Feykir


Feykir - 12.06.2019, Page 2

Feykir - 12.06.2019, Page 2
Nú er biðin langa á enda með opnun sýndarveruleika á Sauðárkróki um baráttu Sturlunga um völdin á Íslandi á 13 öld. Opnunarhátíð verður nk. föstudag þar sem allir eru velkomnir að skoða húsakynnin og sjá hvernig sýning um Sturlungaöldina er upp sett. „Við ætlum að halda opnunarhóf á föstudaginn og bjóðum fólki að koma í heimsókn til okkar og skoða fyrst og fremst hvað búið er að gera hér inni, framkvæmdir og hvernig þetta allt saman lítur út. Fólk getur komið á tíma- bilinu 3-6 á föstudaginn og allir velkomnir,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238 í samtali við Feyki í gær. Boðið verður upp á kaffi- veitingar og geta gestir rölt um og spjallað en klukkan fimm verður slegið í glas þar sem stutt og einföld opnunarathöfn fer fram þar sem Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, opnar sýninguna formlega. Strax næsta dag verður opnað klukkan 8 og hefðbundinn rekstur hefst. Áskell Heiðar segir að búið sé að kynna þessa veruleika- sýningu fyrir öllum ferðaskrif- stofum á Íslandi og fengið margt fólk í heimsókn. „Margir hafa sýnt þessu áhuga þannig að við erum alveg handviss um að það kemur fólk. En auðvitað eru menn búnir að gera stóru plönin varðandi áætlunarferðir, með hópa og annað í sumar. Það tekur tíma að koma þessu í allar áætlanir og þessháttar. Þetta verður áhugavert og skemmtilegt og nú viljum við bara umfram allt að fólk hérna heima komi og kíki á hvað búið er að gerast í húsinu.“ /PF Allir hlutir, að minnsta kosti flestir, hafa sínar tvær hliðar og sumir hafa örugglega mikið fleiri ef að er gáð. Þannig er það nú með blessaða úrkomuna sem við viljum líklega flest hafa sem minnst af að segja en engu að síður er hún okkur lífsnauðsynleg. Andstæðurnar í íslenskri veðráttu geta átt það til að vera miklar og sjá um að halda okkur Íslendingum við efnið svo hið sívinsæla umræðuefni okkar lendir aldrei í þroti. Ég verð að játa að ég man varla hvernig viðraði á okkur hér í þessum landshluta síðasta sumar. Hins vegar man ég mæta vel eftir umtali um einmuna veðurblíðu fyrir austan okkur og endalausri rigningu fyrir sunnan, alla vega ef marka mátti umtalið í fjölmiðlum. Nú heyrast slíkir kveinstafir ekki af suðvesturhorninu enda verið mikil veðurblíða þar upp á síðkastið meðan við hér nyrðra höfum verið frekar loppin síðasta mánuðinn þó ekki höfum við reyndar þurft að kvarta undan rigningu. En þá ber svo við að við þurfum að kvarta undan skorti á rigningu. Jörðin er að verða svo þurr að víða um land óttast bændur að tún fari að sölna í þurrkinum og á sumum svæðum, m.a. þar sem rigndi upp á hvern einasta dag í fyrra, er svo komið að fólk er beðið um að fara sparlega með vatn. Sama á við á Sauðárkróki, þar hafa fyrirtæki í vatnsfrekri matvælaframleiðslu þurft að leita leiða til að minnka vatnsnotkun. Já, það er ljóst að ekkert er alvont, já og ekki heldur algott, ef að er gáð. Þetta á við um flesta hluti og það er ágætt að hafa það bak við eyrað þegar við setjum okkur í dómarasæti yfir mönnum og málefnum. Þegar ég byrjaði að skrifa þennan pistil, að áliðnu kvöldi, eða upphafi nætur, horfði ég út um gluggann og sá fjallatoppana í fallegu sveitinni minni á Ströndunum gægjast upp úr þokuslæðunum sem höfðu sveimað hér um af og til í allan dag og orðið þéttari með kvöldinu. En þoka er ekki bara þoka, hún getur verið ísköld og blaut og hryssingsleg og skemmt möguleika bænda á að ná saman heyjum sínum og útivistarfólks á að njóta náttúrunnar, svo dæmi séu tekin. Hún getur líka verið dulúðug og hálf draumkennd eins og hún var í logninu í kvöld svo ímyndunaraflið fær byr undir báða vængi. Nú er hún horfin, hvert hún fór veit ég ekki, en hún skilur eftir sig hreint loft og raka jörð sem tekur þakklát á móti hressingunni. Fríða Eyjólfsdóttir blaðamaður LEIÐARI Ekkert er alvont Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Eysteinn Ívar Guðbrandsson, bladamadur@feykir.is Áskriftarverð: 555 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 685 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum 1238 tekur til starfa Opið hús í Gránu um helgina Kaldavatnsskortur á Sauðárkróki Fólk beðið um að spara vatn Svo mikill er skortur á köldu vatni á Sauðárkróki að farið hefur verið fram á það við fyrirtæki sem nota mikið vatn, að þau dragi úr framleiðslu eða minnki vatnsnotkun á annan hátt. Lítil úrkoma í vetur og vor er orsakavaldurinn. „Það er mikil vatnsnotkun á Sauðárkróki, sérstaklega hjá fyrirtækjum í matvælafram- leiðslu í bænum og höfum við þurft að óska eftir því við fyrirtæki að þau stöðvi framleiðslu fyrr á daginn eða minnki framleiðsluna til að bregðast við þessu ástandi. Vatnsbúskapurinn í lindunum sem við erum að nýta við Sauðárkrók er ekki góður sökum lítillar úrkomu í vetur og vor, segir Indriði Þór Einarsson, sviðsstjóri veitu- og fram- kvæmdasviðs Svf. Skagafjarðar. „Þetta er grafalvarlegt mál og mjög slæmt fyrir okkur,“ segir Hilmar Baldursson, verksmiðju- stjóri mjólkursamlags KS. Hann segir erfitt fyrir samlagið að draga úr framleiðslu þar sem ekki sé heppilegt að geyma mjólkina. Farið var í ýmsar aðgerðir til að reyna að draga úr vatnsnotkun en Hilmar segir ástandið slæmt og ekki bjóðandi fyrirtækjum á svæðinu. Í sama streng tók Ásmundur Baldvinsson, yfirmaður land- vinnslu hjá Fisk Seafood. „Við getum ekkert dregið úr vinnslu eins og er, þar sem við erum með mikið hráefni sem við þurfum að klára. En við gripum til ákveðinna ráðstafana til að spara vatn,“ sagði Ásmundur er Feykir ræddi við hann í síðustu viku. „Við erum að leita leiða við frekari vatnsöflun og mun það skýrast á næstu dögum hvað gert verður til að bregðast við þessu ástandi,“ segir Indriði Þór sem einnig vill beina því til hins almenna notanda að fara spar- lega með vatnið. „Þó það sé lítið í stóra samhenginu, telur þetta allt,“ segir hann. /PF Ökumaður undir áhrifum fíkniefna Með barn á leikskólaaldri í bílnum Talsverður erill hefur verið hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra undanfarna viku, en á Facebook síðu hennar kemur fram að í vikunni hefði verið farið í eina húsleit þar sem lögregla lagði hald á kannabisefni og stera. Tveir aðilar handteknir vegna málsins. Fimm ökumenn voru handteknir í vikunni vegna gruns um að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í einu af þeim málum var barn á leikskólaaldri farþegi í bifreið þar sem öku- maður reyndist undir áhrifum fíkniefna og var því Barnavernd kölluð til. Um hvítasunnuhelgina sjálfa var mikil umferð í umdæminu og voru alls 86 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, sá sem hraðast ók var á 146 km hraða á klukkustund. /EÍG Stund milli stríða hjá fornkappanum hugdjarfa og Grána. MYND af heimasíðu 1238 Til að spara vatnið var þessi mynd tekin af netinu. 2 22/2019

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.