Harmonikublaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 10
Harmonikufélag Rangæinga 30 ára 2015
Haraldur formaður setur hátíðina. Hljómsveit Rangœinga bíður átekta
Harmonikufélag Rangæinga var stofnað 14.
apríl 1985 og var stofnfundurinn haldinn í
samkomuhúsinu Gunnarshólma í Austur-
-Landeyjum. Stofnfélagar voru 80. Helsti
hvatamaður að stofnun félagsins var Valdimar
J. Auðunsson frá Dalseli landsþekktur harm-
onikuleikari einn Dalselsbræðra og var hann
jafnframt kjörinn fyrsti formaður félagsins.
Fyrstu árin sem félagið starfaði var starfsemin
aðallega fólgin í dansleikjahaldi og æfingum
í kringum slíkar uppákomur. Þegar Valdimar
lét af formennsku 1988 tókvið Sigrún Bjarna-
dóttir frá Arbakka í Landsveit og var hún
formaður félagsins til 1997. Sigrún gegndi
einnig formennsku í S.I.H.U. árin 1996
-1999. Er Sigrún lét af formennsku tók bróðir
hennar Jóhann Bjarnason við formennsku í
félaginu og var hann formaður félagsins allt
þar til hann féll frá í febrúar síðastliðnum.
Blessuð sé minning þessara föllnu félaga okkar.
Hamonikufélag Rangæinga hefur alla tíð verið
öflugt og reglulegar æfingar haldnar undir
styrkri stjórn Grétars Geirssonar bónda og
harmonikuleikara í Ashóli í Asahreppi .
Harmonikufélag Rangæinga tók fyrst þátt í
landsmóti harmonikufélaga árið 1987. Félagið
stóð fyrir landsmóti harmonikufélaga á Lauga-
landi í Holtum árið 1996 og á Hellu 2011.
Þar átti Jóhann Bjarnason eða Jói Bjarna eins
og hann var oftast kallaður mikinn heiður
skilið fyrir það hvernig hann hélt utanum það
mót og var afar ánægjulegt að vinna með
honum og öðrum félögum í Harmonikufélagi
Rangæinga að því ásamt þeim stjórnar-
mönnum í S.I.H.U. sem að því komu. Jói
Bjarna átti frumkvæði að því að farið var með
harmonikurnar í reglulegar heimsóknir í leik-
skóla og hefur sá háttur verið tekinn upp í
öðrum harmonikufélögum vítt um landið en
hugmyndin mun vera komin frá Elsu Þor-
björgu Arnadóttur eftirlifandi eiginkonu Jóa.
Harmonikufélag Rangæinga hefur staðið fyrir
reglulegum skemmtiferðum á vegum félags-
ins og á árum áður var m.a. farið í heimsóknir
til annarra félaga vítt um landið og miðin.
Farið var í mikla frægðarför til frænda okkar
í Færeyjum árið 2000 ásamt Harmonikufé-
laginu Nikkólínu úr Dölum vestur og Þorra-
kór þeirra Dalamanna, alls um 80 manna
hópur. A þessum tíma var Suðurlandsskjálft-
inn nýgenginn yfir og Grétar í Ashól sagði
mér að fólk hefði einfaldlega hætt að sópa upp
glerbrotin eftir skjálftann og stokkið af stað.
Einnig var flogið til Billund í Danmörku í
júní 2006 og ferðast um á þeim slóðum.
10
Munu báðar þessar ferðir hafa heppnast með
miklum ágætum. Eg velti því sjálfur fyrir mér
hvort það hafl verið svo gaman í þessum
ferðum að enginn muni neitt eftir þeim því
að ég hef ekki heyrt mikið talað um þær. Jói
heitinn var með í kollinum hugmyndir um
að heimsækja Norsk trekkspilklub í Noregi
en eftir er svo að sjá hvort við vinnum úr þeirri
hugmynd. Einnig er vert að minnast þess
þegar Jói fór með félagsmenn harmonikufé-
lagsins í rútu sem hann ók sjálfur upp á Snjó-
öldu (fjall í Veiðivötnum 930 m hátt) í prýð-
isgóðu veðri og þar voru nikkurnar þandar.
Ekki má gleyma harmonikumessunum. Jói
Bjarna átti og hrinti þeirri hugmynd sinni í
framkvæmd að félagið stæði fyrir svokölluðum
harmonikumessum þ.e. að í staðinn fyrir org-
elleik í messunni þá skyldu dragspilin þanin.
Fimm slíkar messur hafa verið haldnar í
Árbæjarkirkju í Landsveit auk einnar í Þor-
lákskirkju í Þorlákshöfn. Gjarnan hafa verið
frumflutt ný harmonikulög við þessar athafnir
m.a. eftir Jóa Bjarna og Hannes Birgir Hann-
esson organista og eins félaga okkar. I Þor-
lákskirkju voru fermingarbörnin mætt, vænt-
anlega í skyldumessu og þarna voru nokkrir
fermingardrengir sem voru ekki par hrifnir á
svip þegar við drógum upp nikkurnar og þeir
sá hvað í vændum var, en gaman var að sjá
undrunarsvipinn á þeim þegar „O þá náð að
eiga Jesú“ var poppað upp að hætti þeirra
Grétars Geirsonar og Tryggva Sveinbjörns-
sonar og ekki varð annað séð en að þeir
skemmtu sér konunglega í messunni. Þarna
tengdust saman tvær kynslóðir, eða þrjár, eftir
því hvernig á það er litið.
Harmonikufélag Rangæinga hefur gefið út
tvo geisladiska. Fyrri diskurinn heitir „Harm-
onikufélag Rangæinga“ og kom út árið 1999
og seinni diskurinn „I morgunsól minning-
anna“ kom út árið 2010.
I dag eru 56 skráðir félagar í Harmonikufélagi
Rangæinga.
Eftirtaldir aðilar hafa æft með Harmonikufé-
lagi Rangæinga á síðasta misseri: Á bassa Bragi
Gunnarsson, á rythmagítar Tryggvi Svein-
björnsson, á harmonikur Hannes Birgir
Hannesson, Grétar Geirsson, Þorgerður Jóna
Guðmundsdóttir, Haraldur Konráðsson og
Auður Friðgerður Halldórsdóttir.
Þegar þess var farið á leit við Harmonikufélag
Rangæinga að halda haustfund S.I.H.U. þá
kom upp þessi hugmynd hjá Jóa Bjarna að
slá saman haustfundinum og afmæli félagsins.
Eftir að þetta hafði verið rætt í stjórn félagsins
og samþykkt þar fór Jói fram á það við stjórn
sambandsins að fresta haustfundi hjá okkur
Rangæingum um eitt ár og var það auðsótt
mál. Þegar Jói svo féll frá þá kom það í minn
hlut að taka við keflinu og halda utanum
áframhaldandi störf félagsins og þar með
væntanlega afmælishátíð og haustfund. Eg
vissi svo sem að Jói var kominn vel á veg með
undirbúninginn en það verður að segjast eins
og er að af hálfu Jóa var undirbúningi
haustfundar nánast lokið. Gengið hafði verið