Harmonikublaðið - 01.12.2015, Page 14

Harmonikublaðið - 01.12.2015, Page 14
Skemmtiferð Harmonikufélags Vestfjarða til Stykkishólms 11.-13. september 2015 Ferðin hófst á Þingeyri við Dýrafjörð fyrir hádegi þann 11. september með því að Þing- eyringar gengu um borð í rútu þá sem var farkostur okkar í þessari ferð. I Dýrafirði stendur harmonikan traustum fótum. Æfingar eru stundaðar nokkuð reglulega og þar ber skjöld fýrir harmonikumönnum Guðmundur Ingvarsson fýrrverandi póst- og símstöðvar- stjóri. Bílstjóri í ferðinni var Elvar Sigurgeirs- son, Bolvíkingur. Lék stýrið svo í höndum hans að engu var líkara en bíllinn vœri á hjólum aðframan. Farkosturinn var rúta árgerð 1985, sú sama og flutti okkur til Stykkishólms í samskonar leiðangri og nú og á sömu dögum árið 2009. Þá fannst okkur að hún væri að ganga úr augnakörlunum. En hún hefur gengið í endurnýjun lífdaga með aldrinum. Við hlökkum til að ferðast með henni þegar hún verður fertug. Er Þingeyringar voru komnir um borð í rútuna var stefnan tekin áleiðis til Isafjarðar. Mýrhreppingar voru teknir um borð við vegamót hjá Gemlufallsá. Síðan var haldið rakleitt til Isafjarðar. Þar kom í rútuna margt þungavigtarfólk, m.a. formaður harmoniku- félagsins Karitas Pálsdóttir, maður hennar hinn landskunni Baldur Geirmundsson og sonur þeirra Flólmgeir, trommarinn góði. Ekki skal heldur dragast úr hömlu að nefna hinn sagnafróða og fingralipra Magnús Reyni sem handleikur stóra gítarinn (bassann) af mikilli snilld. Þó heita mætti að hvert sæti væri skipað í rútunni þegar Isfirðingar voru komnir um borð fundu allir sem þar voru að stórt skarð var nú fýrir skildi. Hér vantaði Villa Valla og hans ágætu konu í hópinn. Fararstjóri í ferðinni var formaðurinn sjálfur, Karitas Pálsdóttir og einkenndist stjórn hennar af mildi og festu. A mínútunni kl. 13 var lagt af stað frá ísafirði og eftir þægilega ferð um Djúp og Steingríms- fjarðarheiði var stansað við sölubúð Kaup- félags Steingrímsfjarðar. Það er eitt af fáum kaupfélögum á landinu sem ekki hefur farið á hausinn. Það státar bæði af vínbúð og veit- ingasal. Fararstjórinn gaf lítinn tíma til að nýta þau gæði, en menn sinntu þörfum sínum og fengu sér skyndibita. Síðan var ekið í Búðardal og þar tekið álíka stopp og á Hólma- vík. Frá Búðardal var ekið í einni striklotu til Stykkishólms. Leiðin lá um Vestfjarðaveg og síðan um Snæfellsnesveg fýrir Álftafjörð. Þar er malarvegur. Var hann allholóttur er við 14 Kokkurinn tekinn í Stykkishólmi fórum um hann á suðurleið. Það kom þó ekki að sök, svo er fýrir að þakka þrítugri rútunni og góðum bílstjóra. Þegar til Stykkishólms var komið var ekið rakleitt að Hótel Stykkishólmi þar sem ákveðið hafði verið að dvelja. Móttökur þar voru með ágætum. Fólk fékk úthlutað her- bergjum. Menn fóru og skoluðu af sér ferða- rykið. Síðan var gengið til kvöldverðar. Á borðum var mjög góð súpa og brauð. Eftir þá hressingu fóru menn að taka hrollinn úr hljóð- færum sínum. Harmonikukarlarnir og Lóa úr Dýrafirðinum ásamt Eddu söngkonu sinni tóku fýrri snerruna. Eftir það stigu á svið hljómsveit B.G. ásamt söngkonunni Margréti Geirs. Var spilað, rabbað, sungið og dansað til kl. 23:30. Laugardagurinn 12. september rann upp bjartur og fagur. Eftir góðan morgunverð var fólki smalað í rútuna. Síðan var ekið um gjörvöll stræti Stykkishólms. Bærinn er snyrti- legur og þar má sjá mörg gömul hús sem vel er við haldið. Ökuferðin endaði hjá Eld- fjallasafninu sem Haraldur Sigurðsson hefur komið þarna upp. Eftir að menn höfðu skoðað safnið dreifðist hópurinn. Sumir fóru í sund eða slettu úr klaufum víðs vegar um bæinn, aðrir lögðu sig og bjuggu sig þannig undir átök kvölds og nætur. Á mínútunni kl. 19:00 voru allir mættir í borðsalnum í sínu stífasta pússi. Þar var fram- reiddur þriggja rétta veislukvöldverður. Allir réttir valdir af fararstjóranum og borðhaldinu öllu stjórnað af honum. Gerðu menn matnum góð skil og stóðu upp frá borðum glaðir og saddir. Nú var ekki til langrar setu boðið, því kl. 21 átti að hefjast dansleikur í samkomusal hót- elsins sem Harmonikufélag Vestfjarða stóð fýrir. Svo hafði málum verið skipað að Dýr- firðingar, Harmonikukarlarnir og Lóa, skyldu stíga fýrst á svið og spila til kl. 22. Síðan tækju ísfirðingarnir við og spiluðu til kl. 1. Fyrir Dýrfirðingum fór tónstjórinn Guðmundur Ingvarsson. Aðrir harmonikuleikarar sem honum fýlgdu voru: Hreinn Þórðarson, Berg- sveinn Gíslason, Gunnar G. Sigurðsson, Kristján Gunnarsson og Lóa Snorradóttir. Taktstjóri og hljómborðsleikari var Líni Hannes Sigurðsson og söngvari Edda Arn- holtz. Á réttri mínútu lyfti Guðmundur tón- sprotanum og dansleikurinn hófst. Gekk allt að óskum, hljómsveitin spilaði og söng sígild harmonikulög og slúttaði með seiðandi tangó- lagi. Má segja að allt hafi verið í fínasta lagi nema aðsóknin var naum. Dýrfirðingar yfir- gáfu nú vettvang og var vel þakkað með hressilegu lófaklappi. Fyrr en varði voru Isfirðingar komnir á svið. Skal þar alfremstan telja Baldur Geirmunds- son sem spilar á allt. Strax á hæla honum komu Magnús Reynir með stóra gítarinn,

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.