Harmonikublaðið - 01.05.2016, Síða 14

Harmonikublaðið - 01.05.2016, Síða 14
Karl Jónatansson f. 24. febrúar 1924 Fyrsti formaður SIHU, Karl Jónatansson andaðist 3. janúar sl. Karl fæddist að Blikalóni á Melrakkasléttu þann 24. febrúar 1924. Þar hófst hans tónlistarferill en ungur að aldri fluttist hann með foreldrum sínu að Krossanesi í Eyjafirði. Hann var orðinn liðtækur dansspilari þegar hann flutti til Reykja- víkur um tvítugt og þar stundaði hann alvöru tónlistarnám hjá Viktori Urbancic í fimm ár. Hann lærði á saxófón, klarinett og harmoniku en það hljóðfæri átti eftir að verða hans lífsförunautur og lífstíll ef svo má segja. Hann lék á dansleikjum árum saman og þá var gott að geta gripið í blásturshljóðfæri þegar við átti. Karl þótti fínasti ballspilari og ekki spillti fyrir að hann átti auðvelt með að semja falleg og mjög skemmtileg lög og útsetja meistara- d. 3. janúar 2016 lega fyrir hljómsveitir ef því var að skipta. Kalli hóf ungur að segja öðrum til og tón- listarkennsla varð hans lífsstarf. Hann varð fljótt kunnur harmonikukennari og það má trúlega segja um það eins og eyjarnar á Breiðafirði, nemendurnir eru óteljandi. Almenni músikskólinn var hans hugar- fóstur, þar lærðu ungir sem aldnir að spila. Karl Jónatansson hóf að beita sér fyrir stofnun harmonikufélaga um miðjan átt- unda áratuginn. Arið 1977 var svo fyrsta harmonikufélagið stofnað, Félag harmo- nikuunnenda í Reykjavík. Að sjálfsögðu voru nemendur hans stór hluti félaganna. Níu árum seinna stofnaði hann síðan Harmonikufélag Reykjavíkur. Bæði þessi félög eru starfandi ennþá. Hann kom reyndar að stofnun fleiri harmonikufélaga. Aðeins fjórum árum eftir að FHUR varð til efndi Karl til fundar á Akureyri, þar sem hann bjó og kenndi á þeim árum. Þar bar hann fram þá hugmynd að stofna landssamtök, en þá þegar voru til lands- samtök lúðrasveita og fleiri tónlistarfélaga. Landssambandið var svo stofnað vorið 1981 og varð Karl formaður þess fyrsta árið. Harmonikuunnendur standa í mik- illi þakkarskuld við Karl Jónatansson, því eins og segir, miklu veldur sá er upphafinu veldur. Eftirlifandi eiginkona Karls er Sólveig Björgvinsdóttir og eignuðust þau tvo syni. Samband íslenskra harmonikuunnenda sendir þeim samúðarkveðjur vegna fráfails Karls Jónatanssonar. F.h. Sambands íslenskra harmonikuunn- enda, Gunnar Kvaran formaður Fallinn er frá Karl Jónatansson harmo- nikuleikari. Hann var fjölhæfur tónlist- armaður en þekktastur fyrir leikni sína á harmoniku. Hæfileikar hans nýttust vel við leiðsögn og kennslu á hljóðfærið. Lyk- illinn að því var natni Karls og lipurð við útsetningar á vinsælum lögum fyrir byrj- endur og lengra komna og svo að stuðla að góðum félagsskap nemenda. Félaga- tengslin ræktaði hann í gegnum harmon- ikufélögin sem hann stofnaði til að mynda trausta umgjörð og frjóan jarðveg fyrir nemendur og fullburða harmonikuleikara. Þannig hafa orðið til fjöldamargir hópar sem Karl Jónatansson stofnaði og tefldi fram víða í tengslum við tónlistarflutning sem hann skipulagði við ýmisleg tilefni. Karl var stofnandi Félags harmonikuunn- enda í Reykjavík. Um tíma var hann síðan búsettur á Akureyri og starfaði að harmo- nikukennslu við tónlistarskóla þar. Á þeim tíma stofnaði hann Félag harmo- nikuunnenda við Eyjafjörð. Jafnframt var hann einn helsti forgöngumaður um stofnun Sambands íslenskra harmoniku- unnenda og fyrsti formaður þess. I Reykja- vík stofnaði Karl og rak Almenna músik- skólann en spilaði jafnframt í ýmsum hljómsveitum, sem hann oftast stjórnaði sjálfur. Hann átti snaran þátt í, ásamt eldri nemendum sínum, að Músikklúbb- urinn Accord varð til. I framhaldi af honum var svo Harmonikufélag Reykja- víkur stofnað árið 1986 og Harmoniku- félagið Hljómur árið 2005, bæði að frum- kvæði Karls. Um árabil hélt fyrrnefnda félagið úti stórsveit 50 harmonikuleikara en einnig smærri hópa og burðarvirkið byggt á útsetningum og dugnaði Karls Jónatanssonar. Tónlistarhátíðir sem hann stofnaði til á sínum tíma og skipulagði eru nokkrar. f þessu sambandi má t.d. nefna harmo- nikutónleika tvisvar til þrisvar á ári í Ráð- húsinu í Reykjavík og í Árbæjarsafni. Eru þessar hátíðir orðnar fastir liðir í menn- ingarlífi borgarinnar. Þá var honum í seinni tíð í mun að brúa kynslóðabilið og skipulagði í þeim tilgangi tónlistar- og dansskemmtanir í Gerðubergi þar sem boðið var upp á söng og dans undir hljóð- færaslætti hljómsveitar Karls. En víst má telja að þetta starf sem upp er talið, auk þeirra laga sem Karl hefur samið fyrir harmoniku, hafi tengt nafn Karls órjúf- anlegum böndum við íslenska harmo- nikusögu. F.h. stjórnar Harmonikufélags Reykjavíkur, Ólafur Briem „Hvers vegna harmoniku“? Klassísk spurning meðal nemenda Kalla þegar við hófum nám hjá honum enda ekki sjálf- gefið hljóðfæraval á þeim tíma. Hljóðfærið þótti nefnilega gamaldags og tengdist gamla tímanum. En það var svo merkilegt að til Karls í Hólmgarðinn sótti fjöldinn allur af fólki af öllum stærðum og gerðum og af öllum þjóðfélagsstigum. Karl og harmonikan hans sameinaði svo ótrúlega margt fólk af ólíku sauðahúsi undir sama þaki. Og það var ekki bara harmonikan og snilldarlegar útsetningar Kalla sem heilluðu heldur líka félagsskapurinn og sögurnar. Hann raðaði nemendum sínum saman í trío og kvartetta og enn stærri hópa ef því var að skipta og fól þeim ver- kefni og ýtti þeim úr vör, skjálfandi á frh. bls. 15 14

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.