Harmonikublaðið - 01.12.2015, Qupperneq 12
Sumarhátíðin í Fannahlíð 3. - 5. júlí 2015
Sumarmót Harmonikuunnenda Vesturlands var haldið í Fannahlíð
eins og áætlað var, dagana 3. til 5. júlí. Borða-, stóla- og eldhúsliðið,
þau Geir, Gestur, Guðjón, Grétar og Jóhanna mættu til undirbúnings
í húsinu laust eftir kl. tvö föstudag. Valdimar kom nokkru síðar og
sinnti skyiduheimsóknum til þeirra sem komnir voru, við innheimtu
dvalargjalda. Helgi Jensson hafði útbúið merkimiða að venju. Þá voru
komnir á tjaldsvæðið fjöldi húsvagna og tjalda og var áætlað að um
fimmtíu gestir væru komnir. Astæða er til að nefna að meðal gesta var
Friðrik öryrki Steingrímsson, kominn alla leið frá Mývatni. Orðið
öryrki þýðir í hans tilviki maður sem er fljótur að yrkja. Eitthvað var
húsbíllinn að stríða Friðriki, en Siggi Harðar ljósmyndari Harmon-
ikublaðsins var staddur á staðnum og tókst að bjarga málum, enda
úrræðagóður með afbrigðum. Friðrik orðaði þetta á eftirfarandi hátt
Það stefndiflest í eina átt,
hvað árans túrinn varðar.
En fyrir rest þá fínan drátt,
égfékk hjá Sigga Harðar.
Þetta var þó ekki eina afrek Sigurðar, því á laugardags eftirmiðdaginn
klifraði hann upp á þak á fellihýsi ritstjórans og festi og tengdi sólar-
rafhlöðu. Þá sagði Friðrik:
Þó rekinn sé í hann rafhlaða ein
og rassi hans í þaðfórnað.
Þá fráleitt ég tel að fjarstýring nein,
Friðjóni geti stjórnað.
Veðrið var afar gott, mjög hlýtt en ekki mikil sól. Örlítilla rigningar-
dropa varð vart, sem var þó varla teljandi. Tókum við til að stilla upp
borðum og stólum. Bera inn hljóðfæri og annan hljómsveitarbúnað
sem Geir kom með úr geymslu. Gekk það fljótt og vel fyrir sig, en
Jóhanna undirbjó eldhúsið fyrir kvöldið. Allan tímann bættist við á
tjaldsvæðið og ljóst að fjölmennt yrði á staðnum. Settar voru upp
tilkynningar um hvenær dagskrár hæfust föstudag og laugardag. Einnig
auglýst hverjir tækju þátt í dagskráratriðum. Klukkan níu á föstudags-
kvöldið hófum við HUV menn að spila fyrir dansi og lékum í tæpan
klukkutíma, en síðan tóku aðrir við til miðnættis. Voru það m.a.Vind-
belgirnir, þ.e. Hilmar Hjartarson og Friðjón Hallgrímsson, Sveinn
Sigurjónsson og Birgir Hartmannsson og Doddi, þ.e. Þórður Þor-
steinsson. Nutum við allir frábærrar aðstoðar Sirríar, þ.e. Sigríðar
Indriðadóttur trommara og Helga E. Kristjánssonar að venju. Mjög
góð þátttaka var í dansinum og skemmti fólk sér hið besta. Eftir
miðnætti tóku sum okkar til í salnum áður en gengið var til náða.
Eftir hádegi á laugardaginn mætti borða- og stólaliðið og stillti upp
fyrir tónleikana. En Jóhanna á Kjaransstöðum og Hulda Helgadóttir
undirbjuggu kaffisölu sem hófst kl. hálf þrjú. Valdimar Sólbergsson
sá sem fyrr um alla innheimtu aðgangs og kaffisölu. Geir og Jóhanna
höfðu útvegað ungar stúlkur til að annast ölsölu. Þegar fólk hafði
komið sér fyrir í salnum um kl. þrjú hófust tónleikarnir. Fyrstir voru
HUV félagar og spiluðu fimm lög, sem tókust nokkuð misjafnlega.
Eða eins og haft var eftir Guðmundi Samúelssyni; að þeir vœru nú
nokkuð góðir miðað viðþað að þetta vœru nú orðnir aldraðir menn.
Næstur var hinn fjórtán ára gamli Davíð Harðarson, sem lék fjögur
lög. Síðan léku Sirrí, nú flautuleikari og Helgi E. Kristjánsson nokkur
lög saman. Sirrí lék síðan án undirleiks nokkur lög. Eftir það var
12
Veðrið lék viðgesti Fannahlíðar
blönduð músik þeirra Sirríar, Helga og Guðmundar Samúelssonar
sem léku saman með tilþrifum. Var þetta hin besta skemmtun. Eftir
að dagskránni lauk tók borða-, stóla- og eldhúsliðið til starfa á ný.
Hreinsaði af borðum og stillti upp í salnum fýrir kvöldskemmtunina.
Eftir það var hlé fram til kl. níu um kvöldið en þá hófst dansleikur að
Hér eru máttarstólpar HUV undanfarin ár aS leikajafnvel i síSasta sinn í FannahlíS
Frá vinstri Jón HeiSar, Geir GuSlaugsson og Gestur FriSjónsson
nýju. Margir spiluðu fyrir dansinum og fékk hver hópur fjörutíu og
fimm mínútur. Til aðstoðar harmonikuleikurum voru sem fyrr Sigríður
Hjördís Indriðadóttir og Helgi E. Kristjánsson. Fyrstur á svið var
Garðar Olgeirsson ásamt Fróða Oddssyni gítarleikara. Þá tóku
búfræðingarnir við, en þeir eru Grétar Geirsson og Guðmundur
Samúelsson. Síðan kom Sveinn Sigurjónsson með Fróða sér til full-
tingis. Á eftir þeim komu HUV menn Geir, Gestur, Jón Heiðar og
Lárus Skúlason. Lokahljómana áttu síðan B.D.dúettinn, þ.e. Birgir
Hartmannsson og Þórður Þorsteinsson (Doddi). Loka fjöldasöngur
kvöldsins með undirleik þeirra var „Hvað er svo glatt.“ Þröngt var á
þingi bæði kvöldin og mjög heitt inni þó reynt væri að opna hurðir
og glugga og hafa loftræstiviftu með köldum blæstri stanslaust í gangi.
Fólk lét það samt ekki aftra sér og var dansgólfið ávallt fullt nema
þegar skipt var um hljómsveitir. Þetta mót var afar vel heppnað og
frábært að forsvarsmönnum HUV tækist að ljúka starfi sínu á þessum
vettvangi á svo glæsilegan máta.