Harmonikublaðið - 01.05.2016, Page 16
Að vestan
Héðan af Vestfjörðum er allt gott að frétta.
Veturinn hefur verið okkur hagsæll, snjólétt
og miklar stillur og sumarið er á næsta leiti.
Starfsemi Harmonikufélags Vestfjarða hefur
verið með hefðbundnum hætti í vetur. Félagar
hafa spilað við ýmis tækifæri á félagssvæðinu
eins og gert hefur verið í gegn um tíðina.
Félagar hafa komið saman hálfsmánaðarlega
til æfinga og að spila ný og gömul lög, eins
og til að liðka sig fyrir landsmótið á næsta ári
og harmonikudaginn 7. maí n.k. Harmon-
ikufélag Vestfjarða hefur samþykkt að halda
næsta landsmót á Isafirði 29. júní- 2. júlí
2017, undirbúningur fer hægt af stað en þegar
líður á haustið munum við hefja starfið að
fullu, fáum þá til liðs við okkur ýmsa dugn-
aðar menn og konur á svæðinu því að mörgu
er að hyggja.
I ár verður Harmonikufélag Vestfjarða 30 ára
en það var stofnað 16. nóvember 1986. Frum-
kvöðull að stofnun félagsins var Asgeir Sig-
urðsson sem var formaður í 22 ár, fyrirhugað
er að halda hljómleika í tilefni þessara merku
tímamóta síðar á árinu.
Aðalfundur félagsins vegna 2015 var haldinn
sunnudaginn 13. mars s.l. í húsi Kiwanis-
klúbbsins Bása á Isafirði (Þeir hafa lánað H.V.
húsið til fundarhalda og til margvíslegra
viðburða sem félagið hefur staðið fyrir, það
hefur verið félaginu ómetanlegt.) Fundurinn
var vel sóttur, auk hefðbundinna aðal-
fundarstarfa spiluðu nokkrir félagar
skemmtileg lög sem þeir hafa verið að æfa
í vetur og að síðustu var boðið upp á kaffi-
veitingar. Stjórn félagsins er þannig skipuð
Karitas M. Pálsdóttir formaður, Magnús
Reynir Guðmundsson varaformaður, Sig-
ríður Gunnarsdóttir ritari, Hólmgeir
Pálmason gjaldkeri, Messíana Marsellí-
usardóttir meðstjórnandi, í varastjórn eru
Elínbjörg Snorradóttir og Sigrún Sig-
urðardóttir.
Bestu sumarkveðjur, Karitas M Pálsdóttir
Ljósm. Karitas Pálsdóttir
Villi Valli ogBaldur. Tveir góðir að vestan
Tíðindi úr Skagafirði
Nú er ný lokið sýningum á skemmtidagskrá
félagsins sem nefnist Manstu gamla daga. Þessi
skemmtun er haldin á hverju vori og er þetta
í 6. sinn sem hún er haldin. Að þessu sinni
voru tekin fyrir árin kringum 1970. Vinsæl-
ustu dægurlögin, fréttir og gamansögur þess
tíma úr héraðinu. Æfingar hófust í byrjun
febrúar og voru sýningar um miðjan apríl,
tvær á Mælifelli á Sauðárkróki og ein í Höfða-
borg á Hofsósi. Var sýningunum vel tekið og
mættu á þriðja hundrað manns.
Hljóðfæraleikarar voru Jón St. Gíslason harm-
onika, Guðmundur Ragnarsson og Sigfús
Benediktsson gítar, Jóhann Friðriksson
trommur og Margeir Friðriksson bassi. Söngv-
arar voru Guðrún Helga Jónsdóttir og Róbert
Ottarsson, sögumaður Björn Björnsson.
Þessi skemmtidagskrá, eins og þær fyrri, var
tekin upp og verður til á mynddisk, sem verður
m.a. til sölu yfir Jónsmessuhelgina á Steins-
stöðum í júní.
Aðalsteinn Isfjörð og Jón St. Gíslason spiluðu
fyrir heldri borgara á Þorrablóti í Ljósheimum.
Þá var Aðalsteinn dltækur á nokkrum jólahlað-
borðum og ýmsum uppákomum í vetur.
Fjölskylduhátíð harmonikuunnenda í Skaga-
16
firði verður nú haldin í annað sinn að Steins-
stöðum 24.-26. júní í sumar. Sérstakir gestir
helgarinnar verða félagar úr Harmonikufé-
lögum Rangæinga og Selfýssinga.
A Steinsstöðum er frábær aðstaða, ferðaþjón-
usta sem býður upp á gistingu, rúmgott svæði
fyrir húsbíla, sundlaug og fleira. Þeir sem hafa
hug á gistingu á gistiheimilinu um Jónsmessu
þurfa að panta í tíma hjá Rúnari í síma 899-
8762.
Svo vonumst við eftir góðu veðri og hlökkum
til að sjá ykkur sem flest.
Með sumar kveðjufb. FHS
Gunnar R Agústsson