Harmonikublaðið - 01.05.2016, Síða 4

Harmonikublaðið - 01.05.2016, Síða 4
Fannarhlíðarhátíðir og unga fólkið Á Fannahlíðarhátið HUV árið 2001 tók ellefu ára stúlka upp þverflautuna sína, ásamt samnemenda sínum og hófu þær að leika dúett fyrir hátíðargesti. Þessi unga stúlka var Sigríður Hjördís Ind- riðadóttir (Sirrí) frá Kjaransstöðum og félagi hennar Rut Berg Guðmunds- dóttir. Sirrí hafði þá hafið nám í þver- flautuleik hjá Helgu Kvam í Tónlistar- skóla Akraness. Árið eftir lék Sirrí einleik á sama sviðinu, en var þá með undirleik af hljómdiski. Helgi E. Kristjánsson var á þessari hátíð og lét þess getið að hann vildi gjarnan annast undirleikinn fyrir Sirrí, sem hann hefur gert allar götur síðan, utan einu sinni að hann komst ekki vegna anna, en þá hljóp Hreinn Vilhjálmsson í skarðið. Sirrí hefur nú leikið á öllum hátíðunum, eða alls í fjórtán skipti og ekki er ólíklegt að fimmtánda skiptið bætist við nú í sumar. Sirrí hefir, auk flautuleiksins, leikið af snilld á trommur frá 13 ára aldri með danshljómsveit HUV og var fengin til liðveislu við danshljómsveit Þingeyinga sumarið 2015 og lék með þeim á trommur. Á þeirri skemmtun lék hún einnig einleik á þverflautuna. Sirrí var við framhaldsnám í flautuleik í Belgíu veturinn 2014-2015, en stundar nú nám við Listaháskóla Islands. Hún hefir sömuleiðis leikið einleik með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Gestur Friðjónsson ritari HUV Meistari Bragi með unga fólkinu. Ljósm. Geir Guðlaugsson Vetrarstarf á Héraði Eins og undanfarin ár hafa félagar í Harmo- nikufélagi Héraðsbúa leikið á miðvikudags- kvöldum fyrir dansi í félagsaðstöðu eldri borgara í Hlymsdölum á Egilsstöðum. Þátt- taka hefur verið ásættanleg. Þeir sem hafa séð um þetta af hálfu HFH eru þeir Jón Sigfús- son, Sveinn Vilhjálmsson, Sigurður Gylfi Björnsson, Hjalti Friðriksson og Kristinn Jónsson. Á bóndadaginn fóru þeir Jón og Sveinn og léku fyrir börnin í leikskólunum Tjarnarlöndum og Skógarlöndum á Egils- stöðum en þar voru haldin þorrablót fyrir börnin. Á sömu skemmtun sýndu þau Jökull Hlöðversson og Erla Salómonsdóttir gömlu dansana íklædd þjóðbúningum. Ræddu þau um búningana og dansana við börnin, sem sýndu hvoru tveggja mikinn áhuga og spurðu margs eins og barna er siður. Var þetta hin ágætasta stund og öllum þátt- takendum til mikls sóma. Á harmoniku- daginn 7. maí verður spilað í verslunum á Egilsstöðum, sem og í Dyngju, sem er nýtt hjúkrunarheimili aldraðra á Fljótsdalshéraði. Hinn árlegi harmonikudansleikur HFH verður haldinn í Valaskjálf 27. ágúst. Von- andi tekst jafn vel til og í fyrra, þá breyttist tíðarfarið úr köldu og blautu sumri í sól og sumaryl, sem stóð fram að veturnóttum. I fyrra mættu um 200 manns á dansleikinn. Harmonikufélag Þingeyinga er búið að boða komu sína eins og oft áður. Jón Sigfusson formaður HFH Harmonikufélag Reykjavíkur í fullu fjöri Harmonikufélag Reykjavíkur verður 30 ára næsta sumar og er undirbúningur í fullum gangi. Dagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 28. maí nk. með tónleikum í Ráðhúsinu og balli um kvöldið. Dagskráin verður auglýst betur þegar nær dregur. Reynt verðut að draga sem flesta að sviðinu sem starfað hafa innan vébanda HR og víst má telja að andi stofnandans, Karls Jónatanssonar, muni svífa yfir vötnunum því nokkuð af því efni sem flutt verður kemur úr hans ranni. Auk undirbúnings þessarar afmælishátíðar hefur ýmislegt á dagana drifið á árinu. Nokkrir félagar lögðu í púkk á tónleikum 4 landsambandsins í Salnum í mars að ógleymdum tónleikum á Græna hattinum í febrúar. Þá spiluðu félagsmenn fyrir vistmenn á Hrafnistu í Laugarási í febrúar á svoköll- uðum „Geymslutón- leikum“ og svo fyrir dansi á Hrafnistu í Hafnarfirði nú í apríl á svokölluðu Kráar- kvöldi. Og svo er ýmislegt í bígerð sem telst til fastra liða. Gert er ráð fyrir að félagar bretti upp ermar úti á Granda á Hátíð hafsins og á Sjó- mannadaginn, þá er gert ráð fyrir dansleik á 17. júní í Ráðhúsinu og harmonikuleik í Árbæjarsafni 17. júlí í sumar. Olafur Briem

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.