Harmonikublaðið - 01.05.2016, Page 6

Harmonikublaðið - 01.05.2016, Page 6
Fjáröflunartónleikar SÍHU í Salnum 5. mars 2016 Margrét A mardóttir leikur aftilfinningu Agnes Löve, Reynir Jónasson og SigurSur Alfonsson í Ijúfum tangó Þrátt fyrir að Samband íslenskra harm- onikuunnenda hafi verið stofnað fyrir 35 árum síðan, hefur í raun aldrei verið talað um annan tekjustofn fyrir sambandið en landsmótin á þriggja ára fresti. Það hefur í raun verið í annarra höndum en stjórnar sambandsins, því framkvæmd landsmótanna er á ábyrgð þeirra félaga sem halda þau. Sam- bandið hefur þó staðið fyrir fjáröflun- arverkefnum endrum og sinnum. Það fyrsta líklega sumarið 1991 þegar fjórir sænskir harmonikuleikarar fóru um landið og héldu tónleika í tilefni af tíu ára afmæli sambandsins. Laugardaginn 5. mars sl. var svo komið að nýrri fjáröflun á vegum sambands- ins. Á aðalfundi SIHU sem haldinn var á Hellu síðastliðið haust var m.a. lagt til að sambandið héldi tónleika til fjáröflunar. Og nú skyldi fylgja þeirri tillögu eftir. I nefnd sem tók að sér undirbúning tónleikanna sátu for- maður sambandsins Gunnar Kvaran, gjaldkerinn Sigurður Eymundsson og Guðrún Guðjónsdóttir margreyndur stjórnarmaður og þrautreyndur hug- myndasmiður. Ákveðið var að halda tónleika með íslenskum harmon- ikuleikurum, helst af yngri kyn- slóðinni. Það reyndist erfitt, enda fjórir þeirra í tónlistarnámi erlendis. Þrír gáfu kost á sér, þau Margrét Arnar- dóttir, Haukur Hlíðberg og Flemming Viðar Valmundsson. Haukur heltist úr lestinni þegar hann fmgurbrotnaði þremur vikum fyrir tónleikana. Klukkan 17:00 á laugardeginum setti Gunnar Kvaran formaður SIHU tón- leikana með stuttu ávarpi. Tónleikarnir hófust á því að Sigurður Alfonsson lék AustangjóLuna eftir Karl Jónatansson. Að því loknu léku þeir Sigurður og Húnvetningurinn Einar Friðgeir Björnsson franskan vals, CielDJanjou eftir Jo. Martineou, í dúett. Þriðja atriðið var sérstakt að því leyti að Agnes Löve settist við píanóið og lék með þeim Reyni Jónassyni og Sigurði Alfonssyni tvo tangóa, fyrst Uno eftir Argentínumanninn Mariano Mores og síðan hinn gullfallega Por una Cabeza eftir Carlos Gardel. Næst steig á svið Margrét Arnardóttir, eini kvenkyns harmonikuleikarinn á tónleik- unum. Hún lék Olívublómin hans Pietro Fros- ini og La Nmoyee eftir Frakkann Yan Tiersen. Hún var beðin um aukalag og lauk sínum leik á Vals d‘accordion eftir Argentínumanninn Carlos DAlessio. Þá var komið að Grétari Geirssyni. Hann byrjaði á Schottis Brillante eftir Norðmanninn Ottar E. Akre. I kjölfarið fylgdi valsinn Elvira, eftir Pietro Deiro. Áheyrendur vildu fá meira að heyra og Grétar lauk sínum þætti með gömlum enskumTollefsen standardi, Meet me down atsunset valley. Síðastur fyrir hlé var Guðmundur Samúelsson, sem hljóp í skarðið þegar Haukur Hlíðberg forfallaðist. Guðmundur lék tvo kunna slagara, nefnilega Jalousie eftir Gade og Misty eftir Erroll Garner. Ekki vildu áheyrendur rétta úr sér fyrr en Guð- mundur hafði leikið T'fila, þjóðlag frá Israel. Eftir hlé settist hinn aldni meistari Bragi Hlíð- berg með hljóðfærið og hann hóf leikinn á Dásamlegum dögum (Beautiful days) eftir Pietro Frosini. Að því loknu fór Bragi í smiðju Norð- mannsins Asmund Björken og lék Minningar frá Froskaey (Frosö minner). Að sjálfsögðu vildu áheyr- endur fá meira frá meistaranum og hann lauk sínum þætti á hinni gull- fallegu Kvöldkyrrð eftir Oliver Guð- mundsson. Nú var komið að Einari Friðgeiri Björnssyni af því fræga Bjargskyni í Miðfirði. Þarþykir jafn- sjálfsagt að leika á hljóðfæri eins og að fá sér morgunmat. Hann hóf leikinn á skottísnum Með bros á vör eftir frænda sinn Gretti Björnsson. Næst var polkinn Coquette, eftir Pietro Frosini og Einar Friðgeir lauk leik sínum á Kenndu mér að kyssa rétt eftir Elsu Sigfúss. Nú var komið að einleik Reynis Jónassonar, en hann fór í smiðju Svíans Andrew Walter og byrjaði á Vals Caprice nr3. Þessu fylgdi hann eftir með Astarþönkum (Thoughts of love) Pietros Frosinis. Hann var krafinn um aukalag og lauk sínum hluta með Vor í Vagla- skógi eftir Jónas Jónasson. Næstur á svið var annar Þingeyingur, Einar Guðmundsson. Hann leitaði fanga hjá Pietro Deiro og hóf leikinn á Elviru valsinum. Hann heiðraði síðan sýslunga sinn Karl Jónatansson og lék Vestan vindinn. Vegna fjölda áskorana um aukalag hljómaði Czar- das eftir Monti í lokin og tón- leikagestir voru meira en sáttir. Síð- asti einleikarinn á svið í Salnum var yngsti þátttakandinn, Flemming Viðar Valmundsson, sem er rúmum 70 árum yngri en Bragi Hlíðberg. Hann hóf leik á hluta úr svítu eftir Frakkann Franck Angelis en sá er einn af frægari nútímahöfundum á harmonikutónlist. Hann hélt síðan áfram með prelodíu í g moll op. 23 eftir Rachmaninoff. Segja má að þegar þarna var komið hafi tón- Ieikagestir upplifað alla breiddina eins og sagt er. Honum tókst að núllstilla salinn með Gyðingaflug- manninum eftir Rússann Yevgeny Debrenko, sem er einskonar skop- stæling af Flugi býflugunnar eftir Rimsky Korsa- kov. Lokaatriði tónleikanna var samleikur þeirra Einars og Flemmings. Þeir byrjuðu á Orfeum Intermezzo eftir Norðmanninn Christian Liebak og fylgdu því eftir með Herragarðspolka Andrew Walters. Ekki dugði þetta því nú voru áheyrendur komnir í stuð og heimtuðu meira. Þeir félagar skutu á stuttum fundi og í lokin hljómaði Wiggen polkinn með öllu tilheyrandi. Þetta kunnu gestir að meta og fagnaðarlætin ómuðu um salinn.

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.