Harmonikublaðið - 01.05.2016, Qupperneq 22

Harmonikublaðið - 01.05.2016, Qupperneq 22
Helgi Eiríkur Kristjánsson f. 12. ágúst 1946 - d. 8. mars 2016 Helgi E. Kristjánsson fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1946 og lést 8. mars 2016. Helgi byrjaði snemma að leika á hljóðfæri og hóf að leika með hljómsveitum ungur að árum. Hann starfaði með mörgum þekktum hljómsveitum og tónlistarmönnum, útsetd lög, stjórnaði upptökum og kórum. Það var árið 1995 sem Harmonikufélag Selfoss stóð uppi án stjórnanda, en fram að þeim tíma hafði Baldur Böðvarsson stjórnað æfingum félagsins. Okkur var því vandi á höndum og það var þá, sem Ólafur Th Ólafsson þáverandi formaður talaði við Helga E Kristjánsson og fékk hann til liðs við okkur, sem leiðbeinanda og stjórnanda. Mannskapurinn var misjafn, sumir lásu nótur aðrir ekki en Helga tókst vel að nýta hópinn og fór með okkur á landsmót 1996 að Laugalandi í Holtum og tókst það ágæt- lega. Helgi starfaði síðan með okkur upp frá því, að undanskildum tveimur árum. Fór hann með okkur á nokkur landsmót og spilaði með á dansleikjum og á Harmo- nikudeginum svo eitthvað sé nefnt. Við ákváðum að áeggjan Helga, að gefa út hljómdisk árið 2013. Helgi lagði mikinn metnað í þetta verkefni, sem tókst mjög vel. Það vantaði mikið, þegar Helgi var ekki með, því undirleikur hans á gítarinn eða bassann var frábær. Það sem Helgi tók að sér í sambandi við tónlistina varð að vera gott, því hann var mjög nákvæmur og vand- virkur. Það var æft og æft, því sæmilegt var ekki til í orðaforða Helga. Þetta varð að vera gott. Helgi var afbragðs tónlistarmaður, smekklegur í flutningi öllum og tóneyrað frábært. Það er mikill söknuður vegna fráfalls Helga úr tónlistarlífmu. Eg hefði viljað hafa hann lengur á meðal okkar og heyra hann leika á hnappanikkuna, en þar var hann vel á veg kominn og hefði örugglega ekki hætt fyrr en hún hljómaði vel. Helgi eignaðist fjögur börn: Óðinn Burkna, Sylvíu Rós, Sunnevu Ösp og Ninnu. Að lokum votta ég öllum aðstandendum Helga, okkar innilegustu samúð. f.h. Harmonikufélags Selfoss, Pórður Þorsteinsson, formaður. Kveðja frá Félagi harmonikuunn- enda í Reykjavík Tónlistarmaðurinn Helgi E. Kristjánsson er allur, tæpra sjötíu ára að aldri. Það kom sem reiðarslag þegar mér var tilkynnt lát vinar okkar þriðjudaginn 8. mars sl. Hann hafði leikið með okkur á dansleik á nýliðnum laugardegi og ekki haft orð á að eitthvað amaði að. Við félagarnir héldum heimleiðis að loknu góðu dagsverki og næst á dagskrá var dansleikur 19. mars. Hann verður með breyttu sniði. Helga kynntist ég í kringum aldamótin í tengslum við starfsemi harmonikufélagsins á Selfossi. Það duldist engum að þar fór ákaflega fær tónlistarmaður, sem átti auð- velt að miðla af þekkingu sinni og reynslu. Hann hafði lært á bassa á Bítlaárunum og ungur látið að sér kveða á því sviði. Við Hilmar Hjartarson fengum hann síðar í lið með okkur til að sjá um upptöku á geisladiski. Það var ómetanlegt, þegar hann sagði okkur fákunnandi til í sumar- bústaðnum í Grímsnesinu þar sem upp- tökur fóru fram. Hann varð í besta falli dálítið undirleitur þegar hann reyndi að skilja spurningar okkar. Síðan kom örstutt en auðskilin skýring frá fagmanninum. Allt sem hann tók að sér fyrir okkur og félagið okkar leysti hann af stakri vandvirkni og ljúfmennsku sem var honum eðlislæg. Menn komu ekki að tómum kofanum þegar Helgi var spurður um tónlist, enda búinn að starfa sem tónlistarkennari og kórstjóri árum saman. Minningar tengdar Helga frá dansleikjum og harmonikumótum hrannast upp, en væri Helgi á sviðinu þurfti ekki að hafa áhyggjur af gítarnum eða bassanum. Alit leysti hann íbygginn á svip með bros á vör og oft eftir góðlátlegt grín að umræðuefn- inu eða vandamálinu, enda húmoristi af bestu gerð. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík naut góðs af hæfileikum hans um árabil. Hann lék með okkur á harmo- nikumótunum í Árnesi í Þjórsárdal og síðar að Varmalandi í Borgarfirði. Ekki má gleyma hans þætti í Fannahiíð um árabil. Hann fýlgdi okkur á landsmót en þar var hann einnig oft með hljómsveit Harmo- nikufélags Selfoss, sem hann stjórnaði um árabil. Oftar en ekki fengum við heim- sóknir erlendra harmonikusnillinga og þá var hringt í Helga til að leika með þeim og allir voru á sama máli, að þar færi einn af þeim betri sem þeir hefðu leikið með. Hann var háttvís þegar rætt var um aðra tónlist- armenn. Þegar minnst var á harmonikufólk skipti hann því í tvo hópa. Það voru harmo- nikuleikarar og harmonikueigendur. Það var betra að tilheyra fyrrnefnda flokknum, sem var hins vegar mun fámennari. Helgi hafði fyrir nokkru hafið harmonikunám, en ég hef grun um að hann hafi ennþá flokkað sig sem harmonikueiganda. Helgi hafði þann skemmtilega sið í lok dansleikja að fá gesti til að mynda hring og síðan sungu allir „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur“. Nú er hann búinn að slá sinn síðasta hijóm, en við félagar í FHUR munum minnast hans þegar við syngjum Hvað er svo glatt. Helga Kristjánssonar verður sárt saknað af félögum í Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík. Félagið sendir samúðarkveðjur til fjölskyldu Helga, en sérstakar kveðjur til vinkonu Helga síð- ustu árin, Arnýjar Helgadóttur. Utför Helga fór fram að viðstöddu fjöl- menni frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. mars. Að athöfn lokinni var kirkjugestum boðið til kaffidrykkju í sal Ferðafélags Islands. Þar léku nokkrir gamlir spilafélagar Helga, þeir Reynir Jónasson, Reynir Sig- urðsson, Edwin Kaaber, Hreinn Vilhjálms- son og Guðmundur Steingrímsson fyrir gesti til minningar um fallinn félaga. Friðjón Hallgrímsson 22

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.