudagskvöld frá átta til tíu. Jón Sigfússon Á DÖFINNI Fjáröflunartónleikar í Salnum Eins og annarsstaðar hefur komið fram verða fjáröflunartónleikar á vegum SÍHU í Salnum í Kópavogi laugardaginn 5. mars nk. Tillaga þess efnis var samþykkt á aðalfundinum á Hellu og er Gunnar Kvaran formaður lands- sambandsins í forsvari fyrir nefndinni, en auk hans eru þau Guðrún Guðjónsdóttir og Sig- urður Eymundsson. Astæða er til að ætla að þarna verði einvala lið harmonikuleikara, en allir bestu harmonikuleikarar landsins munu hafa þegið boð um að taka þátt í tónleikunum, en þetta er í fyrsta skipti sem SÍHU stendur fyrir slíkum atburði. Það er áríðandi að til tónleikanna verði vandað, svo áheyrendur verði ekki fyrir vonbrigðum. Harmonikumeistarinn 2016 Vorið 2013 fór fram á vegum SIHU keppnin Harmonikumeistarinn í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Nú er komið að næstu keppni. Salurinn hefur verið leigður þann 9. apríl og þarf að vinna rösklega við undirbúning keppninnar. Það er mikilvægt að ná sambandi við alla þá tónlistarkennara, sem stunda kennslu og senda þeim þátttökugögn. Nú reynir á sambandið milli harmonikufélaganna og tónlistarskólanna. I síðustu keppni tóku níu ungir harmonikuleikarar þátt, fimm í yngsta flokki og fjórir í 13- 16 ára flokknum. Engir þátttakendur voru í elsta flokknum, en vonandi breytist það núna. 9

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.