Harmonikublaðið - 01.12.2015, Page 11
manna í rútu í vettvangsskoðun um Hellu-
þorp undir styrkri fararstjórn þeirra hjóna
Unnar Þórðardóttur og Braga Gunnarssonar.
Eftir að fundi lauk var boðið upp á léttan
hádegisverð og síðan stormuðu allir upp í
rútuna og ekið var sem leið lá í austur frá
Hellu og beygt svo af þjóðvegi eitt niður í
Austur-Landeyjar. Undirritaður hafði tekið
að sér að gerast leiðsögumaður á þessu svæði
þar sem hann þekkir vel til enda fæddur, upp-
alinn og búsettur í Landeyjum. Ekið var í
gegnum sveitina og niður að Landeyjahöfn
þar sem hið glæsilega hafnarmannvirki var
skoðað. Reyndar var veðrið ekki upp á sitt
besta en rigning og rok var þennan dag en
það er ekki alveg óþekkt í Landeyjum. Eftir
stutt stopp við höfnina var ekið áleiðis upp í
Fljótshlíð og þá tók við fararstjórn Sigurdís
Baldursdóttir sem þekkir vel til Hlíðar, enda
fædd og uppalin þar. Að var við Kaffi Lang-
brók þar sem staðarhaldarar þau Ingibjörg
Elva Sigurðardóttir og hjónin Auður Frið-
gerður Halldórsdóttir og Jens Sigurðsson tóku
á móti hópnum og gengið var til Meyjarhofs
þar sem beið okkar gítarspil og söngur og þau
fræddu okkur um tilurð hofsins sem Jón heit-
inn Olafsson frá Kirkjulæk eiginmaður Ingi-
bjargar byggði til heiðurs hinni íslensku konu.
Eftir að hafa þegið kaffisopa með nýbökuðum
kleinum að hætti Brókverja var haldið aftur
til rútu og ekið áleiðis á Hótel Stracta þar sem
gestum gafst tími til hvíldar og undirbúnings
íyrir afmæliskvöldið sjálft.
Klukkan 19.00 fóru hátíðargestir að safnast
saman á hótelinu og í boði var fordrykkur
áður en gengið var til hátíðarsals. Undirritaður
hafði tekið að sér sem formaður Harmoniku-
félags Rangæinga að stjórna samkomunni. í
boði okkar heimamanna var fordrykkurinn,
hátíðarkvöldverðurinn ásamt dagskrá að hætti
heimamanna. Var þetta hin ágætasta samkoma
þó ég segi sjálfur frá þar sem fléttað var saman
söng, harmonikuspili, afmælisávarpi og ræðu-
höldum. Voru félaginu færðar veglegar afmæl-
isgjafir í tilefni tímamótanna og viljum við
hér með þakka fyrir þær ásamt fallegum
orðum okkur til handa. Eftir að formlegri
dagskrá lauk voru dragspilin þanin og dans
stiginn fram eftir nóttu.
Undirritaður vill fyrir hönd okkar heima-
manna þakka öllum sem að komu fyrir frá-
bærar stundir sem við áttum saman þessa helgi
á Hótel Stracta. Þær fara í minningabankann
og verða vel varðveittar þar.
Fyrir hönd Harmonikufélags Rangœinga,
Haraldur Konráðsson formaður
Myndir: Reynir Elíesersson
Ein af hljómsveitum helgarinnar. Doddi rafvirki, Grétar bóndi, Stefán Armann og Tryggvi Sveinbjöms á gítar
frá samningi við Hótel Stracta á Hellu og
dagsetningar og öll verð á hreinu. Þann 19.
september skyldi fundurinn og hátíðin fara
fram og þegar nálgaðist sú dagsetning fórum
við að setja okkur í startholurnar og ákveða
endanlega dagskrá og senda út bréf og annað
sem þurfti að gera. Við ákváðum að vera á
Seinnipart föstudags 18. september fóru
fundarmenn að mæta á Stracta og myndaðist
strax notaleg og heimilisleg stemning á hót-
elinu eins og jafnan er reyndar hjá harmon-
ikufólki. Reyndar hafði undirritaður ætlað að
eyða þessum degi öðruvísi en örlögin tóku í
taumana og ég sé ekki eftir því að hafa verið
Tveir HéraSsspilarar. Jón Sigfiísson og SigurSur Eymundsson liðka nikkurnar á fóstudagskvöldinu
okkar heimasvæði með lagaval og við erum
stolt af því að eiga og hafa átt laga- og texta-
höfunda í okkar röðum frá fyrstu tíð. Eins
hafði Jói lagt mikla áherslu á að nýta söng-
hæfileika félagsmanna okkar og bjóða upp á
söngatriði til jafns við harmonikuleik.
þarna í þessum góða hópi harmonikufólks.
Laugardaginn 19. var fúndur settur kl. 9.30
og stóðust allar tímasetningar sem settar höfðu
verið og var þetta hinn ágætasti fundur og
öllum fundarmönnum til sóma. Mættir voru
fulltrúar frá 13 aðildarfélögum af 14. A meðan
fundur stóð yfir var farið með maka fundar-
11