Feykir


Feykir - 12.06.2019, Síða 4

Feykir - 12.06.2019, Síða 4
Golfklúbburinn Ós á Blönduósi Margmenni á golfdegi í blíðskaparveðri Um 60 manns heimsóttu Vatnahverfisvöll við Blönduós á golfdegi PGA, mánudaginn 10. júní, og nutu leiðsagnar fjögurra kennara í PGA golf- kennaranámi. Golfdagur PGA var haldinn á fjórum stöðum á landinu að þessu sinni. ,,PGA á Íslandi auglýsti lokaverkefni golfkennaranema en það snerist um að koma til golfklúbba og kenna golf. Ég sótti um til PGA, sótti um styrki til fyrirtækja í bænum og dagurinn í dag var afrakstur þessa,“ segir Jóhanna G. Jónas- dóttir, formaður Golfklúbbsins Óss á Blönduósi í samtali við Feyki. Golfklúbburinn Ós hefur verið starfræktur frá árinu 1985. Félagar í klúbbnum eru 35 og lítil endurnýjun hefur átt sér stað á síðustu árum. Illa hefur gengið að fá golfkennara út á landsbyggðina en þeir eru bráðnauðsynlegir ef halda á úti barna- og unglingastarfi. Golfklúbburinn hefur farið ýmsar leiðir síðustu ár en engin varanleg lausn hefur fundist. ,,Ég fór á fund fram- kvæmdastjóra golfklúbba í mars 2017 og var erindi mitt að beina augunum að kennaraleysi á landsbyggðinni. Ég var búin að hafa samband við litla golfklúbba um allt land og alls staðar var sama sagan. Agnar Már Jónsson, sem sat fundinn með mér, tók málin í sínar hendur en hann sat í stjórn PGA en PGA á Íslandi rekur Golfkennaraskólann, sem stendur fyrir faglegu og krefj- andi golfkennaranámi,“ segir Jóhanna. Í framhaldinu var haldið málþing um stöðu golfkennara- mála á landsbyggðinni. Jóhanna sótti leiðbeinenda- námskeið og hefur því leyfi til Fjölmargir tóku þátt í golfdeginum. MYNDIR: LEE ANN MAGINNIS eyri. John Garner heimsækir golfklúbbinn enn, þrisvar til fjórum sinnum yfir sumarið og kennir 10 – 15 ára krökkum. ,,Golfdagurinn heppnaðist mjög vel og voru fjórir nemar á staðnum og við áttum frábæran dag saman.“ Golfkennara- nemarnir fóru yfir grunnatriðin í golfi og skiptu svo þátt- takendum í nokkra hópa þar sem mismunandi æfingar voru gerðar. Fyrirhugað er að golf- kennaranemarnir komi a.m.k. tvisvar sinnum til viðbótar í sumar til að halda þátttak- endum við efnið. ,,Vonandi er þetta byrjunin á enn frekari uppbyggingu hjá GÓS og að íbúar í sveitar- félaginu átti sig á hvað þetta er skemmtileg fjölskylduíþrótt, að ég tali nú ekki um hvað við erum heppin að hafa golfvöll í fallegu umhverfi þar sem er aldrei biðröð í rástíma,“ segir Jóhanna að lokum. /LAM að leiðbeina börnum og ungl- ingum. Síðasta sumar hélt hún svo úti golfleikjanámskeiði fyrir krakka á aldrinum 6 – 10 ára. Sumarið 2017 fékk Golfklúbburinn John Garner golfkennara, sem þjálfaði ísl- enska landsliðið á árum áður, í gegnum golfklúbbinn á Akur- Mikið af efnilegum kylfingum að taka sín fyrstu skref í golfinu. Gott að fá góðar leiðbeiningar. Verið að yfirfara gripið. Kennarinn fer yfir pútttæknina. Veðurklúbburinn á Dalbæ Rofar ekki til fyrr en eftir 17. júní Þriðjudaginn 4. júní 2019 komu ellefu klúbbmeðlimir saman til fundar kl. 14 til að fara yfir spágildi síðasta mánaðar og voru fundarmenn nokkuð sáttir með spágildi maímánaðar. Tunglið sem verður ríkjandi fyrir júní kviknaði í suðaustri kl 10:02 mánudaginn 3. júní. Það leggst þannig í fundarmenn að það fari ekki að rofa til fyrr en eftir 17. júní, en þann dag er fullt tungl. „Það gæti þó gert glennur hér og þar þó veðrið sé í kaldara lagi. Vindáttir verða mest norðlægar,“ segja spámenn sem luku fundi kl 14:25. Lesendur gætu nú samt rekið upp stór augu þegar spáin er lesin þar sem þessa dagana er brakandi blíða sem nær langt út fyrir túngarðinn. En veðurklúbburinn sendir öllum sumarkveðju með veður- vísu þessa mánaðar og þess næsta. Í júní sest ei sólin, þá brosir blómafjöld. Í júlí baggi er bundinn og borðuð töðugjöld. /PF Beðið eftir sumrinu. MYND: ÓAB 4 22/2019

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.