Harmonikublaðið - 01.05.2016, Page 9

Harmonikublaðið - 01.05.2016, Page 9
Þau dönsuðu öllparna ‘ í dynjandi galsa, pau dönsuðu polka og um bassann að venju og Sveinn Ingi Sigur- jónsson lék á trommur. Síðasti dansleikur vetrarins fór svo fram 16. apríl. Nú voru kallaðir til þrír sem ekki höfðu getað leikið fyrr í vetur. Einn þeirra, gjaldkeri SIHU Sigurður Eymundsson hóf leikinn og honum til fulltingis, með aðra harmoniku, var kom- inn formaðurinn Gunnar Kvaran. Þeir léku þar til Vindbelgirnir tóku við og léku næsta klukkutímann. Þá var komið að Erlingi Helgasyni, sem tókst léttilega að halda gólf- inu fullu, með dyggri aðstoð kennara síns Gunnars Kvaran, þar til Ingvar Hólmgeirs- son tók við með sínu fólki og lauk ballinu. Kristrún Sigurðardóttir söngkona og Þor- valdur Skaftason gítarleikari og söngvari léku með Ingvari. Það var hrein tilviljun að sami harmonikuleikari lauk vetrinum í vetur eins og á síðasta ári. Guðmundur Steingrímsson var á trommum, Edwin Kaaber á gítar og Hreinn Vilhjálmsson á bassa. Aðsókn á dansleikina í vetur hefur verið minni en síðustu ár og er það orðið verulega alvarlegt áhyggjuefni. Má kalla það öfugþróun að eftir því sem danskunnáttu þjóðarinnar fleygir fram, skulu dansleikir vera að leggjast af. Allir dansleikir félagsins hafa farið fram í Breiðfirðingabúð. Harmonikudagurinn er næstur á dagskrá 7. maí, en þá munu félagar í FHUR leika víðsvegar um höfuðborgar- svæðið í verslunarmiðstöðvum. Að því loknu er smáhlé fram að „Nú er lag á Varm- anlandi“, um verslunarmannahelgina. Friðjón Hallgrímsson formaður skemmti- nefndar FHUR Ljósmyndir: Siggi Harðar M Yngvi Jóhannsson f. 7. september 1935 - d. 30. mars 2016 Góður vinur okkar hjóna Yngvi Jóhanns- son hefur nú kvatt og minnumst við hans með mikilli hlýju. Ég kynntist honum fyrst þegar Jón Sævar bróðir minn fór að gera hosur sínar grænar fyrir systur hans Lilju og enn betur eftir að Jakob, sonur hans og Eliane, hóf að nema hjá mér harmon- ikuleik 1978. Átti ég óteljandi margar ánægjustundir heima við eldhúsborðið hjá þeim hjónum að loknum hljómsveitaræf- ingum með Jakobi hjá Félagi harmoniku- unnenda í Reykjavík á fyrstu starfsárum þess, en hann byrjaði mjög ungur að spila með okkur. Yngvi og Eliane störfuðu af miklum krafti í FHUR á þeim tíma, hún við kaffisölu á skemmtifundum og fljótlega tók Yngvi að sér formennsku félagsins um nokkurra ára skeið. Sinnti hann því starfi af einstökum dugnaði og sannaðist þar að ekki þarf endilega tónlistarmenntun til þess að láta gott af sér leiða á þeim vett- vangi. Einnig gegndi Yngvi formennsku fyrir Samband íslenskra harmonikuunn- enda SIHU um tíma. Við Vigdís eigum ógleymanlegar minn- ingar með þeim hjónum í útilegum, skemmtifundum og landsmótum félags- manna í árdaga FHUR. Ekki má heldur gleyma hversu góður fagmaður hann var sem málari og enn búum við að verkum hans þegar við fluttum inn í íbúðina okkar 1980. Síðast hittum við Yngva nú í haust þegar þau hjónin höfðu boðið okkur að tína hjá sér rifsber. Þótti Yngva við vera heldur smátæk í tínslunni og kom með risavaxna málningarfötu, því greinar trjánna svign- uðu undan vænum klösunum í fallegum garðinum. Við kveðjum Yngva með söknuði og vottum Eliane og öllu hans fólki samúð okkar. Sigurður Alfonsson og Vigdís M. Bjarna- dóttir 9

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.