Harmonikublaðið - 01.12.2015, Side 15
Valdimar á Mýrum ogÁsgeir Sig íþungum þönkum
Hólmgeir trommari og Samúel Einarsson hár-
skeri og hljómborðsleikari. Að lokum gekk
Margrét Geirsdóttir söngkona í salinn og hóf
þá hljómsveitin að spila með hvelii miklum
og tilþrifum. B.G. hamaðist á nikkunni og
aðrir hljómsveitarmeðlimir iétu ekki sitt eftir
liggja. Má segja að varla hafi feilnóta verið
slegin. Þarna komu líka fram með hljóm-
sveitinni gestaspilarar og söngvarar sem stóðu
vel fyrir sínu. Var haldið uppi fullum dampi
fjölmennt á ballinu var þar góðmennt og
mikið fjör. Hygg ég að einhverjum hafi farið
þarna líkt og Hirti í Fagrahvammi þegar hann
kom á böll, að henda staf og hækju og dansa
sleitulaust. Eftir ballið gengu flestir fijótlega
til náða, en einhverjir kunna að hafa haldið
eitthvað áfram að gá í glös.
Morguninn 13. september heiisaði með
skúraveðri en fljótlega stytti þó upp. Eftir
góðan morgunverð og uppgjör skulda kvöddu
Ein afhljómsveitum kvöldsins. Margrét Geirsdóttir, Baldur Geirmunds ogMagnús Reynie, sem skyggja á Samúelhljóm-
borðsleikara og Hólmgeir trommara
í þrjá tíma, eða til kl. 1. Þá var ballinu slúttað
í samræmi við fyrirmæli fararstjóra.
Þegar leið á kvöldið hafði ballgestum fjölgað
nokkuð. Fátt var þó af Snæfellingum. Flestir
aðkomnir baligestir komu frá Reykjavík, fólk
sem hafði einhver tengsl við félaga í harmon-
ikufélaginu. Einn skógarhöggsmaður kom
norðan úr Tálknafirði og var við annan mann
(konur eru líka menn). En þó ekki væri mjög
menn vini og kunningja, sem héldu í aðra átt
og stigu síðan inn í rútuna góðu sem að venju
hélt af stað á ákveðinni mínútu, nú kl. 11.
Var ekin sama leið norður og við höfðum ekið
suður og var stansað á sömu stöðum. Nú hafði
þó orðið sú breyting á að við ókum nýheflaðan
veg fyrir Áiftafjörð.
Sú venja hefur skapast í ferðum harmoniku-
féiagsins að framhleypnir menn hafa farið í
míkrófóna rútanna og þreytt samferðafólk
með masi sínu. Svo var og í þessari ferð. Þar
var fararstjórinn framarlega í flokki og fleiri
voru slæmir með þetta, undirritaður þó lang
verstur og teygði iopann með ýmsu. Hann
sagði t.d. frá kumpánum sem fengu viður-
nefnin Mangi sprútt og Valdi peli. Hann sagði
líka frá Þorbirni sauðfjárbónda á Osi í Arnar-
firði sem gaf ám sínum nöfn þekktra dándi-
kvenna og hrútana nefndi hann Ómar Ragn-
arsson, Megas og Egil Öiafsson. Ekki hafði
þetta mikla lukku í för með sér, því hrútarnir
lembdu ærnar um mitt sumar og sauðburður
stóð því sem hæst um jól og áramót. Sjón-
varpið brást við og sendi tökulið að Ósi til að
mynda þessi kynstur. Fór Þorbjörn með liði
þessu í fjárhúsin og benti á hvar Sigga Bein-
teins, Rósa Ingólfs og Guðrún Gunnars voru
í stíum með lömb sín, en Ómar og félagar
horfðu roggnir á úr hrútastíunni.
Magnús Reynir er sagnamaður góður. Hann
sagði frá körlum, sem líkt og Þormóður Kol-
brúnarskáld, krjúpa að konum, bæði sínum
eigin og annarra. Hann sagði líka frá mönnum
sem rekast illa í flokkum, líkt og hann sjálfur.
Einnig sagði hann frá orðheppnum presti sem
hafði yndi af að kasta rekum á framsóknar-
menn og öðrum prestum sem slógust á
Gemlufallsheiði.
Guðmundur Ingvarsson gerir ekkert óhugsað.
Hann fjaliaði um spakmæii Þórarins bónda
á Höfða í Dýrafirði. Hér skulu aðeins fjögur
nefnd: Ekki labbar dótið. - Það er kappnógað
Ijúga um belming. - Þœr eru jjörugar þessar
litlu. - Það er ekki nóg að geta hlaupið ef vitið
vantar. Guðmundur kvaðst hyggja að hér væri
í öllum tilfellum um sannmæli að ræða og
færði gild rök fyrir að svo væri.
Engilbert Ingvarsson, áður bóndi á Tyrðil-
mýri, kann margt að segja af fólki því sem
bleytti smörið í Inndjúpi á iiðnum öldum.
Hann flutti prýðilega greinargott erindi um
fólk og býii þar á þeim tíma er mannlíf stóð
í blóma.
Ymsir fleiri fóru í míkrófóninn í þessari ferð
en hér hafa verið nefndir, en undirritaðan
brestur minni til að gera grein fyrir því öllu.
Þá biður hann viðkomendur forláts ef eitthvað
kann að vera rangt haft eftir mönnum. Meðan
flytjendur iétu móðann mása rann flestum í
brjóst er á hlýddu, fengu því sögumenn gott
hljóð. Tíminn leið hratt og fyrr en varði var
komið til Isafjarðar. Þar yfirgáfu Isfirðingar
rútuna. Skildust menn með kærleikum og
glöddust yfir vel heppnaðri för. Rútan hélt
svo til Þingeyrar og skilaði Dýrfirðingum til
síns heima.
Valdimar H. Gíslason
Myndir Karítas Pálsdóttir
15