Feykir


Feykir - 12.06.2019, Qupperneq 5

Feykir - 12.06.2019, Qupperneq 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Inkasso-deild kvenna : Tindastóll – Fjölnir 6–2 Stórsigur Stólastúlkna á Fjölni Frjálsíþróttir Ísak Óli brattur eftir Smáþjóðaleikana Það er nóg um að vera hjá íþróttagarpinum Ísak Óla Traustasyni en hann náði góðum árangri á Smáþjóðaleikunum sem haldnir voru fyrir skömmu. Hann segist vera brattur eftir leikana enda nóg fyrir stafni, áframhaldandi keppnir meðfram þjálfarastörfum hjá frjálsíþróttadeild Tindastóls. Í samtali við Feyki sagði hann að leikarnir hefðu farið vel í sig. „Og gaman að fá tækifæri til þess að keppa með landsliðInu. Ég er mjög sáttur með árangurinn en hefði kannski verið til í að stökkva aðeins lengra en í langstökkinu en samt mjög gott að stökkva yfir sjö metra og vera orðinn nokkuð stabíll yfir þá. Grindin var góð og gaman að krækja í silfur því að ég kom inn í mótið með fimmta besta árangurinn.“ Þegar Feykir náði tali af Ísak var hann staddur í Svíþjóð að keppa sem gestur á landskeppni Finna, Svía og Eista í tugþraut. „Eftir það er bara að halda áfram að æfa og keppa aðeins heima og svo vonandi fær maður tækifæri til þess að keppa með þrautarlandsliðinu á Evrópubikar í þraut sem fer fram í Portúgal í byrjun júlí.“ /PF Ísak Óli Traustason. MYND AF FB-SÍÐU FRÍ 2. deild karla : Tindastóll-Leiknir F 1–2 Leiknismenn höfðu betur í sólinni á Króknum Tindastólsmenn tóku á móti liði Leiknis frá Fáskrúðsfirði í 2. deild karla í knattspyrnu á mánudaginn eða um leið og sumarið fann sig á ný í Skagafirði. Lið Tindastóls hafði tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni fyrir þennan leik og gestirnir höfðu enn ekki tapað leik. Úrslitin reyndust því miður eftir bókinni, en Leiknir náði snemma tveggja marka forystu og Stólarnir náðu ekki að kreista fram jafntefli þrátt fyrir nokkur góð færi í síðari hálfleik. Lokatölur 1-2. Það má eiginlega segja að leikmenn Tindastóls hafi mætt til leiks líkt og rennblautir lopavettl- ingar. Strákarnir komust varla fram yfir miðju fyrstu 20 mínútur leiksins og stundum virtust gestirnir hreinlega helmingi fleiri á vellinum. Fyrsta markið kom eftir að Leiknismenn komust inn í langa sendingu frá Tanner fram vinstri kantinn. Þeir snéru strax vörn í sókn, kom boltanum inn fyrir vörn Tindastóls, skot Sæþórs Viðarssonar var blokkað en boltinn barst fyrir opið markið og Izaro Abella Sanchez skoraði af öryggi. Þarna voru sjö mínútur liðnar af leiknum og næstu mínútur var ítrekað hætta upp við mark Tindastóls. Hvað eftir annað áttu heimamenn ónákvæmar sendingar og gestirnir geystust í sókn. Annað markið kom einmitt eftir slíkar aðstæður. Sæþór fékk boltann inn fyrir vörn Stólanna og skoraði af öryggi. Staðan 0-2 en eftir þetta fóru Stólarnir loksins að láta á sér kræla upp við mark Leiknis staðan 0-2 í hálfleik. Nú unnu Stólarnir boltann ítrekað og hófu að pressa að marki Fáskrúðsfirðinga. Nokkur hálf- færi sköpuðust en eftir rúmlega fimm mínútna leik slapp Benni inn fyrir vörn Leiknis, mark- vörður Leiknis hálfvarði skot hans en Benni hefði auðveldlega getað fylgt boltanum í markið ef markvörðurinn hefði ekki brotið á honum. Dómarinn taldi ekki um brot að ræða og Benni ósáttur. Ekki batnaði skap kappans þegar einn leikmanna Leiknis gaf honum gott spark eftir að dómarinn hafði dæmt brot. Því miður ákvað Benni að henda leikmanninum í völlinn og uppskáru báðir rautt spjald, Benni og Hlynur Birgisson, eftir talsvert fjaðrafok milli leikmanna. Stólarnir minnkuðu muninn í 1-2 á 65. mínútu eftir að Konni fyrirliði skoraði úr víti eftir að brotið var á Ísaki eftir aukaspyrnu. Stólarnir fengu nokkra ágæta sénsa til að jafna næstu mínúturnar en síðan opnaðist leikurinn síðasta stundarfjórðunginn og hefðu bæði lið geta bætt við mörkum. Það varð ekki og lokatölur sem fyrr segir 1-2. Tindastóll tók á móti Fjölni á föstudagskvöldið síðastliðinn í lokaleik fjórðu umferðar í Inkasso-deild kvenna á Sauðárkróksvelli. Leikurinn endaði með stórsigri Tindastóls 6-2, en fyrir leikinn var Tindastóll í áttunda sæti með þrjú stig og Fjölnir í því níunda með eitt stig. Tindastólsstúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og þurftu þær ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu, því markaskorarinn Murrielle Tiernan var komin á blað strax á áttundu mínútu með glæsilegu skoti rétt fyrir utan vítateig. Tólf mínútum síðar skoraði Hrafnhildur Björnsdóttir með skalla úr föstu leikatriði og staðan þar með 2-0, sannkölluð draumabyrjun hjá Tindastóli. Á fertugustu mínútu minnkuðu Fjölnisstúlkur muninn með marki frá Írisi Ósk Valmundardóttur þegar hún skallaði boltann í netið eftir góða aukaspyrnu, staðan 2-1 í hálfleik fyrir Tindastól. Seinni hálfleikur byrjaði á svipuðum nótum og fyrri hálfleikur, því eftir fjórar mínútur skoraði Jacqueline Altschuld með góðu skoti fyrir utan teig. Á 77. mínútu var Jacqueline Altschuld aftur á ferðinni þegar hún komst inn fyrir vörn Fjölnisstúlkna og lék á markmanninn og renndi boltan- um í markið. Fjórum mínútum síðar kom fimmta mark Tindastóls og var það Murrielle Tiernan sem skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Jacqueline Altschuld. Murielle Tiernan var ekki hætt og bætti hún þriðja marki sínu og sjötta marki Tindastóls með þrumu skoti. Fjölnisstúlkur náðu svo að minnka muninn á 88. mínútu með marki frá Söru Montoro og þar við sat, 6-2 sigur Tindastóls í höfn. /EÍG Murr þrumar boltanum efst í markhornið. MYND: EÍG Tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið hjá dómaranum eftir smá pirring. MYND: ÓAB 4. deild karla : Kormákur/Hvöt-Snæfell 2-2 Dýrmætt stig hjá Kormáki/ Hvöt í 4. deildinni Á hvítasunnudag fór fram einn leikur í 4. deild karla, þegar Snæfell fékk Kormák/ Hvöt (K/H) í heimsókn á Stykkishólmsvelli. Fyrir leik- inn var Snæfell með níu stig í öðru sæti og ekki tapað leik, en Kormákur/Hvöt í því þriðja með sex stig eftir tvo góða sigra í seinustu tveimur leikjum. Leikurinn fór vel af stað fyrir K/H þegar sóknarmað- urinn Diego Moreno Minguez náði að krækja í vítaspyrnu á tólftu mínútu leiksins. Það var Ingvi Rafn Ingvarsson sem fór á punktinn og skoraði úr vítaspyrnunni. Á 28. mínútu fékk Snæfell hornspyrnu og var það Julio C. Fernandez De La Rosa sem náði að skora úr henni og staðan 1-1 í hálfleik. Á 63. mínútu urðu K/H menn fyrir því óláni að tapa boltanum klaufalega á miðj- unni, ein sending í gegnum vörnina þýddi að Matteo Tuta var kominn einn á móti mark- manni og náði hann að skora og koma Snæfelli yfir í leiknum 2-1. Í uppbótartíma fékk K/H hornspyrnu, boltinn kom inn í teig og var það Bjarki Már sem náði að flikka boltanum á Ingva Rafn Ingvarsson sem náði að jafna leikinn undir blálokin. Lokatölur 2-2. /EÍG 22/2019 5

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.