Harmonikublaðið - 01.05.2016, Page 15

Harmonikublaðið - 01.05.2016, Page 15
beinunum, út í hinn stóra heim. Þannig tóku nemendur hans fljótt út þroska í tónlistinni, með því að spila fyrir aðra. Og ekki mátti taka sig of hátíðlega, feil- nótur máttu fljóta með í fyrstu og úrskurðaði hann lagið „Vigdísarfært" (í höfuðið á Vigdísi forseta) þegar það var hæft til opinbers flutnings. Honum var nefnilega mikið í mun að nemendur hlytu manndómsvígslu á sviðinu sem fyrst. Það var mesta furða hvað honum gekk vel að unga út frambærilegum harmonikuleikurum á öllum aldri og hópum, enda átti hann gott safn af skemmtilegum lögum. Harmonikukvartettinn Smárinn var dæmigert afkvæmi Kalla. Fjórir áhuga- samir tónlistarunnendur með mismun- andi bakgrunn en sameiginlegan áhuga á hljóðfærinu, sóttu tíma og var raðað saman í hóp. Til að kóróna allt saman lagði hann til nafnið líka. Nafnið Smár- inn var ekki tilviljun, tvö okkar bjuggu í Kópavogi og Smáralind og Smáratorg voru í byggingu. Hann taldi líklegt að við gætum betur markaðssett okkur og nikkurnar með þessu nafni í ört vaxandi bæjarfélagi. Undir handleiðslu meistar- ans í notalegu herbergi sem áður hýsti borgarbókasafnið í Hólmgarði náði Smárinn tökum á þó nokkrum lögum. I hvert skipti sem flutningurinn þótti takast nokkuð vel litum við til meistarans sem gjarnan kvað upp sinn dóm með því að segja: „Vigdísarfært, svei mér þá“. Svo var það í byrjun árs 2014 sem okkur tókst að koma út diski með þessu nafni, en diskurinn hefur að geyma flest þeirra laga sem hlutu þennan dóm í Hólmgarði. Utgáfudaginn bar upp á 90 ára afmæli Karls Jónatanssonar og tók hann við fyrsta eintakinu og Vigdís Finnbogadóttir því næsta. Við þökkum læriföður okkar og vini fyrir að opna fyrir okkur heim harmonikunnar. Ólafur, Eyrún, Guðný og Jón Þór. Yngvi Jóhannsson f. 7. september 1935 - d. 30. mars 2016 Yngvi Jóhannsson málarameistari fæddist 7. september 1935 að Hólakoti í Gríms- nesi. Hann varð aldrei frægur harmon- ikuleikari, en harmonikuunnandi varð hann. Hann lagði hins vegar mikið af mörkum í þessum geira menningarinnar á árunum milli 1983 til 1993. Það var í tengslum við son hans Jakob, sem nam harmonikuleik hjá Sigurði Alfonssyni. Yngvi og kona hans Elíane Þorláksdóttir sýndu þessu áhugamáli sonarins mikinn og einlægan áhuga. Þetta leiddi til þess að Yngvi var kjörinn í stjórn Félags harmonikuunnenda í Reykjavík og síðar formaður félagsins. Yngvi var ákaflega faglegur í öllu sem snerti félagsstarfið, tillögugóður og heill í sínum störfum fyrir félagið. Sem formaður félagsins var hann fljótlega farinn að láta til sín taka á vegum landssambandsins. Hann var kjörinn formaður þess á landsmótinu á Laugum í Reykjadal 1990 og gegndi því þar til á landsmótinu á Egilsstöðum 1993. Sem formaður átti hann stóran þátt í að fá hingað til lands af tilefni 10 ára afmæli SIHU 1991, fjóra harmonikuleikara frá Svíþjóð. I þeim hópi voru m.a. Anders Larsson og Annika Andersson, sem bæði voru þá á hraðri leið upp frægðarstigann í heimalandinu. Bæði eru þau í dag skín- andi stjörnur í Svíþjóð. Þetta var fjáröfl- unarverkefni á vegum SIHU. Þá var leitað til Yngva og Elíane varðandi aðstoð við Tatu Kantomaa, þegar hann var að koma sér fyrir í Reykjavík á tíunda áratugnum. Það mátti segja um Yngva hvort sem átt var við málningarvinnuna eða annað, sem hann tók að sér, það þurfti ekki að ganga í verkin hans. Fyrir allt þetta standa harmonikuunnendur í mikilli þakk- arskuld við Yngva Jóhannsson. Hann lést í Reykjavík 30. mars. Fjölskyldu hans eru hér með færðar innilegar samúðarkveðjur frá Sambandi íslenskra harmonikuunn- enda. F.h. Sambands íslenskra harmonikuunn- enda, Gunnar Kvaran Harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða. Sími: 456 3485 og 844 0172. Netfang: assigu@intcrnet.is Veffang: www.ncdsti.is Byggðaiítfin 15

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.