Feykir - 12.06.2019, Page 1
Við þjónustum bílinn þinn!
Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570
Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga
og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða-
menn með áralanga reynslu.
Nýttu þér
netverslun
Skoðaðu vöruúrvalið
á lya.is
23
TBL
12. júní 2019
39. árgangur : Stofnað 1981
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
BLS. 6–8
BLS. 8
Golfklúbburinn Ós á Blönduósi
Margmenni
á golfdegi
í blíðskaparveðri
BLS. 10
Dvalarheimilið Sæborg á
Skagaströnd heimsótt
„Þið getið tekið af
mér æruna, en húsið
stendur“
BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227
Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir
Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta
BORGARFLÖT 19 550 SA ÐÁRKRÓKUR & 8 9 5 27
Meirapróf - Vinnuvélanámskeið
Ökunám - Endurmenntun
Birgir Örn Hreinsson
Ökukennari
S: 892-1790
bigh@simnet.isHÁEYRI 1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4400
HEIMILISMATUR Í HÁDEGINU
Heitur matur kr. 1.490 | Súpa og brauð kr. 1.100
www.ommukaffi.is
Kristín Árnadóttir á Borðeyri
hleypir lesendum í Bók-haldið
Híbýli vindanna og
Lífsins tré í miklum
metum
Norðurstrandarleið, eða
Arctic Coast Way, var
opnuð með formlegum
hætti sl. laugardag, í
báða enda, annars vegar
á mótum Þjóðvegar 1
og Hvammstangavegar
þar sem Sigurður
Ingi Jóhannsson,
samgönguráðherra og
Arnheiður Jóhannsdóttir,
framkvæmdastjóri
Markaðsstofu Norður-
lands, klipptu á borða og
hins vegar við afleggjarann
inn á Bakkafjörð þar
sem þeir Steingrímur J.
Sigfússon, forseti Alþingis
og Árni Bragi Njálsson,
fulltrúi sveitarstjórnar
Langanesbyggðar,
munduðu skærin.
Á heimasíðu Markaðs-
stofu Norðurlands kemur
fram að leiðin hafi verið í
þróun í meira en þrjú ár og
því afar ánægjulegt að
þessum áfanga hafi verið
náð. Eins og Feykir hefur
greint frá hefur leiðin þegar
vakið mikla athygli erlendis
en ferðavefurinn Lonely
Planet valdi leiðina sem
þriðja besta áfangastað í
Evrópu á þessu ári.
Eftir borðaklippingu var
haldið í safnaðarheimili
Hvammstangakirkju þar
sem haldnar voru tölur áður
en gestum var boðið kaffi og
dýrindis terta.
Í máli Sigurðar Inga
Jóhannssonar kom fram
ánægja hans með þetta
verkefni sem hann hefur
mikla trú á framtíðinni og þá
miklu möguleika sem í henni
felast. Sló hann jafn-framt á
þær vonir heima-manna að
þar með væri barátta þeirra
fyrir bættum vegi um
Vatnsnesið á enda. „Leiðin er
einstök og leiðir ferðamann-
inn í gegnum ólík svæði,
sjávarþorp og blómlegar
sveitir, ósnortin kynngimögn-
uð náttúra, á köflum afskekkt.
Það er þessi hluti af
markaðssetningunni, fjarri
alfaraleið með vegum sem
eru þar af leiðandi þannig og
það er verið að markaðssetja
þá. Það er staðreynd sem
getur verið tvíbent. Ég veit vel
að margir sveitarstjórnar-
menn og íbúar telja að nú sé
komin veruleg pressa á að
forgangsraða með allt öðrum
hætti og setja alla peninga í
þessa 900 kílómetra. Ég skil
það vel en það þarf líka að
hugsa hvað er verið að mark-
aðssetja,“ sagði samgöngu-
ráðherrann.
„Opnun Norðurstrandar-
leiðar er merkur áfangi og
gaman að því að hún skuli
byrja hér við Hvammstanga
en það sem gerir þetta
verkefni einstakt er að það
byrjaði sem grasrótarverk-
efni og hugmyndin er komin
frá ferðaþjónustufyrirtækj-
unum sjálfum. Það er oft góð
formúla fyrir því sem á að
heppnast vel að hugmyndin
komi frá grasrótinni,“ sagði
Guðný Hrund Karlsdóttir,
sveitarstjóri Húnaþings
vestra. Ólíkt Sigurði Inga
hafði hún verulegar áhyggjur
af vegakerfinu og nefndi
Vatnsnesveginn sérstaklega.
„Það er mjög mikilvægt að
stjórnvöld beiti sér fyrir því
að efla innviði og standi við
fögur fyrirheit í innviðaupp-
byggingu með því að lagfæra
og helst endurbyggja Vatns-
nesveginn. Það þarf að gera
útskot og útsýnisstaði og
mér fannst þú tala svolítið
léttvægt um áhyggjur okkar
Sigurður. En það þarf
sannarlega að laga þetta.“
Ný heimasíða, arctic-
coastway.is, hefur verið sett í
loftið þar sem finna má allt
það helsta sem hægt er að sjá
og gera á Norðurstrandar-
leiðinni. /PF
Norðurstrandarleið formlega opnuð
Mögnuð leið með mikla möguleika
í ferðamannabransanum
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands klippa á
borða við upphaf Norðurstrandarleiðar við Hvammstanga. Björn H. Reynisson, verkefnastjóri áfangastaðaáætlunar og rannsókna
hjá MN og Christiane Stadler, verkefnisstjóri Norðurstrandarleiðar, strekkja á borðanum. MYND: PF