Harmonikublaðið - 01.12.2015, Síða 17

Harmonikublaðið - 01.12.2015, Síða 17
jónatan Ölafsson Tónskáldið sem á lagið í blaðinu að þessu sinni var Jónatan Olafsson. Hann var fæddur í Reykjavík þann 17. febr- úar 1914. Hann hóf að leika á hljóðfæri níu ára gamall og íjórtán ára ára var hann farinn að leika á dansleikjum í Reykjavík og fljótlega fór tónlistin að skipa stærri sess í lífi þessa unga tónlistarmanns. Hann var reyndar ekki eini tónlistarmaðurinn í fjölskyldunni, því báðir bræður hans urðu kunnir söngvarar, þeir Erling, sem lést fyrir aldur fram og Sig- urður, sem heillaði landsmenn í áratugi með hressilegum söng. Arið 1933 fór Jónatan, sem undirleikari með Erling, í söngferðalag um landið og á Siglufirði bauðst honum starf sem píanóleikari. Þar urðu þáttaskil því á Siglu- firði starfaði hann sem hljóðfæraleikari og tónlistarkennari næstu árin. A þessum árum var Siglufjörður sannkallaður síldarbær og „þá voru indælar andvökunæturnar upp í Hvanneyrarskál“, eins og segir í ljóði Núma Þorbergssonar við lag Jónatans, Landleguvals- inn. Hann varð því atvinnumaður í faginu 19 ára gamall og var það næstu fjörutíu árin. Þegar Jónatan kom suður aftur var komið stríð, íbúafjöldi höfuðborgarinnar hafði tvö- faldast og atvinnutækifærum tónlistarmanna fjölgað jafnvel ennþá meira. Jónatan hóf snemma að að setja saman lög og tvisvar vann hann fyrstu verðlaun í danslagakeppni S.K.T. Þetta voru lögin I landhelginni og Laus og liðugur. Þá voru lög eins og Bldr varstu sœr, sem Þuríður bróðurdóttir hans söng inn á plötu, Kœnupolkinn og mörg fleiri, ekki þeirra gerðar að gleymast svo auðveldlega. Fljótlega var farið að gefa lög Jónatans út á plötum, en fjölmörg lög hans hafa verið gefin út með hinum ýmsu flytjendum. Hann var ekki heldur í vandræðum með textahöfunda, enda kölluðu lögin beinlínis á texta. Þar má fremstan telja Núma Þorbergsson, en margir textar hans við iög Jónatans nálgast það að vera orðnir þjóðvísur. Jónatan hætti að mestu opinberum hljóðfæraleik um sextugsaldurinn, enda búinn að vera í eldlínunni lengi. Hann hafði unnið lengst af sínum starfsaldri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og því búinn að vera í tvöfaldri vinnu mestan part ævinnar. Jónatan Olafsson lést 11. apríl 1997. Gleðileg jól og farsæli komandi ár. Verið velkomin í viðskipti. HERAÐSPRENT Miðvangi 1, 700 Egilsstaðir Sími 471 1449 I www.heradsprent.is print@heradsprent.is 17

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.