Feykir - 12.06.2019, Qupperneq 7
farið að huga að byggingu
þessa húss. Sýslusjóður er
framkvæmdaraðili fyrir bygg-
ingunni sem fjármögnuð er
af framkvæmdasjóði aldraðra,
húsnæðisstofnun, sýslusjóði
og einnig hafa borist fjár-
framlög frá fyrirtækjum og
einstaklingum.
Samkvæmt lögunum átti
framkvæmdasjóður að greiða
helming byggingarkostnaðar,
en reyndin hefur orðið 35-
40%.
Framkvæmdir hófust
haustið '82 þegar grafið var
fyrir grunninum. Árið eftir
voru síðan steyptir sökklarnir
og kjallarinn og var samið við
mig um það verk. Þá var húsið
boðið út uppsteypt frá gólfplötu
og frágengið að utan með gleri
og hurðum. Þeim verkáfanga
var lokið á árinu '85 og síðan
voru múrverk, raflagnir og
pípulagnir boðnar út. Þannig
stóð húsið um síðustu áramót
þegar lokaáfanginn var boðinn
út, þ.e.a.s. húsið var tilbúið
undir tréverk og málningu,
hreinlætistæki og flísalögn
vantaði.
Á hæðinni eru auk íbúð-
anna, sameiginleg stofa,
mötuneytiseldhús ásamt
borðstofu, skrifstofa rekstrar-
stjóra, aðstaða fyrir næturvakt,
sameiginlegt þvottahús og
stofa fyrir sjúkraþjálfun. Þá er
sameiginleg föndurstofa og að
sunnanverðu sólstofa, ásamt
setlaugum og sturtuböðum.
Í kjallara eru geymslur fyrir
hverja íbúð. Framreiknaður
byggingarkostnaður er í dag
tæpar 60 milljónir. Þar með
talin húsgögn, búnaður,
gluggatjöld o.fl. Reynt hefur
verið að halda kostnaði niðri,
en vali efna samt hagað
þannig að ending verði góð,
svo það komi til góða í minni
rekstrarkostnaði þegar fram
í sækir. T.d. má benda á að
teppi eru hvergi í húsinu, í
stað þeirra eru sterkir dúkar
og mikið af flísalögnum.
Baðklefar t.d. allir flísalagðir
í hólf og gólf. Samtals er
flísalögnin innanhúss um 750
fermetrar. Úti er mikið um
hellulögn á lóðinni sem er
2500 fermetrar. 650 fermetrar
í göngustígum er hellulagðir,"
sagði Eðvarð Hallgrímsson.
Eðvarð var eins og áður
segir aðalverktaki fyrir bygg-
ingunni. Undirverktakar
voru, Stígandi á Blönduósi
sem smíðaði innréttingar,
Pípulagnir og verktakar
hf. á Blönduósi sáu um
pípulagnir, Páll Þorfinnsson
um rafmagn, Örn Guðjónsson
Ráðuneytismenn
styggðir
Jón Ísberg var þungavigtar-
maður í félagsmálum Hún-
vetninga, athafnamaður
mikill, stóð fyrir mörgum
framfaramálum sýslunnar og
reyndist sveitungum sínum
afar vel. Um hann er rituð
þessi orð, sem einnig prýðir
vegg Sæborgar:
Jón Ísberg, oft frambjóðandi
Sjálfstæðisflokksins til Alþingis
og varaþingmaður hans árið
1967, var mjög lengi sýslumaður
Austur-Húnvetninga. Hann
var ráðríkur að fornum sið,
góður undirmönnum sínum
í héraði miðlungi auðsveipur
yfirvöldum í Reykjavík.
Nú vantar elliheimili á
Skagaströnd og tekur þá sýslu-
maður að innheimta skatt-
peninga ríkissjóðs og byggir
fyrir þá heimilið.
Styggðust ráðuneytismenn
mjög sem von var og hótuðu
að kæra hann fyrir að misfara
með opinbert fé. Hann tók því
vel og sagði: „Þið getið tekið af
mér æruna, en húsið stendur.“
Svo sannarlega stendur húsið
enn og orðspor sýslu-manns,
eða eftirmæli, honum til
mikils sóma. Jón lét af embætti
fyrir aldurs sakir nokkru eftir
að dvalarheimilið var tekið í
gagnið og var hann kvaddur
með virktum af sýslungum
sínum.
Til að gera langa sögu stutta
reis dvalarheimilið upp á þeim
stað sem bærinn Sæborg stóð
áður og vígt formlega fyrsta
vetrardag þann 22. október
1988. Feykir sagði á þessum
tíma frá því að stór dagur hefði
verið á Skagaströnd þegar hús
aldraðra á Ægisgrund 14 var
formlega vígt. „Fjölmargir
voru viðstaddir athöfnina s.s.
Guðmundur Bjarnason heil-
brigðisráðherra sem afhenti
Jóni Ísberg sýslumanni fyrir
hönd sýslusjóðs húsið til
reksturs. Alls er Sæborg um
þúsund fermetrar að gólffleti,
í því eru 4 hjónaíbúðir og 7
einstaklings íbúðir.
Þegar Feykir var á ferð á
Skagaströnd sl. fimmtudag var
komið við í dvalarheimilinu
nýja og þar var þá allt á fullu
við að klára sem mest fyrir
laugardaginn, en heimilið
verður ekki tekið í notkun fyrr
en upp úr mánaðamótum.
Það er Eðvarð Hallgríms-
son byggingameistari á
Skagaströnd sem verið
hefur aðalverktaki síðan
framkvæmdir hófust og var
hann beðinn að segja bygg-
ingarsögu hússins. „Um það
leyti sem lögin um fram-
kvæmdasjóð aldraðra urðu
að veruleika í þinginu var
Bréf Lárusar til Jóns Ísbergs.
Skáldkona rifjar upp ljóð
Okkur Þórði var boðið í kaffi með heimilisfólki í sameiginlegu
stofuna og var ýmislegt spjallað og skrafað. Meðal annars flutti
Sigríður Magnúsdóttir, frá Hergilsey, frumsamið ljóð um son
sinn. Vel er við hæfi að ljúka umfjöllun Sæborgar með því.
Sonur minn
Ég vil syngja þér söng,
þennan sólbjarta dag.
Því að söngur er ánægja þín.
Og þú horfir í regnbogans ljómandi liti
og ljósið sem yfir þér skín.
Þú ert fallegur sveinn,
svona saklaus og hreinn.
Segðu eitt orð, og ég sál mína gef.
Ég hef þerrað þín tár
gegnum ævinnar ár,
sem að ófu um þig, örlagavef.
Þú ert fæddur að vori,
eins og vorlömbin smáu.
Sem að vappa um móa og tún.
Þú varst ógnarlítill angi
og ég annaðist þig
en í augum, var ólesin rún.
En ég hrópa í sátt
upp í himininn hátt,
og ég bið, að hann heyri til mín.
Enginn særandi orð.
Engum berð þú á borð, biturleik, tál eða vín.Sigríður Magnúsdóttir, frá Hergilsey, tók vel í bón Þórðar um að flytja ljóð sem hún orti fyrir margt löngu. Á myndinni með þeim er dóttir Sigríðar, Ásthildur Gréta Gunnarsdóttir.
á Hvammstanga um málningu
og Hannes Óskarsson á
Akureyri um múrverk. Það
voru arkitektarnir Sigurður
Guðmundsson og Sigurður
Kristjánsson frá Staðalhúsum
hf. sem önnuðust hönnun.“
Í fréttablaðinu Degi,
3. nóvember 1988, segir
einnig frá deginum: „Vígslu-
athöfnin hófst með því að
tónlistarkennararnir á Skaga-
strönd, hjónin Rosemary og
Julian Hewlett léku á þverflautu
og orgel. Jón Ísberg, formaður
byggingarnefndar, bauð gesti
velkomna og rakti nokkuð
þróun heilbrigðisþjónustunn-
ar í héraðinu. Hann gat þess
sérstaklega að Lárus Guð-
mundsson, sem kenndur
var við Herðubreið á Skaga-
strönd hefði verið mikill
baráttumaður fyrir því að
dvalarheimili yrði byggt fyrir
aldraða á Skagaströnd og árið
1974 gaf Lárus eina milljón
króna til byggingar þess húss
sem var verið að vígja þennan
dag.“
Dvölin á Sæborg
kveikir athafnaþrá
Í dag eru hjúkrunarrýmin
alls níu á Sæborg, allt ein-
staklingsherbergi, 28m2 og
33m2 með sér baðherbergi og
ísskáp. Jökulrós Grímsdóttir,
hjúkrunarforstjóri, segir rýmin
fullnýtt og hafa þau verið það
undanfarin ár. Allir íbúar fá
einstaklingsmiðaða þjónustu
og reynt er eftir bestu getu að
mæta þeim, þar sem þeir eru
staddir, til að auka færni og
viðhalda heilbrigði.
„Stefna Sæborgar er að skapa
umgjörð eftir hugmyndafræði
,,Leve og Bo‘‘ sem hefur
verið í þróun í nokkrum
sveitafélögum í Danmörku.
Í þessari hugmyndafræði er
meðal annars litið á hjúkr-
unarheimilið sem heimili
íbúanna og stjórnast starf-
semin af venjum þeirra og
lífsháttum. Þjónustan á að vera
í samráði við þarfir íbúans og
að samvinna starfsfólks og
íbúans gangi sem best,“ segir
Jökulrós. Starfsmenn Sæborgar
eru ellefu í mismunandi
starfshlutfalli eða frá 20% til
100%.
Meðal heimilismanna er
Hólmfríður Pálsdóttir sem
áður bjó á Sauðárkróki og
blaðamaður kannast við. Hún
er ánægð með dvölina og segir
Sæborg vera eins og yndislegt
lítið heimili. „Það er ekki hægt
Eftirmæli um sýslumanninn Jón Ísberg.
22/2019 7