Harmonikublaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 13

Harmonikublaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 13
Afi og Sirrý trommari ogflautuleikari í Fannahlíð 2014 Geir með nikkuna sem hann eignaðist eftir 40 ára afmœlið Viðmœlandinn með fyrstu nikkuna. Davíð Guðmundsson frá Fagraskógi lék á heimasmíðaða trommu. Þetta varð að duga 1951 Eru fleiri í fjölskyldunni í tónlist? Allar fimm dætur okkar lærðu á píanó. Laufey lærði meira og er söngkennari. Þuríður Elín syngur í kirkukór Akraness. Anna Jóna sem býr hér á Kjaransstöðum á dótturina Sigríði Hjördísi Indriðadóttur. Hún er í Listaháskól- anum í flautunámi. Sirrý hefur alla tíð tengst Harmonikufélaginu sterkum böndum. Hún hefur komið fram í Fannahlíð frá því hún var ellefu ára. Það var rómuð samvinna hennar og snillingsins Helga Kristjánssonar gítarleik- ara á tónleikunum þar. Einnig hefur hún leikið á trommur á böllunum þar. Hvenær hóf Geir að starfa með HUV? Eg man það nú ekki svo gjörla, en hins vegar man ég að í ágúst 1985 fór ég á samkomu á Varmalandi í Borgarfirði. Hún hófst með tónleikum Lars Ek. Dansleikur var á dagskrá að þeim loknum. Ingimar Einarsson bað mig þá að starta ballinu. Eg var taugaóstyrkur að spila með þeim Þorsteini R. Þorsteinssyni og Þórði Högnasyni, sem höfðu verið undirleik- arar með Lars á tónleikunum. Allt slapp þetta þó til. Þetta var trúlega með því fyrsta sem ég gerði á vegum HUV. Mest var ég að spila með þeim Skagamönnunum Snorra Jóns, Jóni Heiðari, Bjarna Aðalsteins, Katli Bjarna og Guðmundi Samúelssyni. Hann reyndar fór fljótlega til Reykjavíkur. Það var mikið spilað á vegum dansklúbbsins Duna, sem hér var gríðar vinsæll á tímabili. Það fóru jafnvel tvær rútur inn að Hlöðum á böll. Það var hægt að greiða niður danskennslu með ágóðanum af þessu. Hvenær byrjuðu útileguhátíðir HUV? Fyrsta harmonikuhátíðin okkar var í Þverár- rétt 1992. Við vorum þar öll fýrstu árin, en þar var lítið um tjaldsvæði og öll loforð um úrbætur voru svikin. Við reyndum fýrir okkur í Brautartungu í Lundarreykjadal og við Faxa- borg, en fluttum okkur í Fannahlíð 2001 og erum búnir að vera hér síðan með einni undantekningu. Það hefur gengið ágætlega í Fannahlíð. Eitthvað sem stendur upp úr þegar litið er til baka? Það sem stendur upp úr í hugum okkar hjón- anna er hve marga góða vini við höfum eign- ast í gegnum harmonikufólkið. Hve mörgu yndislegu fólki við höfum kynnst um allt land. 13

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.