Harmonikublaðið - 01.05.2016, Side 8

Harmonikublaðið - 01.05.2016, Side 8
Veturinn hjá Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík Árið 2016 hófst á dansleik þann 9. janúar. Þórleifur Finnsson hóf leikinn og dró ekki af sér, en var leystur af hálfum öðrum tíma síðar af þeim félögum Reynir Jónassyni og Gunnari Kvaran. Ekki varð þeim skotaskuld úr að halda gestum við efnið þangað til Vindbelgirnir, Hilmar og Friðjón tóku við og luku ballinu um eitt leytið. Var þá af mörgum dregið. Ómissandi voru þeir Hreinn Vilhjálmsson á bassa og Helgi Eiríkur Kristjánsson á gítar, auk þess sem Guðmundur Steingrímsson sló taktinn. Þá má ekki gleyma Láru Björg Jóns- dóttur sem söng með Þórleifi, en með þeim trommaði trommari númer eitt hjá FHUR og heiðursfélagi, Þórir Magnússon. Þá fékk Helgi gítarleikari frí á meðan Ragnar Páll sá um gítarleikinn með Þórleifl. Undanfarin ár hafa Félag harmonikuunnenda og Þjóðdansafélag Reykjavíkur haldið sam- eiginlega árshátíð. Á því varð engin breyting í ár. Eftir að 140 manns höfðu gætt sér á ósviknum þorramat frá Magnúsi Margeirssyni undir gamansögum Emils R. Hjartarsonar fyrrum skólastjóra á Flateyri og Péturs Bjarna- sonar fyrrum fræðslustjóra á Vestfjörðum, byrjaði dansinn, sem Sigurður Alfonsson hóf, en hann hefur verið í fríi frá dansspilamennsku undanfarin á. Gólfið fylltist á svipstundu. Formaður landssambandsins Gunnar Kvaran var næstur á svið ásamt Reyni Jónassyni og ekki veittist þeim erfitt að halda gestunum við efnið. Eftir happadrættisdrátt var komið að Þórleifi og Páli Elíassyni formanni. Þeir léku og sungu ásamt Láru Björg, þar til Vind- belgirnir spiluðu út blótið. Var mesta furða hve margir voru í húsinu klukkan að ganga tvö, eftir það sem á undan var gengið, en fólk hafði ekki slegið slöku við í dansinum. Það var skemmtileg tilbreyting að nokkrir valin- kunnir Þingeyingar lögðu land undir fót og lífguðu upp á blótið með nærveru sinni. Þá má ekki gleyma Dalamönnum og Breið- firðingum, sem brugðu sér af bæ í tilefni dagsins. Það er ætíð til ánægju þegar félagar úr öðrum félögum sjá ástæðu til heimsækja bókstafstrúar harmonikuunnendur í höfuð- staðnum. Eins og oft áður fengu gestir þorrablótsins fyrri parta til að botna og voru vegleg verðlaun í boði. Fyrripartarnir voru fengnir hjá þeim „öryrkjum“ Kristjáni Run- ólfssyni, Skagfirðingi í Hveragerði og Ragnari Inga Aðalsteinssyni, Jökuldælingi í Reykjavík. Nokkrir góðir hagyrðingar voru meðal gesta og fjölmargir botnar bárust dómnefndinni. Verðlaun fyrir besta botninn fékk Þing- eyingurinn Reynir Jónasson. Fyrriparturinn kom frá Kristjáni og hæfði vel meðalaldri blótsgesta. Svona hljómaði verðlaunavísan eftir að Reynir hafði botnað. Kvennaband FHUR í ISnó. Halldóra, Eha, ÁsgerSur, GySa og Elísabet. 1 baksýn glittir íþá Helga Kristjáns, Eggert Kristins, og Pétur Bjarna Þegar lokast lífsins hlið og lýkur dœgurþrasi. A því verður einhver bið, að ég lyfti glasi. Þann 7. febrúar var blásið til skemmtifundar í Iðnó, með bollukaffi, enda sjálfur bollu- dagurinn daginn eftir. Þar kom hljómsveit félagsins fram undir stjórn Reynis Jónassonar, en hann hefur með aðstoð Sigurðar Alfons- sonar séð um stjórnina í vetur. Hljómsveitin lék létt og skemmtilega, sem áheyrendur kunnu að meta. Ungur harmonikunemandi Freyja Þórsdóttir heillaði fólk með frjálslegri framkomu og góðri spilamennsku og sama gerði Runólfur Bjarki Arnarson. Framtíðar- fólk! Þá léku af eldri gerðinni Hilmar Hjart- arson, Þórleifur Finnsson og Páll Elíasson. Næsti dansleikur fór svo fram 19. mars. Þar kom fram Hellishólabóndinn Garðar Olgeirs- son og fipaðist ekki frekar en fyrri daginn. Næst stigu á svið Dragaspilsdrauma drottingarnar Vigdís Jónsdóttir og Hildur Petra. Þeirra hafði verið beðið með eftir- væntingu, eftir skemmtilega takta í október og þær ullu ekki vonbrigðum. Sveinn Sigur- jónsson leysti þær af um hálftólf og vafðist ekki fyrir honum að halda dansgólfinu fullu til loka. Þessi dansleikur var haldinn í skugga sviplegs fráfalls Helga E. Kristjánssonar, sem látist hafði tæpum hálfum mánuði áður. I hans stað lék á gítar Edvin Kaaber. Hreinn sá Dansinn stiginn i BreiSfirSingabúS

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.