Harmonikublaðið - 01.05.2016, Page 21

Harmonikublaðið - 01.05.2016, Page 21
ursson Höfundur lagsins í blaðinu heitir Ágúst Pétursson og fæddist 29. júní 1921 að Hall- gilsstöðum í Þistilfirði. Hann ólst þar upp til átján ára aldurs er hann flutti til Vestmanna- eyja. Þá var hann farinn að leika fyrir dansi á harmoniku. I Vestmannaeyjum lærði Ágúst húsgagnasmíði, en við þá iðn starfaði hann ætíð síðan. Með Gústa í Eyjum lék m.a. Jenni Jóns, sem síðar átti einnig eftir að verða þjóð- kunnur lagasmiður. Ágúst flutti til Reykja- víkur 1945 og fljótlega hóf hann að leika á dansleikjum og nú í samvinnu við Jenna, sem lék á trommur og Jóhann Eymundsson harmonikuleikara, en þeir félagar léku árum saman á dansleikjum í Skátaheimilinu við Snorrabraut. Ágúst hóf snemma að setja saman lög, en þegar danslagakepppni SKT hófst upp úr 1950, varð hann þjóðkunnur. Brillinatíngreiddir töffarar styttu tangósporin og rauluðu Æskuminningu í eyrað á kærust- unni og það var að minnsta kosti einn Þórður sjóari um borð í hverjum síldarbát og þeir voru á þriðja hundraðið. Ljóðið fallega við Pólstjörnuna orti Kristján frá Djúpalæk, en þeir Ágúst voru sveitungar. Ágúst var fyrsti ritari SIHU, en hann var einn af stofnendum Félags harmonikuunnenda í Reykjavík og góður og vinsæll félagi alla tíð. Ágúst fékk margar viðurkenningar fyrir lög sín, meðal annars var Æskuminning valið næst besta íslenska danslagið 1953. Ágúst bjó í Kópavogi frá 1951. Þar átti hann sitt heimili alla tíð ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu Kristjáns- dóttur og þremur börnum, Hörpu, Omari ogÁgústu Sigrúnu. Ágúst lést 28. júlí 1986. Friðjón Hallgrímsson Verið velkomin á Harmonikuhátíð Qölskyldunnar í félagsheimilinu Asbyrgi, Laugabakka Miðfirði sem haldin verður 17. -19. jtíní 2f)16 .. ~ ■.~ > - Harmonikufélagið Nikkólína og Harmonikuunnendur í Húnavatnssýslum WLjmgm Laugardagskvöld: Hljómsveit Sveins Sigurjónssonar. Skemmtidagskrá, happdrætti og kaffihlaðborð á laugardeginum frá kl. 14:00. Aðgangseyrir yfir helgina kr. 6.000.- Nánari upplýsingar gefa Melkorka s. 434-1223 / 869-9265 og Sólveig s. 452-7107 / 856-1187. 21

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.