Harmonikublaðið - 01.12.2015, Side 20
Haustverkin hjá FHUR
Ennþá einu sinni líður að jólum og áramótum. Af einhverjum óút-
skýrðum ástæðum, þá verða þessi blessuðu ár sífellt styttri og styttri.
Kannske ekki að furða, þar sem mér finnast vikurnar aðeins saman-
standa af föstudögum og sunnudögum. Reyndar vil ég meina, að þessi
mikli hraði tímans bendi til þess að lífið sé einfaldlega svona skemmti-
legt. Og ekkert nema gott um það að segja.
Hefðbundið vetrarstarf FHUR hófst með dansleik í Breiðfirðingabúð,
laugardaginn 10. október.
Var hann það vel sóttur, að ekki var laust við að gjaldkeri FHUR brosti
út í annað, ef ekki bæði, þegar talið var upp úr kassanum í lokin. Að
venju var dansinn stiginn frá því kl. 08:30 - kl. 01:00.
Var það samdóma álit dansgesta að þetta hefði verið hið ágætasta ball.
Sigurður Alfonsson tók fyrstu törnina. Ekki var að heyra að þar færi
maður, sem ekki hefði leikið fyrir dansi árum saman. Sigurði til full-
tingis voru þeir Sveinn Ingi á trommur, Helgi E. Kristjánsson á gítar
og Hreinn Vilhjálmsson á bassa. Palli formaður og Þórleifur Finnsson
tóku við af Sigurði og áttu ekki í erfiðleikum að halda uppi fjörinu.
Þórir trommari og Ragnar Páll leystu þá Svein Inga og Helga af en
Lára Björg söng. Stórdúettinn Hildur Petra og Vigdís luku síðan
dansleiknum og héldur gólfinu vandræðalaust fullu til loka, ásamt
þeim Sveini Inga, Helga og Hreini.
Það er sveifla. Stefanía tekur Svenna til kostanna.
Tjúttað og djœvað í Breiðfirðingabúð
Víst er það svo, að allt orkar tvímælis þá gert er. Það verður alltaf svo
að það sem einum þykir gott líkar öðrum miður. A það jafnt við um
harmonikutónlist sem annað. Við því er ekkert að gera, annað en að
reyna að hafa sem fjölbreyttast danslagaval á dansleikjunum, þannig
Það vantaði eitthvað annað en plásið á nóvemberballinu.
Næst var síðan dansleikur 21. nóvember. Var hann ekki eins vel sóttur,
en engu að síður hin ágætasta skemmtun og var mikið dansað. Enda
gott pláss á dansgólfinu og alveg tilvalið fyrir mikla dansara að láta
gamminn geisa. Enn sem fyrr voru það félagar úr FHUR sem sáu um
tónlistarflutninginn og fóru þeir á kostum. Þar hóf leik Garðar Olgeirs-
son, sem stóð upp fyrir Gunnari Kvaran eftir hálfan annan tíma.
Formaður SIHU gaf ekki síður vel á garðann að vanda og fékk einnig
góðar undirtektir. Sveinn Sigurjóns lauk síðan ballinu á hefðbundinn
hátt og þurfti ekki að ganga í verkin hans frekar en fyrri daginn. Helgi,
Hreinn og Sveinn Ingi sáu um undirleik.
Fleira er nú ekki á döfinni þetta árið, en níunda janúar á nýju ári
verður aftur sett á fulla ferð og síðan er þorrablót 13. febrúar. Verður
það auglýst enn frekar þegar þar að kemur. Eg vil þó góðfúslega árétta
það, að öll okkar starfsemi byggist á því að áhugafólk um harmonik-
una, tónlistina sem henni tengist, dansinn og allt annað sem henni
fylgir mæti vel á þá viðburði sem haldnir eru.
I starfsemi okkar í harmonikufélögunum gilda sömu lögmál og í
annarri félagsstarfsemi, sama hvað stjórnirnar eru kröftugar og áhuga-
samar, þá eru það hinir almennu félagar sem bera uppi starfið.
20
að sem flestir fái eitthvað
við sitt hæfi.
Nú í upphafi aðventu, vil
ég senda öllum harmo-
nikuunnendum sem og
öllum öðrum er þetta ber
fyrir augu, bestu óskir um
notalega og góða aðventu
og fyrir hönd FHUR óska
ég ykkur öllum gleðilegra
jóla, og farsældar og gleði
á nýju ári.
Með kærri kveðju,
Páll S. Elíasson
form. FHUR
Myndir: Lára Björg
Jónsdóttir
Ship o 'hoj, ship o 'hoj